Björgvin Páll nýtur lífsins á Íslandi: Vinnur með krökkum með fjölþættan vanda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2017 19:30 Björgvin Páll Gústavsson varði 18 skot, eða tæpan helming þeirra skota sem hann fékk á sig, þegar Haukar unnu ÍR, 21-19, í 1. umferð Olís-deildar karla í gær. Þetta var fyrsti leikur Björgvins í Olís-deildinni síðan 2008. Landsliðsmarkvörðurinn nýtur þess að vera kominn heim. Hann er með mörg járn í eldinum en auk þess að spila með Haukum er Björgvin í tveimur vinnum. „Ég er glaður að vera kominn heim og í íslenska boltann. Það sem er að gerast í kringum hann er æðislegt,“ sagði Björgvin í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann finnur sig betur hérna heima en í Þýskalandi þar sem hann spilaði lengi. „Mér finnst þetta skemmtilegra. Það er miklu meiri ástríða og menn eru að gera þetta fyrir allt önnur gildi,“ sagði Björgvin sem segist ekki sakna Þýskalands. „Í rauninni ekki. Ég væri að ljúga ef ég segði já. Ég var búinn að sakna Íslands í níu ár og er loksins kominn heim. Ég kem heim á góðum aldri og get látið til mín taka í atvinnulífinu og boltanum.“ Eins og áður sagði er Björgvin upptekinn maður, enda í tveimur vinnum. „Ég er markaðsstjóri hjá fyrirtæki sem heitir TMARK og svo er ég að vinna í Vinakoti sem er úrræði fyrir krakka með fjölþættan vanda,“ sagði Björgvin. „Ég er að vinna með krökkum sem voru í sömu sporum og ég þegar ég var yngri. Handboltinn bjargaði mér en það hafa ekki allir handboltann eða sportið. Það þarf að finna hvað krökkunum finnst gaman, nýta það og gera þá að sterkari einstaklingum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll: Í fyrsta skipti í langan tíma er ég stressaður fyrir leik "Þetta er sigur. Þetta var erfiður sigur, en við vorum með þá allan leikinn þó við misstum þetta í tæpan leik í restina,” sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, í samtali við Vísi í leikslok eftir tveggja marka sigur Hauka á ÍR í fyrstu umferð Olís-deildar karla. 11. september 2017 20:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍR 21-19 | Björgvin Páll öflugur í sigri Hauka Haukar eru komnir á blað í Olís-deild karla eftir nokkuð dramatískan tveggja marka sigur á ÍR á heimavelli í fyrstu umferðinni að Ásvöllum í kvöld, en lokatölur 21-19. Staðan í hálfleik var 13-9, Haukum í vil. 11. september 2017 20:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson varði 18 skot, eða tæpan helming þeirra skota sem hann fékk á sig, þegar Haukar unnu ÍR, 21-19, í 1. umferð Olís-deildar karla í gær. Þetta var fyrsti leikur Björgvins í Olís-deildinni síðan 2008. Landsliðsmarkvörðurinn nýtur þess að vera kominn heim. Hann er með mörg járn í eldinum en auk þess að spila með Haukum er Björgvin í tveimur vinnum. „Ég er glaður að vera kominn heim og í íslenska boltann. Það sem er að gerast í kringum hann er æðislegt,“ sagði Björgvin í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann finnur sig betur hérna heima en í Þýskalandi þar sem hann spilaði lengi. „Mér finnst þetta skemmtilegra. Það er miklu meiri ástríða og menn eru að gera þetta fyrir allt önnur gildi,“ sagði Björgvin sem segist ekki sakna Þýskalands. „Í rauninni ekki. Ég væri að ljúga ef ég segði já. Ég var búinn að sakna Íslands í níu ár og er loksins kominn heim. Ég kem heim á góðum aldri og get látið til mín taka í atvinnulífinu og boltanum.“ Eins og áður sagði er Björgvin upptekinn maður, enda í tveimur vinnum. „Ég er markaðsstjóri hjá fyrirtæki sem heitir TMARK og svo er ég að vinna í Vinakoti sem er úrræði fyrir krakka með fjölþættan vanda,“ sagði Björgvin. „Ég er að vinna með krökkum sem voru í sömu sporum og ég þegar ég var yngri. Handboltinn bjargaði mér en það hafa ekki allir handboltann eða sportið. Það þarf að finna hvað krökkunum finnst gaman, nýta það og gera þá að sterkari einstaklingum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll: Í fyrsta skipti í langan tíma er ég stressaður fyrir leik "Þetta er sigur. Þetta var erfiður sigur, en við vorum með þá allan leikinn þó við misstum þetta í tæpan leik í restina,” sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, í samtali við Vísi í leikslok eftir tveggja marka sigur Hauka á ÍR í fyrstu umferð Olís-deildar karla. 11. september 2017 20:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍR 21-19 | Björgvin Páll öflugur í sigri Hauka Haukar eru komnir á blað í Olís-deild karla eftir nokkuð dramatískan tveggja marka sigur á ÍR á heimavelli í fyrstu umferðinni að Ásvöllum í kvöld, en lokatölur 21-19. Staðan í hálfleik var 13-9, Haukum í vil. 11. september 2017 20:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Sjá meira
Björgvin Páll: Í fyrsta skipti í langan tíma er ég stressaður fyrir leik "Þetta er sigur. Þetta var erfiður sigur, en við vorum með þá allan leikinn þó við misstum þetta í tæpan leik í restina,” sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, í samtali við Vísi í leikslok eftir tveggja marka sigur Hauka á ÍR í fyrstu umferð Olís-deildar karla. 11. september 2017 20:08
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍR 21-19 | Björgvin Páll öflugur í sigri Hauka Haukar eru komnir á blað í Olís-deild karla eftir nokkuð dramatískan tveggja marka sigur á ÍR á heimavelli í fyrstu umferðinni að Ásvöllum í kvöld, en lokatölur 21-19. Staðan í hálfleik var 13-9, Haukum í vil. 11. september 2017 20:00
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn