Skotsilfur Markaðarins: Stokkað upp í Samtökum iðnaðarins Ritstjórn Markaðarins skrifar 29. september 2017 14:00 Sigurður Hannesson var ekki lengi að láta til sín taka hjá Samtökum iðnaðarins (SI). Tæplega tveimur mánuðum eftir að Sigurður tók við starfi framkvæmdastjóra hefur hann hrundið af stað verulegum skipulags- og áherslubreytingum í starfsemi samtakanna. Allir sem til þekkja vita að þær voru nauðsynlegar – og þó fyrr hefði verið. Breytingar hafa orðið á starfsliði SI vegna þessa og talsvert af nýju fólki mun bætast við á næstunni í stað þeirra sem eru á útleið. Með þessu þykir Sigurður hafa sýnt að hann muni láta verkin tala og ekki veigra sér við að taka erfiðar ákvarðanir í því skyni að styrkja samtökin.Minnka hlut sinn Litlar breytingar urðu á hluthafahópi Kviku eftir að hlutafé bankans var aukið um daginn. Eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu Guðnýjar, Eggerts, Halldórs og Gunnars Þórs Gíslabarna, minnkaði hlut sinn í bankanum úr 5 í 4,12 prósent, en fyrr í sumar seldi félagið 3,3 prósenta hlut til Hjörleifs Jakobssonar, fjárfestis og fyrrverandi stjórnarmanns í Kaupþingi. Þá bætti VÍS lítillega við hlut sinn í bankanum og á nú 25,11 prósenta hlut og er sem fyrr stærsti hluthafi Kviku. Eftirlitsstjórnvöld lögðu nýverið blessun sína yfir kaup Kviku á Virðingu.Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu.Ekki norður Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, þvertók fyrir það á fjármálaþingi Íslandsbanka í gær að heildsölurisinn hefði hug á því að opna verslun á Akureyri. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi síðustu vikur um að Costco sé að íhuga að opna verslun nyrðra og var Pappas sérstaklega spurður út í þennan orðróm. Hann tók fram að markaðurinn á Akureyri væri afar smár í sniðum og eins og sakir stæðu væru afar litlar líkur á því að Costco legði leið sína þangað. Fyrirtækið myndi frekar skoða aðrar leiðir til þess að koma vörum sínum til Akureyrar.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Sigurður Hannesson var ekki lengi að láta til sín taka hjá Samtökum iðnaðarins (SI). Tæplega tveimur mánuðum eftir að Sigurður tók við starfi framkvæmdastjóra hefur hann hrundið af stað verulegum skipulags- og áherslubreytingum í starfsemi samtakanna. Allir sem til þekkja vita að þær voru nauðsynlegar – og þó fyrr hefði verið. Breytingar hafa orðið á starfsliði SI vegna þessa og talsvert af nýju fólki mun bætast við á næstunni í stað þeirra sem eru á útleið. Með þessu þykir Sigurður hafa sýnt að hann muni láta verkin tala og ekki veigra sér við að taka erfiðar ákvarðanir í því skyni að styrkja samtökin.Minnka hlut sinn Litlar breytingar urðu á hluthafahópi Kviku eftir að hlutafé bankans var aukið um daginn. Eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu Guðnýjar, Eggerts, Halldórs og Gunnars Þórs Gíslabarna, minnkaði hlut sinn í bankanum úr 5 í 4,12 prósent, en fyrr í sumar seldi félagið 3,3 prósenta hlut til Hjörleifs Jakobssonar, fjárfestis og fyrrverandi stjórnarmanns í Kaupþingi. Þá bætti VÍS lítillega við hlut sinn í bankanum og á nú 25,11 prósenta hlut og er sem fyrr stærsti hluthafi Kviku. Eftirlitsstjórnvöld lögðu nýverið blessun sína yfir kaup Kviku á Virðingu.Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu.Ekki norður Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, þvertók fyrir það á fjármálaþingi Íslandsbanka í gær að heildsölurisinn hefði hug á því að opna verslun á Akureyri. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi síðustu vikur um að Costco sé að íhuga að opna verslun nyrðra og var Pappas sérstaklega spurður út í þennan orðróm. Hann tók fram að markaðurinn á Akureyri væri afar smár í sniðum og eins og sakir stæðu væru afar litlar líkur á því að Costco legði leið sína þangað. Fyrirtækið myndi frekar skoða aðrar leiðir til þess að koma vörum sínum til Akureyrar.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira