Manndráp á Melunum: Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 15:17 Frá vettvangi á Hagamel í síðustu viku. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið dauða Sanitu Brauna síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðastliðinn föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður leiddur fyrir dómara á ný á morgun þegar það varðhald rennur út. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við Vísi ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á varðhald nú á grundvelli almannahagsmuna eða rannsóknarhagsmuna. Einar segir manninn hafa verið yfirheyrðan nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi það ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök. Aðspurður segir Einar að rannsókn lögreglu sé þokkalega á veg komin og að atburðarásin síðasta fimmtudagskvöld sé nokkuð skýr. Hins vegar sé enn töluvert eftir í rannsókninni þar sem niðurstaða tæknideildar liggi til að mynda ekki fyrir. Talið er að vopni eða áhaldi hafi verið beitt í árásinni en lögreglan hefur ekki viljað gefa upp um hver skonar vopn var að ræða. Lögreglan var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hagamel síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar hafði kona orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á heimili sínu. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Tveir menn voru handteknir á vettvangi en öðrum var sleppt daginn eftir. Er hann ekki talinn tengjast málinu. Hinn maðurinn sem enn er í haldi og hin látna höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09 Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið dauða Sanitu Brauna síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðastliðinn föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður leiddur fyrir dómara á ný á morgun þegar það varðhald rennur út. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við Vísi ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á varðhald nú á grundvelli almannahagsmuna eða rannsóknarhagsmuna. Einar segir manninn hafa verið yfirheyrðan nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi það ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök. Aðspurður segir Einar að rannsókn lögreglu sé þokkalega á veg komin og að atburðarásin síðasta fimmtudagskvöld sé nokkuð skýr. Hins vegar sé enn töluvert eftir í rannsókninni þar sem niðurstaða tæknideildar liggi til að mynda ekki fyrir. Talið er að vopni eða áhaldi hafi verið beitt í árásinni en lögreglan hefur ekki viljað gefa upp um hver skonar vopn var að ræða. Lögreglan var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hagamel síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar hafði kona orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á heimili sínu. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Tveir menn voru handteknir á vettvangi en öðrum var sleppt daginn eftir. Er hann ekki talinn tengjast málinu. Hinn maðurinn sem enn er í haldi og hin látna höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09 Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09
Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00
Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32