Tíundi hver ætlar ekki í verslunarferð í Costco Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2017 06:00 Verslunin var opnuð í maí og er vel sótt alla daga vikunnar. vísir/eyþór Rétt tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hafa verslað í Costco, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöðurnar sýna að rúm 63 prósent hafa verslað þar, rúm 28 prósent gætu hugsað sér að gera það en átta prósent hafa ekki farið í Costco og ætla ekki að versla þar. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir niðurstöðurnar í takti við sölu áskriftarkorta fyrirtækisins. „Við vitum hvað þeir eru komnir með í áskrifendum, um 90 þúsund áskrifendur, og það eru um 120 til 130 þúsund heimili í landinu. Þannig að þetta er verulegur hluti heimila í landinu sem er kominn með áskrift þarna,“ segir Andrés.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.vísir/stefánFréttablaðið greindi frá því í byrjun júní að veltan í Costco hefði verið 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun verslunarinnar. Á sama tíma var hlutdeild allra Bónusverslana landsins 28 prósent. Þessar tölur um markaðshlutdeild voru byggðar á upplýsingum Meniga um greiðslukortanotkun. Nýrri upplýsingar hafa ekki verið birtar. Andrés segir að það vanti nákvæma mælingu á áhrifum Costco á samkeppnisaðilana. „Það er búið að kippa smásöluvísitölunni úr sambandi. Hagar eru hættir að gefa upplýsingar og Costco gefur ekki upplýsingar. Þetta er bagalegt og menn vita ekki hvernig þróunin er frá mánuði til mánaðar. Menn eru bara að leita leiða til að bregðast við því en engin niðurstaða er komin í það ennþá,“ segir Andrés. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er yngra fólk mun líklegra til að hafa verslað í Costco en þeir sem eldri eru. Þannig hafa 68,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 18-49 ára verslað í Costco, en 56 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri. Þá eru konur líka líklegri til að hafa farið í Costco en karlar, en tæplega 68 prósent kvenna sem svöruðu segjast hafa farið en einungis rúmlega 59 prósent karla. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent og tóku rúm 97 prósent afstöðu til spurningarinnar. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Rétt tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hafa verslað í Costco, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöðurnar sýna að rúm 63 prósent hafa verslað þar, rúm 28 prósent gætu hugsað sér að gera það en átta prósent hafa ekki farið í Costco og ætla ekki að versla þar. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir niðurstöðurnar í takti við sölu áskriftarkorta fyrirtækisins. „Við vitum hvað þeir eru komnir með í áskrifendum, um 90 þúsund áskrifendur, og það eru um 120 til 130 þúsund heimili í landinu. Þannig að þetta er verulegur hluti heimila í landinu sem er kominn með áskrift þarna,“ segir Andrés.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.vísir/stefánFréttablaðið greindi frá því í byrjun júní að veltan í Costco hefði verið 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun verslunarinnar. Á sama tíma var hlutdeild allra Bónusverslana landsins 28 prósent. Þessar tölur um markaðshlutdeild voru byggðar á upplýsingum Meniga um greiðslukortanotkun. Nýrri upplýsingar hafa ekki verið birtar. Andrés segir að það vanti nákvæma mælingu á áhrifum Costco á samkeppnisaðilana. „Það er búið að kippa smásöluvísitölunni úr sambandi. Hagar eru hættir að gefa upplýsingar og Costco gefur ekki upplýsingar. Þetta er bagalegt og menn vita ekki hvernig þróunin er frá mánuði til mánaðar. Menn eru bara að leita leiða til að bregðast við því en engin niðurstaða er komin í það ennþá,“ segir Andrés. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er yngra fólk mun líklegra til að hafa verslað í Costco en þeir sem eldri eru. Þannig hafa 68,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 18-49 ára verslað í Costco, en 56 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri. Þá eru konur líka líklegri til að hafa farið í Costco en karlar, en tæplega 68 prósent kvenna sem svöruðu segjast hafa farið en einungis rúmlega 59 prósent karla. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent og tóku rúm 97 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira