Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2017 22:08 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. vísir/ernir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður en Bjarni ræddi stöðuna í þeim í stefnuræðu sinni í kvöld. Sagði hann meðal annars að gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði hér á landi væri þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið væri í raun ónýtt. Í umræðum um stefnuræðuna sagði Logi þetta innlegg Bjarna í kjaraviðræðurnar dapurlegt. „Stéttarfélög og félagsmenn eru skömmuð fyrir að krefjast kjarabóta. Nær væri að forsætisráðherra lærði af hinum Norðurlöndunum: Vinnumarkaðslíkan þeirra byggir ekki eingöngu á efnahagslegum stöðugleika; heldur líka félagslegum. Það mætti ríkisstjórnin að fara að skilja. Á hinum Norðurlöndunum er fjárfesting hins opinbera í velferðar- og menntakerfinu ásamt umbótum í atvinnulífinu stór hluti af sátt á vinnumarkaði: Raunverulegar lausnir í húsnæðismálum, auknar vaxtabætur, ríkari stuðningur við barnafjölskyldur hefðu liðkað fyrir, en í nýjum fjárlögum er þetta því miður allt skorið við nögl,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi hann líka orð Bjarna um aukna skattbyrði hjá þeim lægst launuðustu en forsætisráðherra sagði að ef horft væri á ráðstöfunartekjur sambúðaraðila á lægstu launum þá hefðu þær hækkað um um það bil þriðjung á föstu verðlagi frá árinu 1998. „Hæstvirtur forsætisráðherra bítur þó höfuðið af skömminni þegar hann fullyrðir í ræðunni, að það skipti engu máli að skattbyrði hækki mest á lægstu launin. Almenn velsæld hafi nefnilega aukist svo mikið. Skítt með þótt bilið milli þeirra hæst og lægst launuðu breikki. Það væri kannski ágætis hugmynd að hæstvirtur forsætisráðherra bankaði uppá hjá nokkur þúsund börnum sem líða skort, fólki sem hrekst um á ótryggum húsnæðismarkaði, öryrkjum sem lifa margir á hungur lús eða öldruðum í krappri stöðu. Hann gæti kannski hjálpað þeim að finna, og tína upp brauðmolana, sem falla af veisluborðinu, sem aldrei fyrr.“ Alþingi Tengdar fréttir „Við þurfum að hafa faðminn galopinn“ Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, gerði geðheilbrigðismál að umtalsefni á Alþingi í kvöld. 13. september 2017 21:17 „Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. 13. september 2017 20:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður en Bjarni ræddi stöðuna í þeim í stefnuræðu sinni í kvöld. Sagði hann meðal annars að gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði hér á landi væri þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið væri í raun ónýtt. Í umræðum um stefnuræðuna sagði Logi þetta innlegg Bjarna í kjaraviðræðurnar dapurlegt. „Stéttarfélög og félagsmenn eru skömmuð fyrir að krefjast kjarabóta. Nær væri að forsætisráðherra lærði af hinum Norðurlöndunum: Vinnumarkaðslíkan þeirra byggir ekki eingöngu á efnahagslegum stöðugleika; heldur líka félagslegum. Það mætti ríkisstjórnin að fara að skilja. Á hinum Norðurlöndunum er fjárfesting hins opinbera í velferðar- og menntakerfinu ásamt umbótum í atvinnulífinu stór hluti af sátt á vinnumarkaði: Raunverulegar lausnir í húsnæðismálum, auknar vaxtabætur, ríkari stuðningur við barnafjölskyldur hefðu liðkað fyrir, en í nýjum fjárlögum er þetta því miður allt skorið við nögl,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi hann líka orð Bjarna um aukna skattbyrði hjá þeim lægst launuðustu en forsætisráðherra sagði að ef horft væri á ráðstöfunartekjur sambúðaraðila á lægstu launum þá hefðu þær hækkað um um það bil þriðjung á föstu verðlagi frá árinu 1998. „Hæstvirtur forsætisráðherra bítur þó höfuðið af skömminni þegar hann fullyrðir í ræðunni, að það skipti engu máli að skattbyrði hækki mest á lægstu launin. Almenn velsæld hafi nefnilega aukist svo mikið. Skítt með þótt bilið milli þeirra hæst og lægst launuðu breikki. Það væri kannski ágætis hugmynd að hæstvirtur forsætisráðherra bankaði uppá hjá nokkur þúsund börnum sem líða skort, fólki sem hrekst um á ótryggum húsnæðismarkaði, öryrkjum sem lifa margir á hungur lús eða öldruðum í krappri stöðu. Hann gæti kannski hjálpað þeim að finna, og tína upp brauðmolana, sem falla af veisluborðinu, sem aldrei fyrr.“
Alþingi Tengdar fréttir „Við þurfum að hafa faðminn galopinn“ Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, gerði geðheilbrigðismál að umtalsefni á Alþingi í kvöld. 13. september 2017 21:17 „Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. 13. september 2017 20:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
„Við þurfum að hafa faðminn galopinn“ Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, gerði geðheilbrigðismál að umtalsefni á Alþingi í kvöld. 13. september 2017 21:17
„Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. 13. september 2017 20:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00