Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 2. september 2017 13:46 Kísilver United Silicon í Helguvík. VÍSIR/VILHELM Það er undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. Þetta segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun tilkynnti í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að stöðva rekstur United Silicon í Helguvík. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir margþættar ástæður liggja að baki stöðvuninni. „Hún er tekin á grundvelli ítrekaðra frávika sem hafa verið á rekstri verksmiðjunnar. Jafnframt sá stöðugleiki í rekstri sem var forsenda endurræsingu um miðjan maí hefur ekki gengið eftir og svo að stofnunin telur hreinlega ekki viðunandi að íbúar í nágrenni verksmiðjunnar búi við þessi verulegu óþægindi sem af rekstri verksmiðjunnar hefur verið,“ segir Kristín Linda í samtali við fréttastofu. Fyrst var tilkynnt um áformin í bréfi þann 23. ágúst, þar sem fram kom að starfsemin yrði stöðvuð í síðasta lagi 10. september, eða fyrr ef ljósbogaofn verksmiðjunnar færi niður fyrir tiltekið lágmark eða stöðvaðist í klukkustund eða meira. Ofninn var síðan stöðvaður þann 26. ágúst í kjölfar óhapps. Fyrirtækinu var veittur framlengdur frestur til 31. ágúst til að skila inn andmælum. Forsvarsmenn þess töldu frestinn hins vegar ekki nægilega langan og andmælum var ekki skilað. Kristín Linda segir að næstu skref velti á viðbrögðum fyrirtækisins. „Næstu skref í málinu eru þá að fyrirtækið fer yfir þær ítarlegu kröfur sem Umhverfisstofnun hefur sett og fer í úrbætur. Síðan mun fyrirtækið leggja það fyrir Umhverfisstofnun sem mun fara yfir það og meta hvort við teljum það fullnægjandi til að reksturinn geti verið í samræmi við starfsleyfi. Þannig að tímaramminn er svolítið hjá verksmiðjunni núna.“ United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Það er undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. Þetta segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun tilkynnti í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að stöðva rekstur United Silicon í Helguvík. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir margþættar ástæður liggja að baki stöðvuninni. „Hún er tekin á grundvelli ítrekaðra frávika sem hafa verið á rekstri verksmiðjunnar. Jafnframt sá stöðugleiki í rekstri sem var forsenda endurræsingu um miðjan maí hefur ekki gengið eftir og svo að stofnunin telur hreinlega ekki viðunandi að íbúar í nágrenni verksmiðjunnar búi við þessi verulegu óþægindi sem af rekstri verksmiðjunnar hefur verið,“ segir Kristín Linda í samtali við fréttastofu. Fyrst var tilkynnt um áformin í bréfi þann 23. ágúst, þar sem fram kom að starfsemin yrði stöðvuð í síðasta lagi 10. september, eða fyrr ef ljósbogaofn verksmiðjunnar færi niður fyrir tiltekið lágmark eða stöðvaðist í klukkustund eða meira. Ofninn var síðan stöðvaður þann 26. ágúst í kjölfar óhapps. Fyrirtækinu var veittur framlengdur frestur til 31. ágúst til að skila inn andmælum. Forsvarsmenn þess töldu frestinn hins vegar ekki nægilega langan og andmælum var ekki skilað. Kristín Linda segir að næstu skref velti á viðbrögðum fyrirtækisins. „Næstu skref í málinu eru þá að fyrirtækið fer yfir þær ítarlegu kröfur sem Umhverfisstofnun hefur sett og fer í úrbætur. Síðan mun fyrirtækið leggja það fyrir Umhverfisstofnun sem mun fara yfir það og meta hvort við teljum það fullnægjandi til að reksturinn geti verið í samræmi við starfsleyfi. Þannig að tímaramminn er svolítið hjá verksmiðjunni núna.“
United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25
Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32
Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent