Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2017 06:00 Frá sjónvarpskappræðum fyrir síðustu alþingiskosningar. Kosið verður aftur þann 28. október næstkomandi. vísir/vilhelm Einungis einn flokkur af átta stærstu stjórnmálaöflum landsins hefur ákveðið að efna til til prófkjörs til að velja á lista fyrir komandi kosningar. Fjórir flokkar stefna á uppstillingu. „Það verða prófkjör hjá okkur,“ segir Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, og þannig verði það í öllum kjördæmum. Verið sé að reyna að finna tímasetningar á prófkjörin. „Við höfum alltaf verið með prófkjör og teljum það vera lýðræðislegustu leiðina.“ Samfylkingin hefur ákveðið að beina þeim tilmælum til kjördæmaráða að valið verði með uppstillingu. „Tíminn er mjög naumur og það er ein ástæðan,“ segir Margrét Lind Ólafsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Vinstri græn, Björt framtíð og Flokkur fólksins munu stilla upp listum. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafa hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvaða leið verður farin. Ekki hafa fengist svör frá Framsóknarflokknum. Framkvæmdastjórar stærstu flokkanna eru margir sammála um að flokkunum sé þröngur stakkur skorinn fjárhagslega til þess að ráðast í kosningabaráttuna í haust og svo að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor. Kosningabarátta Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í fyrra kostaði tæplega 27 milljónir króna samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi. Kosningabarátta Bjartrar framtíðar kostaði sléttar 27 milljónir og kosningabarátta Pírata kostaði tæpar 19 milljónir króna. Þá kostaði kosningabarátta Flokks fólksins sex milljónir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nam kostnaður við kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins á bilinu 30-40 milljónir. Ekki hafa fengist upplýsingar um kostnað hjá öðrum flokkum. „Ég geri ráð fyrir að við séum ekki verr stödd en sumir aðrir, en við erum samt alls ekki vel stödd fjárhagslega í svoleiðis stórræði. Þar vil ég sérstaklega taka fram að fjárframlög til stjórnmálaflokka hafa lækkað ár frá ári alveg frá hruni eða lengur. Það er áratugur sem framlög til flokka hafa alls ekki hækkað. Ekki einu sinni sem nemur vísitölu og á sama tíma hefur launakostnaður allur og allar vísitölur farið upp úr öllu. Við höfum ekki fengið leiðréttingu samkvæmt einni einustu vísitölu. Við höfum verið í frosti og það bitnar harkalega á flokkunum þegar það er verið að kjósa í sífellu,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, í samtali við Fréttablaðið. „Það er eins komið fyrir öllum flokkunum held ég að sé óhætt að segja. Þeim er þröngur stakkur skorinn,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er brattari. „Við erum miklu miklu sterkari en við vorum í fyrra. Við komumst á fjárlög eftir síðustu kosningar, höfum haldið úti skrifstofu og það hefur verið stærsti kostnaðarliðurinn okkar en við reynum að gera þetta ódýrt.“ Undir þetta tekur Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. „Við höfum alltaf sýnt ráðdeild,“ segir hún. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Einungis einn flokkur af átta stærstu stjórnmálaöflum landsins hefur ákveðið að efna til til prófkjörs til að velja á lista fyrir komandi kosningar. Fjórir flokkar stefna á uppstillingu. „Það verða prófkjör hjá okkur,“ segir Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, og þannig verði það í öllum kjördæmum. Verið sé að reyna að finna tímasetningar á prófkjörin. „Við höfum alltaf verið með prófkjör og teljum það vera lýðræðislegustu leiðina.“ Samfylkingin hefur ákveðið að beina þeim tilmælum til kjördæmaráða að valið verði með uppstillingu. „Tíminn er mjög naumur og það er ein ástæðan,“ segir Margrét Lind Ólafsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Vinstri græn, Björt framtíð og Flokkur fólksins munu stilla upp listum. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafa hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvaða leið verður farin. Ekki hafa fengist svör frá Framsóknarflokknum. Framkvæmdastjórar stærstu flokkanna eru margir sammála um að flokkunum sé þröngur stakkur skorinn fjárhagslega til þess að ráðast í kosningabaráttuna í haust og svo að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor. Kosningabarátta Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í fyrra kostaði tæplega 27 milljónir króna samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi. Kosningabarátta Bjartrar framtíðar kostaði sléttar 27 milljónir og kosningabarátta Pírata kostaði tæpar 19 milljónir króna. Þá kostaði kosningabarátta Flokks fólksins sex milljónir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nam kostnaður við kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins á bilinu 30-40 milljónir. Ekki hafa fengist upplýsingar um kostnað hjá öðrum flokkum. „Ég geri ráð fyrir að við séum ekki verr stödd en sumir aðrir, en við erum samt alls ekki vel stödd fjárhagslega í svoleiðis stórræði. Þar vil ég sérstaklega taka fram að fjárframlög til stjórnmálaflokka hafa lækkað ár frá ári alveg frá hruni eða lengur. Það er áratugur sem framlög til flokka hafa alls ekki hækkað. Ekki einu sinni sem nemur vísitölu og á sama tíma hefur launakostnaður allur og allar vísitölur farið upp úr öllu. Við höfum ekki fengið leiðréttingu samkvæmt einni einustu vísitölu. Við höfum verið í frosti og það bitnar harkalega á flokkunum þegar það er verið að kjósa í sífellu,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, í samtali við Fréttablaðið. „Það er eins komið fyrir öllum flokkunum held ég að sé óhætt að segja. Þeim er þröngur stakkur skorinn,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er brattari. „Við erum miklu miklu sterkari en við vorum í fyrra. Við komumst á fjárlög eftir síðustu kosningar, höfum haldið úti skrifstofu og það hefur verið stærsti kostnaðarliðurinn okkar en við reynum að gera þetta ódýrt.“ Undir þetta tekur Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. „Við höfum alltaf sýnt ráðdeild,“ segir hún.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira