110 sm lax úr Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 17. september 2017 11:00 110 laxinn sem Elías veiddi í gær í Vatnsdalsá Mynd: Vatndalsá FB Stóru hængarnir eru greinilega komnir á stjá miðað við þær fréttir sem við erum að fá úr þeim ám sem frægar eru fyrir stórlaxa. Í gærkvöldi kom 111 sm lax úr Laxá í Aðaldal af Nessvæðinu og sama kvöld var verið að landa 110 sm laxi í Vatnsdalsá. Fram að þessu var stærsti laxinn í sumar 109 sm lax sem veiddist tvisvar í Hofsá svo það eru alla vega tveir laxar staðfest komnir yfir hann í stærð. Laxinn sem kom á land í Vatnsdalsá í gærkvöldi af Elíasi var eins og áður segir 110 sm langur og veiddist í Gilsárós á Rauða Frances cone 1/4". Heildarveiðin í Vatnsdalsá er komin í 634 laxa sem er nokkuð undir veiðinni í fyrra en þá veiddust 853 laxar. Frá árinu 1974 hefur áinn 14 sinnum farið yfir 1000 laxa og er með meðaltalsveiði um 700-800 laxa. Besta veiðin í henni var árið 1986 þegar það veiddut 1582 laxar en lélegasta árið hennar var árið 2000 þegar aðeins veiddust 323 laxar í henni. Mest lesið Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði
Stóru hængarnir eru greinilega komnir á stjá miðað við þær fréttir sem við erum að fá úr þeim ám sem frægar eru fyrir stórlaxa. Í gærkvöldi kom 111 sm lax úr Laxá í Aðaldal af Nessvæðinu og sama kvöld var verið að landa 110 sm laxi í Vatnsdalsá. Fram að þessu var stærsti laxinn í sumar 109 sm lax sem veiddist tvisvar í Hofsá svo það eru alla vega tveir laxar staðfest komnir yfir hann í stærð. Laxinn sem kom á land í Vatnsdalsá í gærkvöldi af Elíasi var eins og áður segir 110 sm langur og veiddist í Gilsárós á Rauða Frances cone 1/4". Heildarveiðin í Vatnsdalsá er komin í 634 laxa sem er nokkuð undir veiðinni í fyrra en þá veiddust 853 laxar. Frá árinu 1974 hefur áinn 14 sinnum farið yfir 1000 laxa og er með meðaltalsveiði um 700-800 laxa. Besta veiðin í henni var árið 1986 þegar það veiddut 1582 laxar en lélegasta árið hennar var árið 2000 þegar aðeins veiddust 323 laxar í henni.
Mest lesið Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði