Slökkvililið höfuðborgarsvæðiðsins var kallað út um klukkan tíu í morgun til að glíma við talsverðan vatnsleka í kjallara Breiðholtslaugar.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið að stöðva lekann og stendur þurrkunarstarf nú yfir. Nam vatnshæðin um hálfum metra í kjallaranum.
Orkuveita Reykjavíkur aðstoðaði við að stöðva lekann sem varð vegna bilunar í inntaki á kalda vatninu.
Mikill vatnsleki í Breiðholtslaug
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið


Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


Björguðu dreng úr gjótu
Innlent



„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent



Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent