Þungbærar tvær vikur á Landspítalanum Ingvar Þór Björnsson skrifar 1. september 2017 23:42 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir mikilvægt að ræða opinskátt um þann vanda sem sjálfsvíg eru og beina sjónum að orsökum og leiðum til forvarna. Síðustu vikur hafa verið starfsmönnum Landspítalans þungbærar. Þetta segir Páll Matthíasson í forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans í dag. Með stuttu millibili urðu tvö andlát á geðsviði Landspítala. „Okkur á Landspítala er öllum brugðið,“ skrifar Páll.Segir að slík atvik kalli ávallt á ítarlega skoðunAð því er fram kemur í pistlinum tilkynnir Landspítali öll atvik af þessu tagi til lögreglu og Embættis landlæknis. „Það er sjálfstæð ákvörðun þessara embætta hvort frekari skoðunar eða rannsókna er þörf af þeirri hálfu. Hvað Landspítala varðar kalla slík atvik ávallt á sérstaka og ítarlega skoðun. Við munum flýta skoðun á þessum atvikum eftir því sem unnt er. Markmið slíkrar greiningar er að vinna að umbótum á starfi spítalans,“ skrifar Páll. Segir hann að vinna sé hafin að úrbótum hvað húsnæði geðsviðs varðar, en aðrar úrbætur bíði niðurstöðu greiningar.„Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni“Segir Páll jafnframt að mikilvægt sé að hlúa betur að börnum í uppvextinum og að snemmbær inngrip í fíknivanda séu afar mikilvæg sem og meðferð geðsjúkdóma. „Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni og beina sjónum rakleiðis að orsökum og leiðum til forvarna.“Landspítali gegnir lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustuPáll segir að Landspítali gegni lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. „Þar sinnum við veikustu einstaklingunum með sama hætti og við sinnum veikustu sjúklingunum innan annarra sérgreina. Auk geðgjörgæsludeildar, legudeilda, samfélagsteyma, göngu- og dagdeilda bjóðum við bráðaþjónustu allan sólarhringinn,“ skrifar hann. Segir hann að þá þjónustu megi nálgast í geðdeildarhúsi Landspítala við Hringbraut á virkum dögum frá 12 - 19 og 13-17 um helgar og helgidaga. Á öðrum tímum sólarhringsins er móttaka á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið starfsmönnum Landspítalans þungbærar. Þetta segir Páll Matthíasson í forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans í dag. Með stuttu millibili urðu tvö andlát á geðsviði Landspítala. „Okkur á Landspítala er öllum brugðið,“ skrifar Páll.Segir að slík atvik kalli ávallt á ítarlega skoðunAð því er fram kemur í pistlinum tilkynnir Landspítali öll atvik af þessu tagi til lögreglu og Embættis landlæknis. „Það er sjálfstæð ákvörðun þessara embætta hvort frekari skoðunar eða rannsókna er þörf af þeirri hálfu. Hvað Landspítala varðar kalla slík atvik ávallt á sérstaka og ítarlega skoðun. Við munum flýta skoðun á þessum atvikum eftir því sem unnt er. Markmið slíkrar greiningar er að vinna að umbótum á starfi spítalans,“ skrifar Páll. Segir hann að vinna sé hafin að úrbótum hvað húsnæði geðsviðs varðar, en aðrar úrbætur bíði niðurstöðu greiningar.„Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni“Segir Páll jafnframt að mikilvægt sé að hlúa betur að börnum í uppvextinum og að snemmbær inngrip í fíknivanda séu afar mikilvæg sem og meðferð geðsjúkdóma. „Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni og beina sjónum rakleiðis að orsökum og leiðum til forvarna.“Landspítali gegnir lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustuPáll segir að Landspítali gegni lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. „Þar sinnum við veikustu einstaklingunum með sama hætti og við sinnum veikustu sjúklingunum innan annarra sérgreina. Auk geðgjörgæsludeildar, legudeilda, samfélagsteyma, göngu- og dagdeilda bjóðum við bráðaþjónustu allan sólarhringinn,“ skrifar hann. Segir hann að þá þjónustu megi nálgast í geðdeildarhúsi Landspítala við Hringbraut á virkum dögum frá 12 - 19 og 13-17 um helgar og helgidaga. Á öðrum tímum sólarhringsins er móttaka á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira