Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar 16. nóvember 2025 09:33 Frasinn „stríð gegn dópi“ (war on drugs) er rakinn til ársins 1971, þegar Richard Nixon Bandaríkjaforseti útnefndi vímuefnavandann sem óvin númer eitt og tilkynnti að stjórn hans myndi segja dópinu stríð á hendur - með öllum tiltækum ráðum átti að sigra dópið. Refsingar voru þyngdar, eftirlit stóraukið og valdheimildir lögreglu víkkaðar. Undirheimarnir svöruðu af mikilli útsjónarsemi. Alþjóðlegar smyglleiðir voru byggðar upp í stórum stíl, framleiðsluaðferðir þróaðar og nýjar leiðir fundnar framhjá tollinum. Dópframleiðsla margfaldaðist og dópið flæddi milli heimsálfa sem aldrei fyrr. Lítill heimur, sterkir straumar Heimurinn hefur sjaldan verið minni en hann er í dag. Með einum smelli bókum við flug þvert yfir hnöttinn. Með fáeinum skilaboðum tengjumst við ókunnugu fólki í framandi heimsálfum. Tæknin hefur stytt fjarlægðir og gert allan framandleika kunnuglegan – en einnig gert flæði fólks mun auðveldara, svo ekki sé talað um sýnilegra, en áður. Við sjáum fólk af öllum uppruna færa sig milli landa og heimsálfa. Flóttafólk sem flýr stríð og óöryggi. Farandverkafólk sem leitar uppi tækifæri og betri lífskjör. Hinn almenni borgari leitar að betra loftslagi, nýjum upplifunum, vinsælli borg til að spreyta sig á. Íslendingar leita til Spánar til að drýgja eftirlaunin. Hvað erum við að fást við í raun og veru? Það er freistandi að líta á fólksflutninga sem náttúrulögmál nútímans – eitthvað sem hvorki er hægt að stöðva né stjórna. En þegar stjórnvöld um allan heim bregðast við flæðinu með harðari landamæravörslu, múrum, eftirliti og nostri við þjóðernishyggju, verður ljóst að öllum ráðum er beitt til ná stjórn á ástandinu og róið á mið reiði og gremju eftir atkvæðum. Sagan segir okkur að tilraunir til að berja niður strauma, sem spretta úr efnahagslegum eða félagslegum veruleika fólks eiga það til að verða að vítahring: Meira eftirlit, harðari aðgerðir, meira ofbeldi, meiri spenna. Líkt og stríðið gegn dópinu – þar sem hörku og einföldum lausnum var beitt gegn vanda sem átti sér djúpar og margþættar rætur. Ástæður þess að fólk flæðir um heiminn eru sennilega mun einfaldari en ástæðurnar fyrir flæði dópsins. Vesturlönd skortir vinnuafl og hitta fyrir fólk í leit að lífsviðurværi, betra lífi. Að auki blasir við gríðarleg misskipting auðs, ógnarstjórn og óöryggi víða í heiminum, sem fólk flýr og auðvitað leitar það þangað sem öryggi, lífsgæði og tækifæri eru meiri. Óstöðvandi kraftar? Ef fer sem horfir mun heimurinn halda áfram að minnka og valdasjúkir karlar víða um heim halda áfram að búa til stríð og hörmungar. Fólk mun halda áfram að leita að betra, frjálsara og öruggara lífi — og því stendur eftir spurningin: Erum við kannski að reyna að stöðva krafta sem eru sterkari en landamæri, þjóðerni og jafnvel valdbeiting? Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Bandaríkin Spánn Innflytjendamál Martha Árnadóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frasinn „stríð gegn dópi“ (war on drugs) er rakinn til ársins 1971, þegar Richard Nixon Bandaríkjaforseti útnefndi vímuefnavandann sem óvin númer eitt og tilkynnti að stjórn hans myndi segja dópinu stríð á hendur - með öllum tiltækum ráðum átti að sigra dópið. Refsingar voru þyngdar, eftirlit stóraukið og valdheimildir lögreglu víkkaðar. Undirheimarnir svöruðu af mikilli útsjónarsemi. Alþjóðlegar smyglleiðir voru byggðar upp í stórum stíl, framleiðsluaðferðir þróaðar og nýjar leiðir fundnar framhjá tollinum. Dópframleiðsla margfaldaðist og dópið flæddi milli heimsálfa sem aldrei fyrr. Lítill heimur, sterkir straumar Heimurinn hefur sjaldan verið minni en hann er í dag. Með einum smelli bókum við flug þvert yfir hnöttinn. Með fáeinum skilaboðum tengjumst við ókunnugu fólki í framandi heimsálfum. Tæknin hefur stytt fjarlægðir og gert allan framandleika kunnuglegan – en einnig gert flæði fólks mun auðveldara, svo ekki sé talað um sýnilegra, en áður. Við sjáum fólk af öllum uppruna færa sig milli landa og heimsálfa. Flóttafólk sem flýr stríð og óöryggi. Farandverkafólk sem leitar uppi tækifæri og betri lífskjör. Hinn almenni borgari leitar að betra loftslagi, nýjum upplifunum, vinsælli borg til að spreyta sig á. Íslendingar leita til Spánar til að drýgja eftirlaunin. Hvað erum við að fást við í raun og veru? Það er freistandi að líta á fólksflutninga sem náttúrulögmál nútímans – eitthvað sem hvorki er hægt að stöðva né stjórna. En þegar stjórnvöld um allan heim bregðast við flæðinu með harðari landamæravörslu, múrum, eftirliti og nostri við þjóðernishyggju, verður ljóst að öllum ráðum er beitt til ná stjórn á ástandinu og róið á mið reiði og gremju eftir atkvæðum. Sagan segir okkur að tilraunir til að berja niður strauma, sem spretta úr efnahagslegum eða félagslegum veruleika fólks eiga það til að verða að vítahring: Meira eftirlit, harðari aðgerðir, meira ofbeldi, meiri spenna. Líkt og stríðið gegn dópinu – þar sem hörku og einföldum lausnum var beitt gegn vanda sem átti sér djúpar og margþættar rætur. Ástæður þess að fólk flæðir um heiminn eru sennilega mun einfaldari en ástæðurnar fyrir flæði dópsins. Vesturlönd skortir vinnuafl og hitta fyrir fólk í leit að lífsviðurværi, betra lífi. Að auki blasir við gríðarleg misskipting auðs, ógnarstjórn og óöryggi víða í heiminum, sem fólk flýr og auðvitað leitar það þangað sem öryggi, lífsgæði og tækifæri eru meiri. Óstöðvandi kraftar? Ef fer sem horfir mun heimurinn halda áfram að minnka og valdasjúkir karlar víða um heim halda áfram að búa til stríð og hörmungar. Fólk mun halda áfram að leita að betra, frjálsara og öruggara lífi — og því stendur eftir spurningin: Erum við kannski að reyna að stöðva krafta sem eru sterkari en landamæri, þjóðerni og jafnvel valdbeiting? Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun