Sjentilmenni og sýnimennska Tómas Valgeirsson skrifar 28. september 2017 10:30 Kingsman-framhaldið stendur forvera sínum nokkuð langt að baki en er ágætis afþreying ef ekki eru gerðar of miklar kröfur. Kingsman: The Golden Circle Leikstjóri: Matthew Vaughn Framleiðendur: Matthew Vaughn, David Reid Handrit: Matthew Vaughn, Jane Goldman Aðalhlutverk: Taron Egerton, Colin Firth, Julianne Moore, Pedro Pascal „Meira þýðir meira“ er hugarfar sem ríkir í flestum stórum framhaldsmyndum. Það er heldur ekkert auðvelt verk að útbúa framhald sem gefur áhorfendum vænan skammt af því sem þeir kunnu að meta í síðustu umferð, en þá án þess að endurgera gömlu formúluna, og bjóða upp á eitthvað nýtt og spennandi á sama tíma. Venjulega er skammturinn af öllu einfaldlega tvöfaldaður og vonast til þess að afraksturinn verði helmingi skemmtilegri. Fyrri Kingsman-myndin kom ljómandi skemmtilega á óvart; hún var hnyttin, skörp og hressandi smekkleysa en ekki laus við sál eða ferskleika. Leikstjóranum tókst afbragðs vel að taka nýstárlegan snúning á gömlu Bond-uppskriftirnar (sérstaklega ef um er að ræða myndirnar frá Roger Moore-tímabilinu) og gekk myndin bæði upp sem skopstæling og hylling slíkra. Leikstjórinn náði í kaupbæti að framkvæma hið ómögulega, með því að sýna að Colin Firth, herra Darcy sjálfur, gæti verið eitursvöl hasarhetja með meiru. Forverinn var ósköp áreynslulaus en töluvert meiri rembingur er í framhaldinu. Kingsman: The Golden Circle fellur strax í þá gryfju að vera ofhlaðin og virðist sem öllu hafi verið tjaldað til með því hugarfari að toppa fyrri myndina. Það tekst eitthvað brösuglega og þegar upp er staðið er óskaplega lítið sem slær út hápunkta síðustu lotu. Auk þess er The Golden Circle alltof löng, alltof heimskuleg, sundurlaus, bjánaleg á tíðum og stöku sinnum pínlega ófyndin, en á sinn ósmekklega máta er eitthvað saklaust skemmtanagildi að finna innan um alla sýnimennskuna. Hér er það mestmegnis eðalhópi leikara að þakka og er allt útlit fyrir að helstu leikendur hafi skemmt sér konunglega, og þegar kátínan smitast svona út fyrir bíótjaldið er erfitt að taka ekki þátt. Um Kingsman: The Golden Circle má svo sannarlega segja margt, en leiðinleg er myndin svo sannarlega ekki. Taron Egerton sannar sig áfram sem hörkutraustur í aðalhlutverkinu sem ofurnjósnarinn Eggsy, sem hefur þroskast mikið frá því að hann var vandræðagemlingur úr fátækrahverfi. Nú er hann orðinn formlegur arftaki njósnarans Galahads (Firths), sem lést í fyrri kaflanum, og nú taka við nýjar áskoranir. Í upphafi sögunnar kemur í ljós að athyglissjúkur eiturlyfjabarón vill útrýma Kingsman-leyniþjónustunni eins og hún leggur sig, en það er aðeins fyrsta skrefið í áformunum um að valda usla á heimsvísu, verði ekki tekið upp á því að lögleiða eiturlyf hið snarasta. Eftirlifandi meðlimir leyniþjónustunnar og bandarískir „frændur“ þeirra, nefndir Statesmen, verða að snúa bökum saman. Eins og þetta sé ekki allt nægur hausverkur fyrir Eggsy þarf hann líka að gæta að því að sambandið við kærustuna hrynji ekki í sundur og um leið reyna að glíma við endurlífgaðan, minnislausan læriföður sinn. Um leið og áhorfandinn kemst yfir þá aulalegu ákvörðun handritshöfunda að endurlífga Firth – og hvernig því var háttað – fylgir manninum fjörug og hugguleg nærvera sem hefur miklu við heildina að bæta. Hanna Alström er sömuleiðis pínu heillandi sem Tilde, erfðaprinsessa Svíþjóðar sem gaf Eggsy hjarta sitt (jú, jú, segjum það) undir lok fyrstu myndarinnar og er nú orðin að kærustu hans. Þetta er krúttlegt samband sem gefur myndinni bæði meiri hlýju og eykur klisjuskammtinn óþarflega, en hvorki sambandið né hlýjan virðast smella við mynd sem er nú þegar úttroðin af bitlausum og áttavilltum söguþræði. Það er óneitanlega galli við báðar Kingsman-myndirnar að höfundar virðast lítið vita hvað á að gera við kvenpersónurnar og þetta stigmagnast í framhaldinu. Julianne Moore er undantekning og er hrein dásemd að fylgjast með henni í hlutverki minnisstæðs skúrks. Því miður fær leikkonan samt ekki nóg að gera og sérstaklega í seinni hluta framvindunnar. En Moore leikur sér að persónu sinni af mikilli list og finnur leið til þess að gera snarbilaða skúrkinn furðulega lokkandi. Svo er það Jeff Bridges, mótleikari Moore úr The Big Lebowski (og reyndar líka viðbjóðnum The Seventh Son), en hann lætur vel um sig fara en gerir sama og ekkert (en þó meira en aðrir gæðaleikarar á borð við Michael Gambon og Emily Watson, sem eru einungis til skrauts). Channing Tatum dúkkar upp í uppstækkuðu gestahlutverki en er síðan settur á ís þangað til kemur að næsta framhaldi – vænti ég. Halle Berry gerir heldur ekki nóg við sinn tíma, sem er fúlt því hún er einn besti karakterinn og skondin hliðstæða við persónu Marks Strong. Ef Firth var senuþjófur fyrri myndarinnar þá er það Strong sem eignar sér þessa og lætur hæst í honum. Narcos-leikarinn Pedro Pascal kemur einnig ágætlega út sem Kanakúrekinn Whiskey. Aðkoma söngvarans Eltons John er síðan vægast sagt kostuleg. Brandarinn þynnist fljótt út en hversu langt er gengið með hann er eiginlega bara fullsúrt til að glotta ekki yfir. Satt að segja kemur mest á óvart að hann gegni stærra hlutverki í söguþræðinum en Tatum og Bridges. Leikstjóranum Matthew Vaughn tekst yfirleitt vel að halda jafnvægi á milli hasars og persóna. Hann tekur hvoruga Kingsman-myndina alvarlega hvað tóninn varðar en virðist samt gera það þegar kemur að dýnamík og samböndum persóna, sem er jákvætt. Vaughn hefur hins vegar aðeins of marga bolta á lofti með The Golden Circle og er himinn og haf á milli gæða handrita myndanna og samfélagsádeilan í seinni myndinni er merkilega aum. En litríkur og hugmyndaríkur hasar ásamt sæmilega stemmdri smekkleysu sér annars um að tryggja það að glápið sé rétt svo þess virði.Niðurstaða: Kingsman-framhaldið stendur forvera sínum nokkuð langt að baki en er ágætis afþreying ef ekki eru gerðar of miklar kröfur. Bíó og sjónvarp Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kingsman: The Golden Circle Leikstjóri: Matthew Vaughn Framleiðendur: Matthew Vaughn, David Reid Handrit: Matthew Vaughn, Jane Goldman Aðalhlutverk: Taron Egerton, Colin Firth, Julianne Moore, Pedro Pascal „Meira þýðir meira“ er hugarfar sem ríkir í flestum stórum framhaldsmyndum. Það er heldur ekkert auðvelt verk að útbúa framhald sem gefur áhorfendum vænan skammt af því sem þeir kunnu að meta í síðustu umferð, en þá án þess að endurgera gömlu formúluna, og bjóða upp á eitthvað nýtt og spennandi á sama tíma. Venjulega er skammturinn af öllu einfaldlega tvöfaldaður og vonast til þess að afraksturinn verði helmingi skemmtilegri. Fyrri Kingsman-myndin kom ljómandi skemmtilega á óvart; hún var hnyttin, skörp og hressandi smekkleysa en ekki laus við sál eða ferskleika. Leikstjóranum tókst afbragðs vel að taka nýstárlegan snúning á gömlu Bond-uppskriftirnar (sérstaklega ef um er að ræða myndirnar frá Roger Moore-tímabilinu) og gekk myndin bæði upp sem skopstæling og hylling slíkra. Leikstjórinn náði í kaupbæti að framkvæma hið ómögulega, með því að sýna að Colin Firth, herra Darcy sjálfur, gæti verið eitursvöl hasarhetja með meiru. Forverinn var ósköp áreynslulaus en töluvert meiri rembingur er í framhaldinu. Kingsman: The Golden Circle fellur strax í þá gryfju að vera ofhlaðin og virðist sem öllu hafi verið tjaldað til með því hugarfari að toppa fyrri myndina. Það tekst eitthvað brösuglega og þegar upp er staðið er óskaplega lítið sem slær út hápunkta síðustu lotu. Auk þess er The Golden Circle alltof löng, alltof heimskuleg, sundurlaus, bjánaleg á tíðum og stöku sinnum pínlega ófyndin, en á sinn ósmekklega máta er eitthvað saklaust skemmtanagildi að finna innan um alla sýnimennskuna. Hér er það mestmegnis eðalhópi leikara að þakka og er allt útlit fyrir að helstu leikendur hafi skemmt sér konunglega, og þegar kátínan smitast svona út fyrir bíótjaldið er erfitt að taka ekki þátt. Um Kingsman: The Golden Circle má svo sannarlega segja margt, en leiðinleg er myndin svo sannarlega ekki. Taron Egerton sannar sig áfram sem hörkutraustur í aðalhlutverkinu sem ofurnjósnarinn Eggsy, sem hefur þroskast mikið frá því að hann var vandræðagemlingur úr fátækrahverfi. Nú er hann orðinn formlegur arftaki njósnarans Galahads (Firths), sem lést í fyrri kaflanum, og nú taka við nýjar áskoranir. Í upphafi sögunnar kemur í ljós að athyglissjúkur eiturlyfjabarón vill útrýma Kingsman-leyniþjónustunni eins og hún leggur sig, en það er aðeins fyrsta skrefið í áformunum um að valda usla á heimsvísu, verði ekki tekið upp á því að lögleiða eiturlyf hið snarasta. Eftirlifandi meðlimir leyniþjónustunnar og bandarískir „frændur“ þeirra, nefndir Statesmen, verða að snúa bökum saman. Eins og þetta sé ekki allt nægur hausverkur fyrir Eggsy þarf hann líka að gæta að því að sambandið við kærustuna hrynji ekki í sundur og um leið reyna að glíma við endurlífgaðan, minnislausan læriföður sinn. Um leið og áhorfandinn kemst yfir þá aulalegu ákvörðun handritshöfunda að endurlífga Firth – og hvernig því var háttað – fylgir manninum fjörug og hugguleg nærvera sem hefur miklu við heildina að bæta. Hanna Alström er sömuleiðis pínu heillandi sem Tilde, erfðaprinsessa Svíþjóðar sem gaf Eggsy hjarta sitt (jú, jú, segjum það) undir lok fyrstu myndarinnar og er nú orðin að kærustu hans. Þetta er krúttlegt samband sem gefur myndinni bæði meiri hlýju og eykur klisjuskammtinn óþarflega, en hvorki sambandið né hlýjan virðast smella við mynd sem er nú þegar úttroðin af bitlausum og áttavilltum söguþræði. Það er óneitanlega galli við báðar Kingsman-myndirnar að höfundar virðast lítið vita hvað á að gera við kvenpersónurnar og þetta stigmagnast í framhaldinu. Julianne Moore er undantekning og er hrein dásemd að fylgjast með henni í hlutverki minnisstæðs skúrks. Því miður fær leikkonan samt ekki nóg að gera og sérstaklega í seinni hluta framvindunnar. En Moore leikur sér að persónu sinni af mikilli list og finnur leið til þess að gera snarbilaða skúrkinn furðulega lokkandi. Svo er það Jeff Bridges, mótleikari Moore úr The Big Lebowski (og reyndar líka viðbjóðnum The Seventh Son), en hann lætur vel um sig fara en gerir sama og ekkert (en þó meira en aðrir gæðaleikarar á borð við Michael Gambon og Emily Watson, sem eru einungis til skrauts). Channing Tatum dúkkar upp í uppstækkuðu gestahlutverki en er síðan settur á ís þangað til kemur að næsta framhaldi – vænti ég. Halle Berry gerir heldur ekki nóg við sinn tíma, sem er fúlt því hún er einn besti karakterinn og skondin hliðstæða við persónu Marks Strong. Ef Firth var senuþjófur fyrri myndarinnar þá er það Strong sem eignar sér þessa og lætur hæst í honum. Narcos-leikarinn Pedro Pascal kemur einnig ágætlega út sem Kanakúrekinn Whiskey. Aðkoma söngvarans Eltons John er síðan vægast sagt kostuleg. Brandarinn þynnist fljótt út en hversu langt er gengið með hann er eiginlega bara fullsúrt til að glotta ekki yfir. Satt að segja kemur mest á óvart að hann gegni stærra hlutverki í söguþræðinum en Tatum og Bridges. Leikstjóranum Matthew Vaughn tekst yfirleitt vel að halda jafnvægi á milli hasars og persóna. Hann tekur hvoruga Kingsman-myndina alvarlega hvað tóninn varðar en virðist samt gera það þegar kemur að dýnamík og samböndum persóna, sem er jákvætt. Vaughn hefur hins vegar aðeins of marga bolta á lofti með The Golden Circle og er himinn og haf á milli gæða handrita myndanna og samfélagsádeilan í seinni myndinni er merkilega aum. En litríkur og hugmyndaríkur hasar ásamt sæmilega stemmdri smekkleysu sér annars um að tryggja það að glápið sé rétt svo þess virði.Niðurstaða: Kingsman-framhaldið stendur forvera sínum nokkuð langt að baki en er ágætis afþreying ef ekki eru gerðar of miklar kröfur.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira