Tómas á lágu plani Kristinn H. Gunnarsson skrifar 14. september 2017 07:00 Undanfarnar vikur hefur Tómas Guðbjartsson, stundum við annan mann, beitt sér í ræðu og riti gegn virkjun Hvalár í Árneshreppi. Málflutningur hans hefur verið á lágu plani. Hann hefur farið með dylgjur og staðlausa stafi. Fullyrt er í grein hans í Fréttablaðinu frá 30. ágúst að Hvalárvirkjun sé nafn sem er „úlfur í sauðargæru“ því virkjunin hafi stækkað frá því að hún var kynnt almenningi með því að bæta við áformum um að nýta vatn úr Eyvindarfjarðará og „að svo breyttri Hvalárvirkjun hafi verið laumað í gegnum“ Rammaáætlun 2. Fullyrt er í greininni að skort hafi á að almenningur hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar og þess er krafist að úr því verði bætt með nýju umhverfismati. Þarna er dylgjað um óheiðarleika og undirmál. Þeir sem verða fyrir dylgjunum eru framkvæmdaaðilarnir að virkjuninni, verkefnisstjórnin um Rammaáætlun, ráðherrarnir sem lagt hafa málið fyrir Alþingi og alþingismenn. Til þess að lauma röngum virkjunaráformum í gegnum Alþingi þarf samsæri allra þessara aðila. Þrátt fyrir framkomnar áskoranir um rökstuðning hefur Tómas ekki rökstutt mál sitt. Það mun seint verða því fullyrðingarnar eru allar rangar og dylgjurnar tilhæfulausar.Skýrslan frá 2007 Gögnin sem varða Hvalárvirkjun og Rammaáætlun eru öll opinber og eru til frá upphafi. Hver sem er getur kynnt sér þau. Upphafið er í skýrslu Almennu verkfræðistofunnar frá 2007 sem unnin er fyrir Orkustofnun. Þar strax er kynnt að nýting vatns úr Eyvindarfjarðará sé ráðgerð til viðbótar vatni úr Hvalá og Rjúkanda. Þetta er enn svo, þó með jarðgöngum og öðrum breytingum sem ætlaðar eru til þess að draga úr umhverfisáhrifum. Þessi virkjunaráform hafa tvisvar farið í gegn um verkferla Rammaáætlunar og verið kynnt almenningi og umsagnir fengnar frá hverjum þeim sem þær vildi senda. Tvisvar hefur verkefnisstjórnin lagt til að Hvalárvirkjun verði í nýtingarflokki og Alþingi hefur fallist á það í fyrra sinnið ágreiningslaust að því er best verður séð í þingtíðindum, en seinni tillagan að Rammaáætlun er enn til meðferðar á Alþingi. Afl virkjunarinnar hefur aukist. Það var fyrst áætlað 35 MW og 259 GWh en er núna 55 MW og 320 GWh. Það er vegna þess að vatnið er nú talið meira en áður en ekki vegna breytinga á virkjuninni. Bæði verkefnisstjórnin og ráðherra segja breytingar á Hvalárvirkjun óverulegar milli áætlana. Þegar Landvernd gefur umsögn sína um Hvalárvirkjun vitna samtökin í skýrsluna frá 2007 sem sýnir að samtökunum var kunnugt um hana. Enginn sem kemur að málinu tekur undir ásakanir og dylgjur Tómasar. Það var enginn blekktur. Engu var laumað í gegn. Eini úlfurinn í sauðargæru sem orðið hefur vart við er Tómas Guðbjartsson sjálfur. Tímabært er að hann komi undan gærunni og skýri hvað honum gengur til. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur Tómas Guðbjartsson, stundum við annan mann, beitt sér í ræðu og riti gegn virkjun Hvalár í Árneshreppi. Málflutningur hans hefur verið á lágu plani. Hann hefur farið með dylgjur og staðlausa stafi. Fullyrt er í grein hans í Fréttablaðinu frá 30. ágúst að Hvalárvirkjun sé nafn sem er „úlfur í sauðargæru“ því virkjunin hafi stækkað frá því að hún var kynnt almenningi með því að bæta við áformum um að nýta vatn úr Eyvindarfjarðará og „að svo breyttri Hvalárvirkjun hafi verið laumað í gegnum“ Rammaáætlun 2. Fullyrt er í greininni að skort hafi á að almenningur hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar og þess er krafist að úr því verði bætt með nýju umhverfismati. Þarna er dylgjað um óheiðarleika og undirmál. Þeir sem verða fyrir dylgjunum eru framkvæmdaaðilarnir að virkjuninni, verkefnisstjórnin um Rammaáætlun, ráðherrarnir sem lagt hafa málið fyrir Alþingi og alþingismenn. Til þess að lauma röngum virkjunaráformum í gegnum Alþingi þarf samsæri allra þessara aðila. Þrátt fyrir framkomnar áskoranir um rökstuðning hefur Tómas ekki rökstutt mál sitt. Það mun seint verða því fullyrðingarnar eru allar rangar og dylgjurnar tilhæfulausar.Skýrslan frá 2007 Gögnin sem varða Hvalárvirkjun og Rammaáætlun eru öll opinber og eru til frá upphafi. Hver sem er getur kynnt sér þau. Upphafið er í skýrslu Almennu verkfræðistofunnar frá 2007 sem unnin er fyrir Orkustofnun. Þar strax er kynnt að nýting vatns úr Eyvindarfjarðará sé ráðgerð til viðbótar vatni úr Hvalá og Rjúkanda. Þetta er enn svo, þó með jarðgöngum og öðrum breytingum sem ætlaðar eru til þess að draga úr umhverfisáhrifum. Þessi virkjunaráform hafa tvisvar farið í gegn um verkferla Rammaáætlunar og verið kynnt almenningi og umsagnir fengnar frá hverjum þeim sem þær vildi senda. Tvisvar hefur verkefnisstjórnin lagt til að Hvalárvirkjun verði í nýtingarflokki og Alþingi hefur fallist á það í fyrra sinnið ágreiningslaust að því er best verður séð í þingtíðindum, en seinni tillagan að Rammaáætlun er enn til meðferðar á Alþingi. Afl virkjunarinnar hefur aukist. Það var fyrst áætlað 35 MW og 259 GWh en er núna 55 MW og 320 GWh. Það er vegna þess að vatnið er nú talið meira en áður en ekki vegna breytinga á virkjuninni. Bæði verkefnisstjórnin og ráðherra segja breytingar á Hvalárvirkjun óverulegar milli áætlana. Þegar Landvernd gefur umsögn sína um Hvalárvirkjun vitna samtökin í skýrsluna frá 2007 sem sýnir að samtökunum var kunnugt um hana. Enginn sem kemur að málinu tekur undir ásakanir og dylgjur Tómasar. Það var enginn blekktur. Engu var laumað í gegn. Eini úlfurinn í sauðargæru sem orðið hefur vart við er Tómas Guðbjartsson sjálfur. Tímabært er að hann komi undan gærunni og skýri hvað honum gengur til. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar