Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar 16. nóvember 2025 09:33 Frasinn „stríð gegn dópi“ (war on drugs) er rakinn til ársins 1971, þegar Richard Nixon Bandaríkjaforseti útnefndi vímuefnavandann sem óvin númer eitt og tilkynnti að stjórn hans myndi segja dópinu stríð á hendur - með öllum tiltækum ráðum átti að sigra dópið. Refsingar voru þyngdar, eftirlit stóraukið og valdheimildir lögreglu víkkaðar. Undirheimarnir svöruðu af mikilli útsjónarsemi. Alþjóðlegar smyglleiðir voru byggðar upp í stórum stíl, framleiðsluaðferðir þróaðar og nýjar leiðir fundnar framhjá tollinum. Dópframleiðsla margfaldaðist og dópið flæddi milli heimsálfa sem aldrei fyrr. Lítill heimur, sterkir straumar Heimurinn hefur sjaldan verið minni en hann er í dag. Með einum smelli bókum við flug þvert yfir hnöttinn. Með fáeinum skilaboðum tengjumst við ókunnugu fólki í framandi heimsálfum. Tæknin hefur stytt fjarlægðir og gert allan framandleika kunnuglegan – en einnig gert flæði fólks mun auðveldara, svo ekki sé talað um sýnilegra, en áður. Við sjáum fólk af öllum uppruna færa sig milli landa og heimsálfa. Flóttafólk sem flýr stríð og óöryggi. Farandverkafólk sem leitar uppi tækifæri og betri lífskjör. Hinn almenni borgari leitar að betra loftslagi, nýjum upplifunum, vinsælli borg til að spreyta sig á. Íslendingar leita til Spánar til að drýgja eftirlaunin. Hvað erum við að fást við í raun og veru? Það er freistandi að líta á fólksflutninga sem náttúrulögmál nútímans – eitthvað sem hvorki er hægt að stöðva né stjórna. En þegar stjórnvöld um allan heim bregðast við flæðinu með harðari landamæravörslu, múrum, eftirliti og nostri við þjóðernishyggju, verður ljóst að öllum ráðum er beitt til ná stjórn á ástandinu og róið á mið reiði og gremju eftir atkvæðum. Sagan segir okkur að tilraunir til að berja niður strauma, sem spretta úr efnahagslegum eða félagslegum veruleika fólks eiga það til að verða að vítahring: Meira eftirlit, harðari aðgerðir, meira ofbeldi, meiri spenna. Líkt og stríðið gegn dópinu – þar sem hörku og einföldum lausnum var beitt gegn vanda sem átti sér djúpar og margþættar rætur. Ástæður þess að fólk flæðir um heiminn eru sennilega mun einfaldari en ástæðurnar fyrir flæði dópsins. Vesturlönd skortir vinnuafl og hitta fyrir fólk í leit að lífsviðurværi, betra lífi. Að auki blasir við gríðarleg misskipting auðs, ógnarstjórn og óöryggi víða í heiminum, sem fólk flýr og auðvitað leitar það þangað sem öryggi, lífsgæði og tækifæri eru meiri. Óstöðvandi kraftar? Ef fer sem horfir mun heimurinn halda áfram að minnka og valdasjúkir karlar víða um heim halda áfram að búa til stríð og hörmungar. Fólk mun halda áfram að leita að betra, frjálsara og öruggara lífi — og því stendur eftir spurningin: Erum við kannski að reyna að stöðva krafta sem eru sterkari en landamæri, þjóðerni og jafnvel valdbeiting? Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Bandaríkin Spánn Innflytjendamál Martha Árnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Frasinn „stríð gegn dópi“ (war on drugs) er rakinn til ársins 1971, þegar Richard Nixon Bandaríkjaforseti útnefndi vímuefnavandann sem óvin númer eitt og tilkynnti að stjórn hans myndi segja dópinu stríð á hendur - með öllum tiltækum ráðum átti að sigra dópið. Refsingar voru þyngdar, eftirlit stóraukið og valdheimildir lögreglu víkkaðar. Undirheimarnir svöruðu af mikilli útsjónarsemi. Alþjóðlegar smyglleiðir voru byggðar upp í stórum stíl, framleiðsluaðferðir þróaðar og nýjar leiðir fundnar framhjá tollinum. Dópframleiðsla margfaldaðist og dópið flæddi milli heimsálfa sem aldrei fyrr. Lítill heimur, sterkir straumar Heimurinn hefur sjaldan verið minni en hann er í dag. Með einum smelli bókum við flug þvert yfir hnöttinn. Með fáeinum skilaboðum tengjumst við ókunnugu fólki í framandi heimsálfum. Tæknin hefur stytt fjarlægðir og gert allan framandleika kunnuglegan – en einnig gert flæði fólks mun auðveldara, svo ekki sé talað um sýnilegra, en áður. Við sjáum fólk af öllum uppruna færa sig milli landa og heimsálfa. Flóttafólk sem flýr stríð og óöryggi. Farandverkafólk sem leitar uppi tækifæri og betri lífskjör. Hinn almenni borgari leitar að betra loftslagi, nýjum upplifunum, vinsælli borg til að spreyta sig á. Íslendingar leita til Spánar til að drýgja eftirlaunin. Hvað erum við að fást við í raun og veru? Það er freistandi að líta á fólksflutninga sem náttúrulögmál nútímans – eitthvað sem hvorki er hægt að stöðva né stjórna. En þegar stjórnvöld um allan heim bregðast við flæðinu með harðari landamæravörslu, múrum, eftirliti og nostri við þjóðernishyggju, verður ljóst að öllum ráðum er beitt til ná stjórn á ástandinu og róið á mið reiði og gremju eftir atkvæðum. Sagan segir okkur að tilraunir til að berja niður strauma, sem spretta úr efnahagslegum eða félagslegum veruleika fólks eiga það til að verða að vítahring: Meira eftirlit, harðari aðgerðir, meira ofbeldi, meiri spenna. Líkt og stríðið gegn dópinu – þar sem hörku og einföldum lausnum var beitt gegn vanda sem átti sér djúpar og margþættar rætur. Ástæður þess að fólk flæðir um heiminn eru sennilega mun einfaldari en ástæðurnar fyrir flæði dópsins. Vesturlönd skortir vinnuafl og hitta fyrir fólk í leit að lífsviðurværi, betra lífi. Að auki blasir við gríðarleg misskipting auðs, ógnarstjórn og óöryggi víða í heiminum, sem fólk flýr og auðvitað leitar það þangað sem öryggi, lífsgæði og tækifæri eru meiri. Óstöðvandi kraftar? Ef fer sem horfir mun heimurinn halda áfram að minnka og valdasjúkir karlar víða um heim halda áfram að búa til stríð og hörmungar. Fólk mun halda áfram að leita að betra, frjálsara og öruggara lífi — og því stendur eftir spurningin: Erum við kannski að reyna að stöðva krafta sem eru sterkari en landamæri, þjóðerni og jafnvel valdbeiting? Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun