Gallaða góðærið Sigríður Jónsdóttir skrifar 28. september 2017 10:00 Snorri Engilberts, Björn Hlynur og Sólveig Arnars í hlutverkum sínum. Mynd/Þjóðleikhúsið Leikhús Óvinur fólksins Henrik Ibsen Þjóðleikhúsið Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikgerð og þýðing: Gréta Kristín Ómarsdóttir og Una Þorleifsdóttir Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Sólveig Arnarsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir Sigurður Sigurjónsson, Guðrún S. Gísladóttir, Snorri Engilbertsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Vera Stefánsdóttir, Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir, Árni Arnarson, Júlía Guðrún Lovísa Henje Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Í leikritinu Óvinur fólksins, sem frumsýnt var á Stóra sviði Þjóðleikhússins síðastliðinn föstudag, tekst Henrik Ibsen, höfuðleikskáld Noregs, á við mótsagnir samfélagsins, sannleikann, sannleiksbera og hið pólitíska gangverk. Hér takast á öfl sem Íslendingar kannast alltof vel við: að reyna að sameina hið pólitíska og persónulega þegar samfélagslegar fórnir eru nauðsynlegar. Margt er ágætt í leikgerð Unu Þorleifsdóttur, sem einnig leikstýrir, og nýliðans Grétu Kristínar Ómarsdóttur, þótt þýðingin á titlinum sé óþjál. Í heildina ná þær að halda kjarna verksins heilum, talmálinu skýru og forðast þá freistingu að undirstrika samtengingar við íslenskan samtíma of gróflega. Verkið stendur nefnilega fyrir sínu. Aftur á móti skilar umbreyting bróðurins Péturs í systurina Petru ekki miklu inn í heim verksins. Ein af ástæðum þess að Stokkmann-hlutverkin tvö virka betur sem bræður en systkin er að þannig verða þau áþreifanleg birtingarmynd hins ráðandi feðraveldis. Breytingin hefði verið áhrifameiri og eftirtektarverðari ef hlutverk Tómasar hefði verið umskrifað. Þó er alls ekki við leik Sólveigar Arnarsdóttur, í hlutverki bæjarstjórans Petru Stokkmann, að sakast. Hann er afskaplega góður, lipur og afslappaður. Hún spígsporar um sviðið eins og ljónynja, alltaf tilbúin að bíta frá sér, verja sitt yfirráðasvæði, fullkomlega sannfærð um að þöggun sé bæjarbúum fyrir bestu. Sólveig og Björn Hlynur Haraldsson, sem leikur Tómas Stokkmann, bera sýninguna á herðum sér og sameiginlegu atriðin þeirra eru lifandi og grípandi. Björn Hlynur sýnir enn og aftur hversu fantagóður leikari hann er. Eftir því sem á líður sýninguna grípur réttlætiskenndin Tómas heljartökum og ýtir honum á ystu nöf þar sem hann er tilbúinn að fórna öllu fyrir málstaðinn; ærunni, stöðu sinni í samfélaginu og öryggi fjölskyldu sinnar. Aðrir leikarar fá minna fyrir sinn snúð, fyrir utan Guðrúnu S. Gísladóttur í hlutverki miðjumúsarinnar Ásláksen, rödd passasömu millistéttarinnar sem aldrei vill styggja neinn og því síður fórna fjárhagslegum stöðugleika. Hlutverkið leikur hún af fínlegum húmor. Sigurður Sigurjónsson leikur Martein Kíl, táknmynd hins þögla ofurfjármagns sem hefur völd en talar aldrei um það, bara sýnir í verki. Hann gerir vel og sýnir styrk sinn í þeim fáu atriðum sem hann hefur úr að moða. Því miður eru aðrir leikarar heldur síðri og í sýningu sem á að undirstrika sundrung og stéttaskiptingu samfélagsins verður heildarleikurinn að vera betri. Snorri Engilbertsson og Lára Jóhanna Jónsdóttir eru of einstrengingsleg sem blaðamennirnir tveir, Snæfríður Ingvarsdóttir of sakleysisleg til að vera róttækur kennari og Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson óeftirminnileg. Leikstjórn Unu er ágæt í smærri senum en missir marks þegar heildarmyndin er skoðuð betur. Persónur færast til og frá á sviðinu en heimurinn er ekki nægilega vel byggður, brot á fjórða veggnum óskýr og hópsenur kaótískar. Um búninga og sviðsmynd sér Eva Signý Berger. Velmegun bæjarbúa endurspeglast í búningunum en öll hersingin lítur út eins og þau hafi stokkið ljóslifandi út úr auglýsingaherferð hjá Geysi. Drapplitaði liturinn verður þó fljótt leiðigjarn. Sviðsmyndin er betur heppnuð, hún minnir á allt umlykjandi rafmagnsstaura í heimi þar sem náttúran er bara upp á punt, eins og hún þurfi ekki einu sinni að vera alvöru eða rótföst. Lýðræðið er fjandi erfitt í framkvæmd þar sem grundvöllur þess er að allir eiga að hafa rödd, allir hafa kosningarétt, en engir eru algjörlega sammála og sumir sjá ekki lengra en inn í sitt eigið veski. Sýningin Óvinur fólksins smellpassar, þó gölluð sé, inn í þann pólitíska poll sem Íslendingar þurfa að busla í þessa dagana.Niðurstaða: Frábær frammistaða Björns Hlyns og Sólveigar nær næstum því að lyfta sýningunni á hæsta plan. Leikhús Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Óvinur fólksins Henrik Ibsen Þjóðleikhúsið Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikgerð og þýðing: Gréta Kristín Ómarsdóttir og Una Þorleifsdóttir Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Sólveig Arnarsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir Sigurður Sigurjónsson, Guðrún S. Gísladóttir, Snorri Engilbertsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Vera Stefánsdóttir, Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir, Árni Arnarson, Júlía Guðrún Lovísa Henje Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Í leikritinu Óvinur fólksins, sem frumsýnt var á Stóra sviði Þjóðleikhússins síðastliðinn föstudag, tekst Henrik Ibsen, höfuðleikskáld Noregs, á við mótsagnir samfélagsins, sannleikann, sannleiksbera og hið pólitíska gangverk. Hér takast á öfl sem Íslendingar kannast alltof vel við: að reyna að sameina hið pólitíska og persónulega þegar samfélagslegar fórnir eru nauðsynlegar. Margt er ágætt í leikgerð Unu Þorleifsdóttur, sem einnig leikstýrir, og nýliðans Grétu Kristínar Ómarsdóttur, þótt þýðingin á titlinum sé óþjál. Í heildina ná þær að halda kjarna verksins heilum, talmálinu skýru og forðast þá freistingu að undirstrika samtengingar við íslenskan samtíma of gróflega. Verkið stendur nefnilega fyrir sínu. Aftur á móti skilar umbreyting bróðurins Péturs í systurina Petru ekki miklu inn í heim verksins. Ein af ástæðum þess að Stokkmann-hlutverkin tvö virka betur sem bræður en systkin er að þannig verða þau áþreifanleg birtingarmynd hins ráðandi feðraveldis. Breytingin hefði verið áhrifameiri og eftirtektarverðari ef hlutverk Tómasar hefði verið umskrifað. Þó er alls ekki við leik Sólveigar Arnarsdóttur, í hlutverki bæjarstjórans Petru Stokkmann, að sakast. Hann er afskaplega góður, lipur og afslappaður. Hún spígsporar um sviðið eins og ljónynja, alltaf tilbúin að bíta frá sér, verja sitt yfirráðasvæði, fullkomlega sannfærð um að þöggun sé bæjarbúum fyrir bestu. Sólveig og Björn Hlynur Haraldsson, sem leikur Tómas Stokkmann, bera sýninguna á herðum sér og sameiginlegu atriðin þeirra eru lifandi og grípandi. Björn Hlynur sýnir enn og aftur hversu fantagóður leikari hann er. Eftir því sem á líður sýninguna grípur réttlætiskenndin Tómas heljartökum og ýtir honum á ystu nöf þar sem hann er tilbúinn að fórna öllu fyrir málstaðinn; ærunni, stöðu sinni í samfélaginu og öryggi fjölskyldu sinnar. Aðrir leikarar fá minna fyrir sinn snúð, fyrir utan Guðrúnu S. Gísladóttur í hlutverki miðjumúsarinnar Ásláksen, rödd passasömu millistéttarinnar sem aldrei vill styggja neinn og því síður fórna fjárhagslegum stöðugleika. Hlutverkið leikur hún af fínlegum húmor. Sigurður Sigurjónsson leikur Martein Kíl, táknmynd hins þögla ofurfjármagns sem hefur völd en talar aldrei um það, bara sýnir í verki. Hann gerir vel og sýnir styrk sinn í þeim fáu atriðum sem hann hefur úr að moða. Því miður eru aðrir leikarar heldur síðri og í sýningu sem á að undirstrika sundrung og stéttaskiptingu samfélagsins verður heildarleikurinn að vera betri. Snorri Engilbertsson og Lára Jóhanna Jónsdóttir eru of einstrengingsleg sem blaðamennirnir tveir, Snæfríður Ingvarsdóttir of sakleysisleg til að vera róttækur kennari og Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson óeftirminnileg. Leikstjórn Unu er ágæt í smærri senum en missir marks þegar heildarmyndin er skoðuð betur. Persónur færast til og frá á sviðinu en heimurinn er ekki nægilega vel byggður, brot á fjórða veggnum óskýr og hópsenur kaótískar. Um búninga og sviðsmynd sér Eva Signý Berger. Velmegun bæjarbúa endurspeglast í búningunum en öll hersingin lítur út eins og þau hafi stokkið ljóslifandi út úr auglýsingaherferð hjá Geysi. Drapplitaði liturinn verður þó fljótt leiðigjarn. Sviðsmyndin er betur heppnuð, hún minnir á allt umlykjandi rafmagnsstaura í heimi þar sem náttúran er bara upp á punt, eins og hún þurfi ekki einu sinni að vera alvöru eða rótföst. Lýðræðið er fjandi erfitt í framkvæmd þar sem grundvöllur þess er að allir eiga að hafa rödd, allir hafa kosningarétt, en engir eru algjörlega sammála og sumir sjá ekki lengra en inn í sitt eigið veski. Sýningin Óvinur fólksins smellpassar, þó gölluð sé, inn í þann pólitíska poll sem Íslendingar þurfa að busla í þessa dagana.Niðurstaða: Frábær frammistaða Björns Hlyns og Sólveigar nær næstum því að lyfta sýningunni á hæsta plan.
Leikhús Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira