Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 28-28 | Stórmeistarajafntefli í Garðabænum Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 18. september 2017 20:15 Þórey Anna Ásgeirsdóttir sækir að vörn Fram. vísir/ernir Stjarnan og Fram buðu upp á skemmtilegan og spennandi leik í Garðabæ í kvöld, þegar þessi tvö stórlið mættust í 2. umferð Olís-deildar kvenna. Leiknum lauk með jafntefli, 28-28. Fram leiddi með einu marki í hálfleik, 14-15. Ragnheiður Júlíusdóttir var allt í öllu í sóknarleik Fram en hún var markahæst með 9 mörk. Hjá Stjörnunni var Þórey Rósa markahæst með 7 mörk. Hvorugt liðið hefur náð sigri, fyrsta stig Stjörnunnar komið í hús en Fram sóttu sitt annað stig í dag. Stjörnu-stúlkur hófu leikinn af krafti með 4-0 kafla en þá fór Guðrún Ósk að verja og kom Fram inn í leikinn sem náði að jafna, 6-6. Eftir það varð leikurinn jafn. Stjarnan leiddi en Fram náði forystu í fyrsta skiptið í leiknum rétt fyrir hálfleik, en munurinn aldrei meiri en eitt mark. Sama var upp á teningnum í upphafi síðari hálfleiks, liðin skiptust á að leiða leikinn en síðasta stundarfjórðunginn komst Fram í þriggja marka forystu en heimastúlkur sýndu karakter og jöfnuðu leikinn aftur. Lokastaðan sanngjarnt jafntefli. Af hverju var jafntefli? Eins og við var að búast var leikurinn jafn, þar sem tvö bestu lið deildarinnar voru að mætast. Bæði lið stóðust pressuna sem skilaði sér í hörkuleik. Fram var í góðri stöðu til að klára leikinn en Stjarnan sýndi af hverju þeim er spáð titlinum í ár og kom til baka. Það dugði þó ekki og lokatölur 28-28Hverjar stóðu upp úr? Ragnheiður Júlíusdóttir var góð í liði Fram, skoraði 9 mörk og stóð sig vel í vörninni. Sama má segja um Rakel Dögg Bragadóttur sem stýrði leik Stjörnunnar, skoraði 8 mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stórleik í marki Fram.Hvað gekk illa? Framstúlkur áttu í erfiðleikum með vörn Stjörnunnar í fyrri hálfleik. Stórskytta Stjörnunnar Ramune Pekarskyte fann sig ekki, var með þrjú mörk í allnokkrum tilraunum.Hvað gerist næst? Fram fær nýliða Fjölnis heim í Safamýrina á laugardaginn en Stjarnan kíkir í hafnarfjörðin á Hauka stúlkur. Bæði lið enn án sigurs og samþykkja líklega ekkert annað en sigur í næstu umferð.Stefán: Við þiggjum þetta stig en hefðum viljað fá bæði „Allir voru með grunngildin í lagi í dag. við vinnum eftir ákveðnu plani og þær fóru eftir því og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, eftir leik. Hann var ósáttur við það hvernig seinni hálfleikur þróaðist og hefði viljað klára leikinn með sigri. „Oft þegar það eru hraðir leikir þá verður þetta kaflaskipt og fljótt að breytast. Mér fannst verst hérna í stöðunni 23-20 þá fá þær víti, við tökum miðju og glötum boltanum strax. Þær voru búnar að minnka niður í eitt áður en við vitum af. Annars er ég ánægður með mitt lið hér í dag Við þiggjum þetta stig en hefðum viljað fá bæði."Harri: Labba héðan ósáttur að hafa ekki unnið „Það var svona smá stress í þessu og engin sem þorði að taka af skarið og við endum á að taka skot undir pressu. En ég er ánægður með stelpurnar, þetta leit ekki vel út um miðjan seinni hálfleikinn og við náum að koma til baka," sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, sem segist labba héðan ósáttur að hafa ekki unnið í dag. „Fram er hörkulið og við hleyptum þeim frá okkur og fáum á okkur mikið af klaufa mörkum og þetta var svolítið stöngin út í sókninni hjá okkur, og í sjálfum sér sterkt hjá okkur að ná jafntefli en við hefðum viljað tvö stig." Harri tekur þó margt gott með sér úr leiknum. „Það var margt gott og margir að stíga upp frá seinasta leik, kraftur í okkur og meiri vilji, algjörlega eitthvað sem við ætlum að byggja á." Harri er ekki að stressa sig á stigasöfnun liðsins eftir fyrstu tvær umferðirnar. „Við erum á akkurat sama stað og eftir fyrstu tvo leikina í fyrra og þá urðum við deildarmeistarar." Olís-deild kvenna
Stjarnan og Fram buðu upp á skemmtilegan og spennandi leik í Garðabæ í kvöld, þegar þessi tvö stórlið mættust í 2. umferð Olís-deildar kvenna. Leiknum lauk með jafntefli, 28-28. Fram leiddi með einu marki í hálfleik, 14-15. Ragnheiður Júlíusdóttir var allt í öllu í sóknarleik Fram en hún var markahæst með 9 mörk. Hjá Stjörnunni var Þórey Rósa markahæst með 7 mörk. Hvorugt liðið hefur náð sigri, fyrsta stig Stjörnunnar komið í hús en Fram sóttu sitt annað stig í dag. Stjörnu-stúlkur hófu leikinn af krafti með 4-0 kafla en þá fór Guðrún Ósk að verja og kom Fram inn í leikinn sem náði að jafna, 6-6. Eftir það varð leikurinn jafn. Stjarnan leiddi en Fram náði forystu í fyrsta skiptið í leiknum rétt fyrir hálfleik, en munurinn aldrei meiri en eitt mark. Sama var upp á teningnum í upphafi síðari hálfleiks, liðin skiptust á að leiða leikinn en síðasta stundarfjórðunginn komst Fram í þriggja marka forystu en heimastúlkur sýndu karakter og jöfnuðu leikinn aftur. Lokastaðan sanngjarnt jafntefli. Af hverju var jafntefli? Eins og við var að búast var leikurinn jafn, þar sem tvö bestu lið deildarinnar voru að mætast. Bæði lið stóðust pressuna sem skilaði sér í hörkuleik. Fram var í góðri stöðu til að klára leikinn en Stjarnan sýndi af hverju þeim er spáð titlinum í ár og kom til baka. Það dugði þó ekki og lokatölur 28-28Hverjar stóðu upp úr? Ragnheiður Júlíusdóttir var góð í liði Fram, skoraði 9 mörk og stóð sig vel í vörninni. Sama má segja um Rakel Dögg Bragadóttur sem stýrði leik Stjörnunnar, skoraði 8 mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stórleik í marki Fram.Hvað gekk illa? Framstúlkur áttu í erfiðleikum með vörn Stjörnunnar í fyrri hálfleik. Stórskytta Stjörnunnar Ramune Pekarskyte fann sig ekki, var með þrjú mörk í allnokkrum tilraunum.Hvað gerist næst? Fram fær nýliða Fjölnis heim í Safamýrina á laugardaginn en Stjarnan kíkir í hafnarfjörðin á Hauka stúlkur. Bæði lið enn án sigurs og samþykkja líklega ekkert annað en sigur í næstu umferð.Stefán: Við þiggjum þetta stig en hefðum viljað fá bæði „Allir voru með grunngildin í lagi í dag. við vinnum eftir ákveðnu plani og þær fóru eftir því og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, eftir leik. Hann var ósáttur við það hvernig seinni hálfleikur þróaðist og hefði viljað klára leikinn með sigri. „Oft þegar það eru hraðir leikir þá verður þetta kaflaskipt og fljótt að breytast. Mér fannst verst hérna í stöðunni 23-20 þá fá þær víti, við tökum miðju og glötum boltanum strax. Þær voru búnar að minnka niður í eitt áður en við vitum af. Annars er ég ánægður með mitt lið hér í dag Við þiggjum þetta stig en hefðum viljað fá bæði."Harri: Labba héðan ósáttur að hafa ekki unnið „Það var svona smá stress í þessu og engin sem þorði að taka af skarið og við endum á að taka skot undir pressu. En ég er ánægður með stelpurnar, þetta leit ekki vel út um miðjan seinni hálfleikinn og við náum að koma til baka," sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, sem segist labba héðan ósáttur að hafa ekki unnið í dag. „Fram er hörkulið og við hleyptum þeim frá okkur og fáum á okkur mikið af klaufa mörkum og þetta var svolítið stöngin út í sókninni hjá okkur, og í sjálfum sér sterkt hjá okkur að ná jafntefli en við hefðum viljað tvö stig." Harri tekur þó margt gott með sér úr leiknum. „Það var margt gott og margir að stíga upp frá seinasta leik, kraftur í okkur og meiri vilji, algjörlega eitthvað sem við ætlum að byggja á." Harri er ekki að stressa sig á stigasöfnun liðsins eftir fyrstu tvær umferðirnar. „Við erum á akkurat sama stað og eftir fyrstu tvo leikina í fyrra og þá urðum við deildarmeistarar."
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti