Ungir jafnaðarmenn mótmæltu á þingpöllunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2017 22:29 Ungir jafnaðarmenn héldu á borða með skilaboðunum "Virðið barnasáttmálann.“ Hér er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, í pontu á Alþingi í kvöld. vísir/ernir Ungir jafnaðarmenn mótmæltu á pöllum Alþingis þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Þeir héldu á borða með skilaboðunum „Virðið barnasáttmálann.“ Í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í kvöld vísa Ungir jafnaðarmenn í mál þeirra Haniye og Mary en þær eru ungar stúlkur á flótta sem vísa á úr landi. Foreldrar þeirra hafa sótt um hæli hér á landi en umsóknunum verið synjað af stjórnvöldum. „Mál stúlknanna tveggja eru langt frá því að vera einsdæmi. Þau draga hins vegar fram á mjög skýran hátt hversu ómannúðleg stefna stjórnvalda í málefnum hælisleitenda er. Stjórnvöld hafa margbrotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við afgreiðslu hælisumsókna og Umboðsmaður barna hefur lýst áhyggjum af því að staða barna sem leita hér alþjóðlegrar verndar sé veik,“ segir í tilkynningu Ungra jafnaðarmanna sem benda jafnframt á að aldrei í sögunni hafi fleiri börn verið á flótta en einmitt nú. „Það er með öllu óásættanlegt að íslensk stjórnvöld beri fyrir sig valkvæða heimild í Dyflinnarreglugerðinni og vísi börnum, sem hingað leita skjóls og verndar, aftur út í óvissu og öryggisleysi. Það er siðferðisleg skylda okkar að taka utan um börn á flótta og veita þeim skjól.“ Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Lögfræðingur feðginanna segir auðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie Ashonie Wilson lögmaður Abrahims og Haniye Maleki telur að það hefði verið brot á jafnræðisreglu ef Útlendingastofnun hefði ekki samþykkt beiðni Ríkislögreglustjóra í dag. 12. september 2017 23:45 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn mótmæltu á pöllum Alþingis þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Þeir héldu á borða með skilaboðunum „Virðið barnasáttmálann.“ Í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í kvöld vísa Ungir jafnaðarmenn í mál þeirra Haniye og Mary en þær eru ungar stúlkur á flótta sem vísa á úr landi. Foreldrar þeirra hafa sótt um hæli hér á landi en umsóknunum verið synjað af stjórnvöldum. „Mál stúlknanna tveggja eru langt frá því að vera einsdæmi. Þau draga hins vegar fram á mjög skýran hátt hversu ómannúðleg stefna stjórnvalda í málefnum hælisleitenda er. Stjórnvöld hafa margbrotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við afgreiðslu hælisumsókna og Umboðsmaður barna hefur lýst áhyggjum af því að staða barna sem leita hér alþjóðlegrar verndar sé veik,“ segir í tilkynningu Ungra jafnaðarmanna sem benda jafnframt á að aldrei í sögunni hafi fleiri börn verið á flótta en einmitt nú. „Það er með öllu óásættanlegt að íslensk stjórnvöld beri fyrir sig valkvæða heimild í Dyflinnarreglugerðinni og vísi börnum, sem hingað leita skjóls og verndar, aftur út í óvissu og öryggisleysi. Það er siðferðisleg skylda okkar að taka utan um börn á flótta og veita þeim skjól.“
Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Lögfræðingur feðginanna segir auðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie Ashonie Wilson lögmaður Abrahims og Haniye Maleki telur að það hefði verið brot á jafnræðisreglu ef Útlendingastofnun hefði ekki samþykkt beiðni Ríkislögreglustjóra í dag. 12. september 2017 23:45 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15
Lögfræðingur feðginanna segir auðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie Ashonie Wilson lögmaður Abrahims og Haniye Maleki telur að það hefði verið brot á jafnræðisreglu ef Útlendingastofnun hefði ekki samþykkt beiðni Ríkislögreglustjóra í dag. 12. september 2017 23:45
Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00