Fengu fimm stjörnu dóma úr tólf áttum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2017 08:15 Eygló Ásta ætlaði bara að vera nokkra mánuði í London þegar hún fór þangað 2010 en þar er hún enn. Mynd/Ramon Ayres Eygló Ásta Þorgeirsdóttir, leikari og leikstjóri, er nýlega komin af Edinborgarhátíðinni. Sýning sem hún tók þátt í sem höfundur og leikari, The Nature of Forgetting – eða Eðli gleymskunnar – sló þar rækilega í gegn. Eygló Ásta er einmitt að byrja í pásu þegar slegið er á þráðinn til hennar í London. Þó hún sé tiltölulega nýkomin þangað af Edinborgarhátíðinni, þar sem hún sýndi The Nature of Forgetting tuttugu og sex sinnum á einum mánuði með samstarfsfólki sínu í Theatre Re, er hún ekkert að slaka á heldur strax byrjuð í öðru verkefni. „Ég er núna á fullu í æfingum með eigin kompaníi sem heitir Ephemeral Ensemble. Við vorum að fá styrk sem svipar til listamannalauna og erum að æfa verk sem verður sýnt hér í London í lok október.“ Ég ákveð að forvitnast meira um nýja verkefnið síðar í viðtalinu og sný mér fyrst að sýningunni The Nature of Forgetting (Eðli gleymskunnar) og stjörnugjöfinni sem Eygló Ásta og félagar fengu fyrir hana. „Leikverkið snýst um það sem eftir er af manneskjunni þegar minnið er farið,“ lýsir Eygló Ásta. „Því eins og segir í leikskránni: „Það er einhver kjarni, djúpt innra með okkur, í hverri manneskju, og það er það eina sem stendur eftir þegar minnið hverfur.“ Á sviðinu er Tom, sem er fimmtíu og fimm ára gamall, á leið til veislu. Á meðan hann hefur sig til þá hreyfa við honum minningarslitur um vináttu, ást og sektarkennd.“ Við undirbúninginn sem stóð í tvö ár segir Eygló Ásta hópinn bæði hafa unnið með fólki sem er byrjað að missa minnið vegna öldrunar og fólki á ýmsum aldri sem er með Alzheimer og aðra minnistengda sjúkdóma. „Við frumsýndum verkið í byrjun árs í tilefni af International Mime Festival. Svo fórum við með það til Edinborgar. Við erum sex á sviði, fjórir leikarar og tveir tónlistarmenn,“ lýsir Eygló Ásta og segir sýninguna mjög krefjandi fyrir sig líkamlega. „Mikil hlaup um sviðið fram og til baka. Svaka keyrsla.“Eygló Ásta er á stöðugu flugi um sviðið.Mynd/Danilo MoroniBæði hlegið og grátið Sýningin The Nature of Forgetting virðist ætla að verða langlíf því mikil ferðalög eru fram undan hjá Eygló Ástu og félögum í Theatre Re. „Við verðum á flakki með sýninguna um heiminn meira og minna næstu tvö árin, bæði um Evrópu og Bandaríkin. Svo er áhugi fyrir henni líka í löndum í Asíu og Suður-Ameríku,“ segir hún. En er hópurinn þá ekki líka á leiðinni til Íslands? „Vonandi, við værum pottþétt til í það. Ísland er ekki svo langt undan. Við þurfum bara að finna rétta tímann. Þetta verður dálítið púsl af því við erum byrjuð á næsta verkefni. Svo erum við líka með stórt sett í sýningunni, mikið dót á sviðinu.“ Þetta síðasta útskýrir Eygló Ásta svo: „Í heilanum er staður sem heitir hippocampus (dreki á íslensku). Þar geymir fólk minningarnar, safnar þeim saman, svo þeirri heilastöð má líkja við verkstæði. Þennan stað sköpum við á sviðinu. Þar er fullt af hlutum og alls konar dóti sem við byggjum upp sem minningar en tökum þær svo í sundur og reisum aftur á rangan hátt til að sýna hvernig minnissjúkdómar fara með okkur.“ Í undirbúningsvinnunni var leikhópurinn í þéttu sambandi við sérfræðing á sviði minnissjúkdóma. „Það var prófessor frá UCL, stórum háskóla hér í London, sem gaf okkur vísindalegu hliðina og við notum hana til að búa til leikreglur á sviðinu,“ segir Eygló Ásta. „Bestu og skemmtilegustu verkfærin við sköpun eru reglur og hindranir sem þarf að taka tillit til. Með þeim byrjaði vinnan okkar við verkið að mótast.“ Hún segir bæði hlegið og grátið á sýningunum. Eiginlega meira grátið. Það hafi þó ekki verið ætlunin. „Maður býr ekki til eitthvað til að sækjast eftir harmi og vill helst ekki að fólk labbi út niðurbrotið. En þetta efni snertir marga og það eru margir sem koma til okkar eftir sýninguna og lýsa persónulegri reynslu af minnissjúkdómum hjá sínum nánustu. Auðvitað skiptir máli fyrir okkur að fólk tengi við efnið. Þá erum við að gefa rétta mynd.“Þó sýningin sé erfið líkamlega þá er hún enn erfiðari fyrir heilann því hún er alltaf að koma manni á óvart, segir Eygló Ásta.Mynd/Danilo MoroniViðtökurnar komu á óvart Þið fenguð glimrandi dóma. „Já, við áttum ekki von á svona fínum viðtökum. Undir lokin vorum við, held ég, komin með fimm stjörnu dóma úr tólf mismunandi áttum.“ Hina miklu aðsókn að The Nature of Forgetting á Edinborgarhátíðinni segir Eygló Ásta meðal annars skýrast af því að verkið hafi verið valið sem boðssýning af menningarstofnuninni British Council. „British Council velur tuttugu sýningar annað hvert ár á Edinborgarhátíðinni sem stjórnendum leikhúsa alls staðar að úr heiminum er boðið á. Mjög margir aðstandendur sýninganna sækja um að komast inn í þann pakka. Ég held að á hátíðinni séu yfir 3.000 sýningar af ýmsum toga þannig að það er erfitt að keppa um athyglina en við vorum svakalega heppin að vera valin í þennan hóp. Sóttum um með árs fyrirvara og fengum sérstakan stimpil þegar við komum á hátíðina. Það var mikill heiður.“ Eðli gleymskunnar er samstarfsverkefni hópsins sem að honum stendur, að sögn Eyglóar Ástu. „Það var ekkert handrit – og er ekki enn, nema í hausnum á okkur. Við vorum með ákveðið þema, ákveðna búninga og einhverja leikmynd, plús þessa vísindalegu hlið sem við fengum hjá sérfræðingnum en notum mikinn spuna til að byggja upp sýninguna. Í grunninn erum við alltaf með sama þemað en í hvert skipti sem við sýnum erum við að enduruppgötva og upplifa. Þó sýningin sé erfið líkamlega þá er hún enn erfiðari fyrir heilann því hún er alltaf að koma manni á óvart.“Nýtt verk í smíðum Eygló Ásta flutti út til London haustið 2010 og ætlaði bara að vera í nokkra mánuði við nám í The International School of Corporeal Mime. „Ég hafði einhverja drauma um að ferðast en fann mig svo vel í skólanum svo ég var í honum í fjögur ár, fyrst að læra og svo að kenna. Skólinn flutti til Bandaríkjanna, ég fór með honum og varði þremur sumrum þar. Við opnuðum leikhús – nú er það þar og ég hér. Það hafði líka áhrif að ég gifti mig. Maðurinn minn, Ramon Ayres, er frá Brasilíu en við búum hér í London enn sem komið er og vinnum saman í fyrirtækinu okkar, Ephemeral Ensemble.“ Nú berst talið aftur að nýja leikverkinu sem Eygló Ásta minntist á í upphafi og ég bið hana að segja mér frá því. „Við Ramon erum búin að ganga með þetta verk sem hugarfóstur í eitt og hálft til tvö ár. Nú er það loksins að fara á svið. Tveir menn eru á sviðinu, annar þeirra er Ramon, ég er að leikstýra og svo er tónlistarmaður, því við erum með lifandi tónlist, þannig að á æfingum erum við fjögur. Á ensku heitir verkið The Actualisation Show og snýst um það hvernig við finnum gildi lífsins þegar það virðist tilgangslaust.“ Þið eruð ekkert á láglendinu þegar þið veljið ykkur viðfangsefni. „Nei, við höfum ekki gaman af að búa til list nema hún hafi innihald og skipti fólk einhverju máli.“ Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Eygló Ásta Þorgeirsdóttir, leikari og leikstjóri, er nýlega komin af Edinborgarhátíðinni. Sýning sem hún tók þátt í sem höfundur og leikari, The Nature of Forgetting – eða Eðli gleymskunnar – sló þar rækilega í gegn. Eygló Ásta er einmitt að byrja í pásu þegar slegið er á þráðinn til hennar í London. Þó hún sé tiltölulega nýkomin þangað af Edinborgarhátíðinni, þar sem hún sýndi The Nature of Forgetting tuttugu og sex sinnum á einum mánuði með samstarfsfólki sínu í Theatre Re, er hún ekkert að slaka á heldur strax byrjuð í öðru verkefni. „Ég er núna á fullu í æfingum með eigin kompaníi sem heitir Ephemeral Ensemble. Við vorum að fá styrk sem svipar til listamannalauna og erum að æfa verk sem verður sýnt hér í London í lok október.“ Ég ákveð að forvitnast meira um nýja verkefnið síðar í viðtalinu og sný mér fyrst að sýningunni The Nature of Forgetting (Eðli gleymskunnar) og stjörnugjöfinni sem Eygló Ásta og félagar fengu fyrir hana. „Leikverkið snýst um það sem eftir er af manneskjunni þegar minnið er farið,“ lýsir Eygló Ásta. „Því eins og segir í leikskránni: „Það er einhver kjarni, djúpt innra með okkur, í hverri manneskju, og það er það eina sem stendur eftir þegar minnið hverfur.“ Á sviðinu er Tom, sem er fimmtíu og fimm ára gamall, á leið til veislu. Á meðan hann hefur sig til þá hreyfa við honum minningarslitur um vináttu, ást og sektarkennd.“ Við undirbúninginn sem stóð í tvö ár segir Eygló Ásta hópinn bæði hafa unnið með fólki sem er byrjað að missa minnið vegna öldrunar og fólki á ýmsum aldri sem er með Alzheimer og aðra minnistengda sjúkdóma. „Við frumsýndum verkið í byrjun árs í tilefni af International Mime Festival. Svo fórum við með það til Edinborgar. Við erum sex á sviði, fjórir leikarar og tveir tónlistarmenn,“ lýsir Eygló Ásta og segir sýninguna mjög krefjandi fyrir sig líkamlega. „Mikil hlaup um sviðið fram og til baka. Svaka keyrsla.“Eygló Ásta er á stöðugu flugi um sviðið.Mynd/Danilo MoroniBæði hlegið og grátið Sýningin The Nature of Forgetting virðist ætla að verða langlíf því mikil ferðalög eru fram undan hjá Eygló Ástu og félögum í Theatre Re. „Við verðum á flakki með sýninguna um heiminn meira og minna næstu tvö árin, bæði um Evrópu og Bandaríkin. Svo er áhugi fyrir henni líka í löndum í Asíu og Suður-Ameríku,“ segir hún. En er hópurinn þá ekki líka á leiðinni til Íslands? „Vonandi, við værum pottþétt til í það. Ísland er ekki svo langt undan. Við þurfum bara að finna rétta tímann. Þetta verður dálítið púsl af því við erum byrjuð á næsta verkefni. Svo erum við líka með stórt sett í sýningunni, mikið dót á sviðinu.“ Þetta síðasta útskýrir Eygló Ásta svo: „Í heilanum er staður sem heitir hippocampus (dreki á íslensku). Þar geymir fólk minningarnar, safnar þeim saman, svo þeirri heilastöð má líkja við verkstæði. Þennan stað sköpum við á sviðinu. Þar er fullt af hlutum og alls konar dóti sem við byggjum upp sem minningar en tökum þær svo í sundur og reisum aftur á rangan hátt til að sýna hvernig minnissjúkdómar fara með okkur.“ Í undirbúningsvinnunni var leikhópurinn í þéttu sambandi við sérfræðing á sviði minnissjúkdóma. „Það var prófessor frá UCL, stórum háskóla hér í London, sem gaf okkur vísindalegu hliðina og við notum hana til að búa til leikreglur á sviðinu,“ segir Eygló Ásta. „Bestu og skemmtilegustu verkfærin við sköpun eru reglur og hindranir sem þarf að taka tillit til. Með þeim byrjaði vinnan okkar við verkið að mótast.“ Hún segir bæði hlegið og grátið á sýningunum. Eiginlega meira grátið. Það hafi þó ekki verið ætlunin. „Maður býr ekki til eitthvað til að sækjast eftir harmi og vill helst ekki að fólk labbi út niðurbrotið. En þetta efni snertir marga og það eru margir sem koma til okkar eftir sýninguna og lýsa persónulegri reynslu af minnissjúkdómum hjá sínum nánustu. Auðvitað skiptir máli fyrir okkur að fólk tengi við efnið. Þá erum við að gefa rétta mynd.“Þó sýningin sé erfið líkamlega þá er hún enn erfiðari fyrir heilann því hún er alltaf að koma manni á óvart, segir Eygló Ásta.Mynd/Danilo MoroniViðtökurnar komu á óvart Þið fenguð glimrandi dóma. „Já, við áttum ekki von á svona fínum viðtökum. Undir lokin vorum við, held ég, komin með fimm stjörnu dóma úr tólf mismunandi áttum.“ Hina miklu aðsókn að The Nature of Forgetting á Edinborgarhátíðinni segir Eygló Ásta meðal annars skýrast af því að verkið hafi verið valið sem boðssýning af menningarstofnuninni British Council. „British Council velur tuttugu sýningar annað hvert ár á Edinborgarhátíðinni sem stjórnendum leikhúsa alls staðar að úr heiminum er boðið á. Mjög margir aðstandendur sýninganna sækja um að komast inn í þann pakka. Ég held að á hátíðinni séu yfir 3.000 sýningar af ýmsum toga þannig að það er erfitt að keppa um athyglina en við vorum svakalega heppin að vera valin í þennan hóp. Sóttum um með árs fyrirvara og fengum sérstakan stimpil þegar við komum á hátíðina. Það var mikill heiður.“ Eðli gleymskunnar er samstarfsverkefni hópsins sem að honum stendur, að sögn Eyglóar Ástu. „Það var ekkert handrit – og er ekki enn, nema í hausnum á okkur. Við vorum með ákveðið þema, ákveðna búninga og einhverja leikmynd, plús þessa vísindalegu hlið sem við fengum hjá sérfræðingnum en notum mikinn spuna til að byggja upp sýninguna. Í grunninn erum við alltaf með sama þemað en í hvert skipti sem við sýnum erum við að enduruppgötva og upplifa. Þó sýningin sé erfið líkamlega þá er hún enn erfiðari fyrir heilann því hún er alltaf að koma manni á óvart.“Nýtt verk í smíðum Eygló Ásta flutti út til London haustið 2010 og ætlaði bara að vera í nokkra mánuði við nám í The International School of Corporeal Mime. „Ég hafði einhverja drauma um að ferðast en fann mig svo vel í skólanum svo ég var í honum í fjögur ár, fyrst að læra og svo að kenna. Skólinn flutti til Bandaríkjanna, ég fór með honum og varði þremur sumrum þar. Við opnuðum leikhús – nú er það þar og ég hér. Það hafði líka áhrif að ég gifti mig. Maðurinn minn, Ramon Ayres, er frá Brasilíu en við búum hér í London enn sem komið er og vinnum saman í fyrirtækinu okkar, Ephemeral Ensemble.“ Nú berst talið aftur að nýja leikverkinu sem Eygló Ásta minntist á í upphafi og ég bið hana að segja mér frá því. „Við Ramon erum búin að ganga með þetta verk sem hugarfóstur í eitt og hálft til tvö ár. Nú er það loksins að fara á svið. Tveir menn eru á sviðinu, annar þeirra er Ramon, ég er að leikstýra og svo er tónlistarmaður, því við erum með lifandi tónlist, þannig að á æfingum erum við fjögur. Á ensku heitir verkið The Actualisation Show og snýst um það hvernig við finnum gildi lífsins þegar það virðist tilgangslaust.“ Þið eruð ekkert á láglendinu þegar þið veljið ykkur viðfangsefni. „Nei, við höfum ekki gaman af að búa til list nema hún hafi innihald og skipti fólk einhverju máli.“
Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira