Fyrir hvern er þessi pólitík? Helga Vala Helgadóttir skrifar 18. september 2017 06:00 Enn einn ganginn er allt upp í loft í íslenskum stjórnmálum. Fyrir okkur sem höfum yndi af stjórnmálum er þetta eins og EM eða Eurovision er fyrir öðrum. Þetta er lota sem fær hjartað til að ólmast hraðar kroppnum og ferðirnar í heita pottinn verða tíðari. Þess vegna varð ég svolítið hugsi yfir spurningunni sem ég fékk um hvort það þyrfti ekki fleiri klukkustundir í sólarhringinn svo hægt væri að setja sig inn í þetta allt saman. Stjórnmálaáhugi og þátttaka á alls ekki að vera bara fyrir þá sem geta lúslesið allt, kynnt sér alla þætti íslenskra stjórnmála, lesa fjárlögin, kunna þingsköp og gjörþekkja allt um gengisþróun. Stjórnmálin snúast um okkur, fólkið í landinu og hvernig við viljum reka þetta samfélag. Þess vegna skiptir svo ótrúlega miklu máli að þeir sem ráðnir eru í vinnu á þingi tali ekki niður til almennings og væni þá stöðugt um vankunnáttu séu þeir ósammála. Það hefur örlað á því undanfarna daga að kjörnir fulltrúar tali ekki bara niður til almennings heldur einnig til annarra kjörinna fulltrúa líkt og þeir viti ekkert „út á hvað þetta gengur“. Þessi framkoma fælir fólk frá og er að mínu mati skaðleg því við þurfum frekar á því að halda að fleiri sýni stjórnmálunum áhuga, taki þátt og síðast en ekki síst kjósi. Við fáum fólk ekki til að vera með ef við erum með tómt yfirlæti og hroka. Tölum bara saman af virðingu. Það er miklu skemmtilegra og þá vilja fleiri vera með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun
Enn einn ganginn er allt upp í loft í íslenskum stjórnmálum. Fyrir okkur sem höfum yndi af stjórnmálum er þetta eins og EM eða Eurovision er fyrir öðrum. Þetta er lota sem fær hjartað til að ólmast hraðar kroppnum og ferðirnar í heita pottinn verða tíðari. Þess vegna varð ég svolítið hugsi yfir spurningunni sem ég fékk um hvort það þyrfti ekki fleiri klukkustundir í sólarhringinn svo hægt væri að setja sig inn í þetta allt saman. Stjórnmálaáhugi og þátttaka á alls ekki að vera bara fyrir þá sem geta lúslesið allt, kynnt sér alla þætti íslenskra stjórnmála, lesa fjárlögin, kunna þingsköp og gjörþekkja allt um gengisþróun. Stjórnmálin snúast um okkur, fólkið í landinu og hvernig við viljum reka þetta samfélag. Þess vegna skiptir svo ótrúlega miklu máli að þeir sem ráðnir eru í vinnu á þingi tali ekki niður til almennings og væni þá stöðugt um vankunnáttu séu þeir ósammála. Það hefur örlað á því undanfarna daga að kjörnir fulltrúar tali ekki bara niður til almennings heldur einnig til annarra kjörinna fulltrúa líkt og þeir viti ekkert „út á hvað þetta gengur“. Þessi framkoma fælir fólk frá og er að mínu mati skaðleg því við þurfum frekar á því að halda að fleiri sýni stjórnmálunum áhuga, taki þátt og síðast en ekki síst kjósi. Við fáum fólk ekki til að vera með ef við erum með tómt yfirlæti og hroka. Tölum bara saman af virðingu. Það er miklu skemmtilegra og þá vilja fleiri vera með.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun