Forseti Bandaríkjanna heimsótti Flórída eftir storminn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. september 2017 06:00 Donald Trump var með Mike Pence varaforseta í Flórída í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Flórída-ríki í gær en stutt er síðan fellibylurinn Irma gekk yfir ríkið og olli þó nokkru tjóni. Kostaði stormurinn 55 lífið bæði í Bandaríkjunum og á Karíbahafi. Unnið er að því að laga það sem skemmdist í Flórída en enn eru rúmlega fjórar milljónir heimila án rafmagns í ríkinu sem og nærliggjandi ríkjum. Forsetinn þakkaði björgunarfólki og þeim sem komu að því að undirbúa ríkið fyrir hamfarirnar. „Þegar þú hugsar um hversu rosalega öflugur þessi stormur var, og þótt fólk hafi því miður látið lífið, voru það sem betur fer ekki eins margir og óttast hafði verið,“ sagði forsetinn. „Fólk taldi að þúsundir á þúsundir ofan myndu farast en í raun varð talan mun lægri, það sýnir hversu gott starf þið unnuð,“ bætti Trump við og hrósaði einnig viðbrögðum Ricks Scott ríkisstjóra. Hvatti Trump Scott til þess að bjóða sig fram til öldungadeildar þingsins. Hvatning forsetans er athyglisverð í ljósi annarra tíðinda gærdagsins en hann sagðist afar nálægt því að komast að samkomulagi við Demókrata í öldungadeildinni um að vernda unga ólöglega innflytjendur. Þó með því skilyrði að „gífurlega aukið landamæraeftirlit“ yrði hluti af samkomulaginu. „Vill einhver virkilega henda menntuðu og góðu fólki, sem er í vinnu og þjónar sumt hvert í hernum, úr landi? Í alvöru?!“ spurði forsetinn á Twitter í gær. Er það athyglisvert í ljósi þess að í kosningabaráttu hans sagði Trump að til stæði að flytja alla ólöglega innflytjendur úr landi. Trump hefur undanfarið einnig rætt við Demókrata um hjálp við að koma skattabreytingum og fjárlögum í gegn. Scott er Repúblikani en samflokksmenn hans hafa reiðst Trump mikið vegna samstarfsins við Demókrata. Forsetinn er einnig reiður Repúblikönum á þingi fyrir að hafa mistekist að innleiða stefnumál hans. Donald Trump Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Flórída-ríki í gær en stutt er síðan fellibylurinn Irma gekk yfir ríkið og olli þó nokkru tjóni. Kostaði stormurinn 55 lífið bæði í Bandaríkjunum og á Karíbahafi. Unnið er að því að laga það sem skemmdist í Flórída en enn eru rúmlega fjórar milljónir heimila án rafmagns í ríkinu sem og nærliggjandi ríkjum. Forsetinn þakkaði björgunarfólki og þeim sem komu að því að undirbúa ríkið fyrir hamfarirnar. „Þegar þú hugsar um hversu rosalega öflugur þessi stormur var, og þótt fólk hafi því miður látið lífið, voru það sem betur fer ekki eins margir og óttast hafði verið,“ sagði forsetinn. „Fólk taldi að þúsundir á þúsundir ofan myndu farast en í raun varð talan mun lægri, það sýnir hversu gott starf þið unnuð,“ bætti Trump við og hrósaði einnig viðbrögðum Ricks Scott ríkisstjóra. Hvatti Trump Scott til þess að bjóða sig fram til öldungadeildar þingsins. Hvatning forsetans er athyglisverð í ljósi annarra tíðinda gærdagsins en hann sagðist afar nálægt því að komast að samkomulagi við Demókrata í öldungadeildinni um að vernda unga ólöglega innflytjendur. Þó með því skilyrði að „gífurlega aukið landamæraeftirlit“ yrði hluti af samkomulaginu. „Vill einhver virkilega henda menntuðu og góðu fólki, sem er í vinnu og þjónar sumt hvert í hernum, úr landi? Í alvöru?!“ spurði forsetinn á Twitter í gær. Er það athyglisvert í ljósi þess að í kosningabaráttu hans sagði Trump að til stæði að flytja alla ólöglega innflytjendur úr landi. Trump hefur undanfarið einnig rætt við Demókrata um hjálp við að koma skattabreytingum og fjárlögum í gegn. Scott er Repúblikani en samflokksmenn hans hafa reiðst Trump mikið vegna samstarfsins við Demókrata. Forsetinn er einnig reiður Repúblikönum á þingi fyrir að hafa mistekist að innleiða stefnumál hans.
Donald Trump Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira