Málið afar þungbært fyrir fjölskyldu Sanitu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. september 2017 20:45 Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi. Samkvæmt ættingjum Sanitu áttu hún og maðurinn ekki í neins konar ástarsambandi eins og áður hafði komið fram í fjölmiðlum. Maðurinn hafi verið ósáttur við að Sanita sýndi honum ekki áhuga eftir að þau höfðu talast við á netinu. Sanita var frá Lettlandi og var 44 ára gömul. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum 15 til 25 ára, en þau eru búsett í Lettlandi. Hún var menntaður kennari og lét á fiðlu. Sanita hafði starfað hér á landi í á annað ár á hótelum. Nú síðast á íbúðahóteli í Reykjavík ásamt þeim Höllu Guðrúnu og Melkorku - sem lýsa henni sem jákvæðri konu í blóma lífsins. „Þetta var vissulega mikið sjokk, hún var svo indæl og frábær kona og eins og við höfum minnst á áður þá spilaði hún svo mikilvægt hlutverk innan teymisins og að tengja svona hrikalegan atburð við svona indæla konu það nær ekki saman,“ segir Melkorka.Frá vettvangi á Hagamel fyrir viku.Vísir/KTDÞær segja málið afar þungbært fyrir aðstandendur Sanitu – sem búa í Lettlandi. „Sem betur fer höfum við getað verið í góðum samskiptum við þau og þau hafa fengið góð ráð hjá lögmanni og lögreglunni og öðru slíku,“ segir Halla Guðrún. Stofnaður hefur verið styrkarreikningu fyrir fjölskylduna til að auðvelda þeim að koma til landsins. Þær segja að Sanita hafi margoft talað um fjölskyldu sína í Lettlandi. „Hún átti að vera að fara í mánaðarfrí á sunnudaginn síðasta þar sem hún átti að fagna bæði afmæli föður síns og dóttur sinnar sem gerir þetta líka bara mjög erfitt, að vita til þess að hún hafi ekki náð því,“ segir Melkorka.Vinir Sanitu lýsa henni sem jákvæðri og brosmildri konu.Halla Guðrún og Melkorka segja að fjölskylda Sanitu vilji að hennar sé minnst sem hjartahlýju og brosmildu konunnar sem hún var. „Jákvæð er örugglega fyrsta orðið sem kemur í hugann. Það er örugglega lýsingarorð númer eitt, tvö og þrjú sem ég myndi nota til að lýsa Sanitu með. Hún spurði fólk hvernig það hafði það, hún hafði einlægan áhuga á því hvað aðrir voru að gera og höfðu að segja. Við viljum að fólk viti það að hún var þessi manneskja,“ segir Halla Guðrún. Íslenska ríkið hefur boðið fjölskyldu Sanitu lögfræðing sem aðstoðar þau við öll mál á Íslandi. Lögfræðingurinn hefur stofnað reikning í nafni lögmannsstofunnar en allt fé sem kann að berast á reikninginn mun fara óskipt til barna Sanitu. Að sögn lögmannsins munu styrkjunum vera varið í það að styrkja fjölskyldu Sanitu til að komast til landsins og einnig í útfararkostnað og annan tilfallandi kostnað sem tengist málinu.Reikningsnúmerið er 0140-26-001053 og kennitala lögmannsstofunnar er 670812-1540. Manndráp á Hagamel Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi. Samkvæmt ættingjum Sanitu áttu hún og maðurinn ekki í neins konar ástarsambandi eins og áður hafði komið fram í fjölmiðlum. Maðurinn hafi verið ósáttur við að Sanita sýndi honum ekki áhuga eftir að þau höfðu talast við á netinu. Sanita var frá Lettlandi og var 44 ára gömul. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum 15 til 25 ára, en þau eru búsett í Lettlandi. Hún var menntaður kennari og lét á fiðlu. Sanita hafði starfað hér á landi í á annað ár á hótelum. Nú síðast á íbúðahóteli í Reykjavík ásamt þeim Höllu Guðrúnu og Melkorku - sem lýsa henni sem jákvæðri konu í blóma lífsins. „Þetta var vissulega mikið sjokk, hún var svo indæl og frábær kona og eins og við höfum minnst á áður þá spilaði hún svo mikilvægt hlutverk innan teymisins og að tengja svona hrikalegan atburð við svona indæla konu það nær ekki saman,“ segir Melkorka.Frá vettvangi á Hagamel fyrir viku.Vísir/KTDÞær segja málið afar þungbært fyrir aðstandendur Sanitu – sem búa í Lettlandi. „Sem betur fer höfum við getað verið í góðum samskiptum við þau og þau hafa fengið góð ráð hjá lögmanni og lögreglunni og öðru slíku,“ segir Halla Guðrún. Stofnaður hefur verið styrkarreikningu fyrir fjölskylduna til að auðvelda þeim að koma til landsins. Þær segja að Sanita hafi margoft talað um fjölskyldu sína í Lettlandi. „Hún átti að vera að fara í mánaðarfrí á sunnudaginn síðasta þar sem hún átti að fagna bæði afmæli föður síns og dóttur sinnar sem gerir þetta líka bara mjög erfitt, að vita til þess að hún hafi ekki náð því,“ segir Melkorka.Vinir Sanitu lýsa henni sem jákvæðri og brosmildri konu.Halla Guðrún og Melkorka segja að fjölskylda Sanitu vilji að hennar sé minnst sem hjartahlýju og brosmildu konunnar sem hún var. „Jákvæð er örugglega fyrsta orðið sem kemur í hugann. Það er örugglega lýsingarorð númer eitt, tvö og þrjú sem ég myndi nota til að lýsa Sanitu með. Hún spurði fólk hvernig það hafði það, hún hafði einlægan áhuga á því hvað aðrir voru að gera og höfðu að segja. Við viljum að fólk viti það að hún var þessi manneskja,“ segir Halla Guðrún. Íslenska ríkið hefur boðið fjölskyldu Sanitu lögfræðing sem aðstoðar þau við öll mál á Íslandi. Lögfræðingurinn hefur stofnað reikning í nafni lögmannsstofunnar en allt fé sem kann að berast á reikninginn mun fara óskipt til barna Sanitu. Að sögn lögmannsins munu styrkjunum vera varið í það að styrkja fjölskyldu Sanitu til að komast til landsins og einnig í útfararkostnað og annan tilfallandi kostnað sem tengist málinu.Reikningsnúmerið er 0140-26-001053 og kennitala lögmannsstofunnar er 670812-1540.
Manndráp á Hagamel Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira