Ungir jafnaðarmenn mótmæltu á þingpöllunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2017 22:29 Ungir jafnaðarmenn héldu á borða með skilaboðunum "Virðið barnasáttmálann.“ Hér er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, í pontu á Alþingi í kvöld. vísir/ernir Ungir jafnaðarmenn mótmæltu á pöllum Alþingis þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Þeir héldu á borða með skilaboðunum „Virðið barnasáttmálann.“ Í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í kvöld vísa Ungir jafnaðarmenn í mál þeirra Haniye og Mary en þær eru ungar stúlkur á flótta sem vísa á úr landi. Foreldrar þeirra hafa sótt um hæli hér á landi en umsóknunum verið synjað af stjórnvöldum. „Mál stúlknanna tveggja eru langt frá því að vera einsdæmi. Þau draga hins vegar fram á mjög skýran hátt hversu ómannúðleg stefna stjórnvalda í málefnum hælisleitenda er. Stjórnvöld hafa margbrotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við afgreiðslu hælisumsókna og Umboðsmaður barna hefur lýst áhyggjum af því að staða barna sem leita hér alþjóðlegrar verndar sé veik,“ segir í tilkynningu Ungra jafnaðarmanna sem benda jafnframt á að aldrei í sögunni hafi fleiri börn verið á flótta en einmitt nú. „Það er með öllu óásættanlegt að íslensk stjórnvöld beri fyrir sig valkvæða heimild í Dyflinnarreglugerðinni og vísi börnum, sem hingað leita skjóls og verndar, aftur út í óvissu og öryggisleysi. Það er siðferðisleg skylda okkar að taka utan um börn á flótta og veita þeim skjól.“ Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Lögfræðingur feðginanna segir auðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie Ashonie Wilson lögmaður Abrahims og Haniye Maleki telur að það hefði verið brot á jafnræðisreglu ef Útlendingastofnun hefði ekki samþykkt beiðni Ríkislögreglustjóra í dag. 12. september 2017 23:45 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn mótmæltu á pöllum Alþingis þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Þeir héldu á borða með skilaboðunum „Virðið barnasáttmálann.“ Í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í kvöld vísa Ungir jafnaðarmenn í mál þeirra Haniye og Mary en þær eru ungar stúlkur á flótta sem vísa á úr landi. Foreldrar þeirra hafa sótt um hæli hér á landi en umsóknunum verið synjað af stjórnvöldum. „Mál stúlknanna tveggja eru langt frá því að vera einsdæmi. Þau draga hins vegar fram á mjög skýran hátt hversu ómannúðleg stefna stjórnvalda í málefnum hælisleitenda er. Stjórnvöld hafa margbrotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við afgreiðslu hælisumsókna og Umboðsmaður barna hefur lýst áhyggjum af því að staða barna sem leita hér alþjóðlegrar verndar sé veik,“ segir í tilkynningu Ungra jafnaðarmanna sem benda jafnframt á að aldrei í sögunni hafi fleiri börn verið á flótta en einmitt nú. „Það er með öllu óásættanlegt að íslensk stjórnvöld beri fyrir sig valkvæða heimild í Dyflinnarreglugerðinni og vísi börnum, sem hingað leita skjóls og verndar, aftur út í óvissu og öryggisleysi. Það er siðferðisleg skylda okkar að taka utan um börn á flótta og veita þeim skjól.“
Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Lögfræðingur feðginanna segir auðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie Ashonie Wilson lögmaður Abrahims og Haniye Maleki telur að það hefði verið brot á jafnræðisreglu ef Útlendingastofnun hefði ekki samþykkt beiðni Ríkislögreglustjóra í dag. 12. september 2017 23:45 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15
Lögfræðingur feðginanna segir auðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie Ashonie Wilson lögmaður Abrahims og Haniye Maleki telur að það hefði verið brot á jafnræðisreglu ef Útlendingastofnun hefði ekki samþykkt beiðni Ríkislögreglustjóra í dag. 12. september 2017 23:45
Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00