Lífið

Beyonce syngur á frönsku og spænsku í nýju lagi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Um er að ræða fyrsta lag Beyonce eftir að hún átti tvíbura fyrr á þessu ári.
Um er að ræða fyrsta lag Beyonce eftir að hún átti tvíbura fyrr á þessu ári. Vísir/Getty
Fyrsta lag Beyonce eftir að hún átti tvíbura fyrr á þessu ári rataði á netið í gær. Um er að ræða nýja útgáfu af laginu Mi Gente sem gefið er út til styrktar uppbyggingu í Karíbahafinu og Mexíkó eftir að fellibylirnir Irma og María, sem og öflugir jarðskjálftar, gengu þar yfir í upphafi september

Í laginu, sem upphaflega var flutt af J Baldvin og Willy William og heyra má hér að neðan, syngur Beyonce á ensku, spænsku og frönsku.

Á Instragram-síðu sinni segir söngkonan að allur ágóðinn af sölu lagsins muni renna óskiptur til neyðaraðstoðar í Mexíkó, Púertó Ríkó og á öðrum eyjum Karíbahafsins.

Rúmlega 100 þúsund manns höfðu hlustað á lagið fyrsta hálftímann eftir að það rataði á Youtube í gær. Það er nú komið með næstum 1.3 millljón áhorf.

Í laginu syngur Beyonce til fórnarlamba jarðskjálftanna og fellibylanna. „Lift up your people/ From Texas to Puerto Rico/ Dem islands to Mexico.“ Þá syngur hún jafnframt um eigin tilfinningar og minnist á það hvað hún er frábær. „I can be a beast or I can give you emotion / But please don't question my devotion / I been giving birth on these haters 'cause I'm fertile."

Mi Gente (Fólkið mitt) er nú þegar orðinn smellur um víða veröld og er til að mynda eitt af fimm vinsælustu lögum Bretlands þessa stundina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×