Stelpurnar í Fram eins og fegurðardrottningar sem gleyma að vinna í grunngildunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2017 10:00 Stefán skammar leikmenn sína í leikhléi í leiknum í gærkvöldi. Vísir/Ernir Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta, var ekki par sáttur við leikmenn sína eftir 24-24 jafnteflið gegn Gróttu í 1. umferð Olísdeildar kvenna í gærkvöldi. Líkti hann leikmönnum sínum við fegurðardrottningar sem væru ekki að vinna í sínum grunngildum. Fram var á heimavelli, ríkjandi Íslandsmeistari auk þess sem liðinu er spáð velgengni í vetur á meðan reiknað hafði verið með Gróttustelpum í neðri hluta deildarinnar. Grótta fékk gullið tækifæri til að tryggja sér óvæntan sigur en Guðrún Ósk Maríasdóttir varði vítakast Lovísu Thompson á lokasekúndunum og tryggði Safamýrarliðinu annað stigið. „Þegar það er búið að segja við fegurðardrottningu alltaf hvað hún er falleg, og hún gleymir að vinna í sínum grunngildum, þá verður hún aldrei kosin fegurðardrottning,“ sagði Stefán í viðtali við RÚV eftir leikinn. Hann var ekki spurður nánar út í það hvaða grunngildi það væri sem fegurðardrottningar þyrftu að hafa í hávegum.Viðtalið má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna er komin í gang aftur og það þýðir bara eitt. Við byrjum að safna gullkornum Stefáns Arnarsonar þjálfara Fram #olisdeildin pic.twitter.com/i8KuHSAijr— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 13, 2017 Stefán vakti athygli í viðtölum í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann líkti leið Framara að Íslandsmeistaratitlinum við kapphlaup upp á efstu hæð í níu hæða blokk. Í viðtölum eftir hvern leik staðsetti hann liðið í blokkinni á leið upp stigann. Hvort Stefán ætli að vinna frekar með dæmisögur af fegurðardrottningum í vetur á eftir að koma í ljós.Að neðan má sjá myndasyrpu úr leiknum. Ýta þarf á örvarnar til að fletta í tölvu eða draga myndirnar í snjallsíma. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Óvænt á Selfossi Selfoss vann óvæntan sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 32-31, þegar liðin mættust í Vallaskóla á Selfossi í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 12. september 2017 22:11 Guðrún Ósk bjargaði stigi fyrir Íslandsmeistarana | Myndir Fram fékk Gróttu í heimsókn í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Leikar fóru 24-24. 12. september 2017 21:57 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta, var ekki par sáttur við leikmenn sína eftir 24-24 jafnteflið gegn Gróttu í 1. umferð Olísdeildar kvenna í gærkvöldi. Líkti hann leikmönnum sínum við fegurðardrottningar sem væru ekki að vinna í sínum grunngildum. Fram var á heimavelli, ríkjandi Íslandsmeistari auk þess sem liðinu er spáð velgengni í vetur á meðan reiknað hafði verið með Gróttustelpum í neðri hluta deildarinnar. Grótta fékk gullið tækifæri til að tryggja sér óvæntan sigur en Guðrún Ósk Maríasdóttir varði vítakast Lovísu Thompson á lokasekúndunum og tryggði Safamýrarliðinu annað stigið. „Þegar það er búið að segja við fegurðardrottningu alltaf hvað hún er falleg, og hún gleymir að vinna í sínum grunngildum, þá verður hún aldrei kosin fegurðardrottning,“ sagði Stefán í viðtali við RÚV eftir leikinn. Hann var ekki spurður nánar út í það hvaða grunngildi það væri sem fegurðardrottningar þyrftu að hafa í hávegum.Viðtalið má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna er komin í gang aftur og það þýðir bara eitt. Við byrjum að safna gullkornum Stefáns Arnarsonar þjálfara Fram #olisdeildin pic.twitter.com/i8KuHSAijr— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 13, 2017 Stefán vakti athygli í viðtölum í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann líkti leið Framara að Íslandsmeistaratitlinum við kapphlaup upp á efstu hæð í níu hæða blokk. Í viðtölum eftir hvern leik staðsetti hann liðið í blokkinni á leið upp stigann. Hvort Stefán ætli að vinna frekar með dæmisögur af fegurðardrottningum í vetur á eftir að koma í ljós.Að neðan má sjá myndasyrpu úr leiknum. Ýta þarf á örvarnar til að fletta í tölvu eða draga myndirnar í snjallsíma. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Óvænt á Selfossi Selfoss vann óvæntan sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 32-31, þegar liðin mættust í Vallaskóla á Selfossi í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 12. september 2017 22:11 Guðrún Ósk bjargaði stigi fyrir Íslandsmeistarana | Myndir Fram fékk Gróttu í heimsókn í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Leikar fóru 24-24. 12. september 2017 21:57 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Óvænt á Selfossi Selfoss vann óvæntan sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 32-31, þegar liðin mættust í Vallaskóla á Selfossi í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 12. september 2017 22:11
Guðrún Ósk bjargaði stigi fyrir Íslandsmeistarana | Myndir Fram fékk Gróttu í heimsókn í 1. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Leikar fóru 24-24. 12. september 2017 21:57