Sáttum náð í rifrildinu um apasjálfsmyndirnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. september 2017 18:00 Tvær af sjálfsmyndum Naruto WIKIMEDIA Makakíapinn Naruto tók sjálfsmyndir á myndavél ljósmyndara í skógi í Indónesíu árið 2011. Ekki er vitað hvort þetta hafi verið algjörlega óvart eða hvort apinn hafi gert sér grein fyrir því hvað hann væri að gera. Ljósmyndarinn David Slater átti myndavélina og varð hann frægur fyrir þessar myndir en margir voru ósáttir við notkun hans á myndunum. Síðastliðin ár hefur verið deilt um það hver eigi raunverulega höfundarrétt að myndunum sem Naruto tók af sjálfum sér. Ljósmyndarinn hefur haldið því fram að hann eigi myndina, einhverjum fannst enginn eiga höfundarréttinn, PETA hélt því fram að apinn ætti réttinn að myndinni en aðrir sögðu að dýr gætu ekki átt höfundarrétt á ljósmynd. Myndir sem Naruto tók hafa verið á Wikipedia í langan tíma og hefur hver sem er getað hlaðið þeim niður þaðan. Wikimedia sem standa að baki Wikipedia hafa hingað til neitað að taka út myndirnar þrátt fyrir beiðnir Slater, þar sem að þeirra mati ætti í raun enginn höfundarréttinn að þeim samkvæmt höfundarréttarlögum. Slater fór fram á að myndirnar yrðu fjarlægðar af vefnum þar sem hann hafi orðið fyrir tekjutapi vegna birtinganna og að það hafi kostað sig mikla peninga að að fara í þessa ferð til Indónesíu. XFrægustu sjálfsmynd apans má finna á síðu WikipediaSkjáskotDýraverndunarsamtökin PETA höfðuðu svo mál gegn ljósmyndaranum árið 2015 fyrir hönd apans en myndin hefur verið til sölu á heimasíðu hans í langan tíma, birst í bók hans og víðar. Litlar líkur voru taldar á því í byrjun að málið næði fram að ganga.Aukin lagaleg réttindi fyrir dýr Á mánudaginn náðist þó samkomulag í málinu á milli PETA og ljósmyndarans. David Slater samþykkti að gefa 25 prósent af öllum tekjum af sjálfsmyndum Naruto í framtíðinni, til hópa sem vernda makakíapana í þeirra náttúrulega umhverfi í Indónesíu. Send var út sameiginleg tilkynning um þessa niðurstöðu í sjálfsmyndamálinu. „PETA og David Slater eru sammála um að þetta mál velti upp mikilvægum málum varðandi það að auka lagaleg réttindi fyrir dýr, markmið sem báðir aðilar styðja og munu áfram að vinna að því markmiði.“ Ekki kom fram hvort Slater ætlaði að gefa eitthvað af tekjunum sem hann hefur nú þegar fengið vegna sjálfsmyndanna. Tengdar fréttir Vill skoðun dómstóla á apa „selfie“ Breskur ljósmyndari vill að dómstólar skeri úr um hvort hann eigi höfundarrétt "selfie“ myndar sem api tók á myndavél hans. 8. ágúst 2014 21:06 Höfða mál til að staðfesta eignarrétt apa á „selfies“ PETA samtökin hafa nú bæst í áhugavert eignarréttarmál fyrir bandarískum dómstólum. 24. september 2015 14:17 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Makakíapinn Naruto tók sjálfsmyndir á myndavél ljósmyndara í skógi í Indónesíu árið 2011. Ekki er vitað hvort þetta hafi verið algjörlega óvart eða hvort apinn hafi gert sér grein fyrir því hvað hann væri að gera. Ljósmyndarinn David Slater átti myndavélina og varð hann frægur fyrir þessar myndir en margir voru ósáttir við notkun hans á myndunum. Síðastliðin ár hefur verið deilt um það hver eigi raunverulega höfundarrétt að myndunum sem Naruto tók af sjálfum sér. Ljósmyndarinn hefur haldið því fram að hann eigi myndina, einhverjum fannst enginn eiga höfundarréttinn, PETA hélt því fram að apinn ætti réttinn að myndinni en aðrir sögðu að dýr gætu ekki átt höfundarrétt á ljósmynd. Myndir sem Naruto tók hafa verið á Wikipedia í langan tíma og hefur hver sem er getað hlaðið þeim niður þaðan. Wikimedia sem standa að baki Wikipedia hafa hingað til neitað að taka út myndirnar þrátt fyrir beiðnir Slater, þar sem að þeirra mati ætti í raun enginn höfundarréttinn að þeim samkvæmt höfundarréttarlögum. Slater fór fram á að myndirnar yrðu fjarlægðar af vefnum þar sem hann hafi orðið fyrir tekjutapi vegna birtinganna og að það hafi kostað sig mikla peninga að að fara í þessa ferð til Indónesíu. XFrægustu sjálfsmynd apans má finna á síðu WikipediaSkjáskotDýraverndunarsamtökin PETA höfðuðu svo mál gegn ljósmyndaranum árið 2015 fyrir hönd apans en myndin hefur verið til sölu á heimasíðu hans í langan tíma, birst í bók hans og víðar. Litlar líkur voru taldar á því í byrjun að málið næði fram að ganga.Aukin lagaleg réttindi fyrir dýr Á mánudaginn náðist þó samkomulag í málinu á milli PETA og ljósmyndarans. David Slater samþykkti að gefa 25 prósent af öllum tekjum af sjálfsmyndum Naruto í framtíðinni, til hópa sem vernda makakíapana í þeirra náttúrulega umhverfi í Indónesíu. Send var út sameiginleg tilkynning um þessa niðurstöðu í sjálfsmyndamálinu. „PETA og David Slater eru sammála um að þetta mál velti upp mikilvægum málum varðandi það að auka lagaleg réttindi fyrir dýr, markmið sem báðir aðilar styðja og munu áfram að vinna að því markmiði.“ Ekki kom fram hvort Slater ætlaði að gefa eitthvað af tekjunum sem hann hefur nú þegar fengið vegna sjálfsmyndanna.
Tengdar fréttir Vill skoðun dómstóla á apa „selfie“ Breskur ljósmyndari vill að dómstólar skeri úr um hvort hann eigi höfundarrétt "selfie“ myndar sem api tók á myndavél hans. 8. ágúst 2014 21:06 Höfða mál til að staðfesta eignarrétt apa á „selfies“ PETA samtökin hafa nú bæst í áhugavert eignarréttarmál fyrir bandarískum dómstólum. 24. september 2015 14:17 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Vill skoðun dómstóla á apa „selfie“ Breskur ljósmyndari vill að dómstólar skeri úr um hvort hann eigi höfundarrétt "selfie“ myndar sem api tók á myndavél hans. 8. ágúst 2014 21:06
Höfða mál til að staðfesta eignarrétt apa á „selfies“ PETA samtökin hafa nú bæst í áhugavert eignarréttarmál fyrir bandarískum dómstólum. 24. september 2015 14:17