Dagur Sig: Valsmenn eiga ekki séns í Selfoss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 09:30 Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld og þar á meðal munu Íslandsmeistarar Vals heimsækja Selfoss. Maður sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum sendi Valsliðinu skýr skilaboð. Valsmenn eru með fullt hús eftir þrjár umferðir en hafa ekki verið alltof sannfærandi í þessum sigurleikjum sínum sem liðið hefur unnið með samtals 8 mörkum á móti liðum sem menn búast við að verði í neðri hluta deildarinnar. Dagur Sigurðsson var í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið og hann var ekkert að fela sannleikann fyrir Valsmönnum fyrir leik liðsins á Selfossi í kvöld. „Ég sé þá ekki standa í Selfossi í næsta leik. Eins og þeir hafa spilað fyrstu leikina þá eiga þeir bara ekki séns,“ sagði Dagur Sigurðsson. Hann var síðan spurður út í þá ákvörðun Snorra Steins Guðjónssonar að vilja ekki spila með Valsliðinu. Dagur skilur að Snorri vilji gefa öðrum leikmönnum tækifæri á miðjunni. „Ýmir (Örn Gíslason) er mjög efnilegur leikmaður og hann verður að fá einhverja leiki til að sýna sig og sanna. Sama með Anton (Rúnarsson). Hann var Íslandsmeistari í fyrra og þú tekur hann ekkert út og setur sjálfan þig inná,“ sagði Dagur. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við mína stöðu þegar ég var há Bregenz. Ég skil vel að hann vilji gefa þeim sanngjarnan séns og koma sér betur inn í liðið. Ég held að hann sjái það mjög fljótlega að það þarf að koma meiri hraði inn í sóknarleikinn og meira tempó. Þetta þarf að vera miklu meira beint á markið,“ sagði Dagur. Í spilaranum fyrir ofan má sjá þegar Seinni bylgjan fór yfir sóknarleik Valsmanna í síðasta leik. Jóhann Gunnar Einarsson talaði um að nokkrir leikmenn Íslandsmeistaranna væru bara týndir og Dagur Sigurðsson benti á það hvað boltinn gangi hægt hjá Valsliðinu. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld og þar á meðal munu Íslandsmeistarar Vals heimsækja Selfoss. Maður sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum sendi Valsliðinu skýr skilaboð. Valsmenn eru með fullt hús eftir þrjár umferðir en hafa ekki verið alltof sannfærandi í þessum sigurleikjum sínum sem liðið hefur unnið með samtals 8 mörkum á móti liðum sem menn búast við að verði í neðri hluta deildarinnar. Dagur Sigurðsson var í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið og hann var ekkert að fela sannleikann fyrir Valsmönnum fyrir leik liðsins á Selfossi í kvöld. „Ég sé þá ekki standa í Selfossi í næsta leik. Eins og þeir hafa spilað fyrstu leikina þá eiga þeir bara ekki séns,“ sagði Dagur Sigurðsson. Hann var síðan spurður út í þá ákvörðun Snorra Steins Guðjónssonar að vilja ekki spila með Valsliðinu. Dagur skilur að Snorri vilji gefa öðrum leikmönnum tækifæri á miðjunni. „Ýmir (Örn Gíslason) er mjög efnilegur leikmaður og hann verður að fá einhverja leiki til að sýna sig og sanna. Sama með Anton (Rúnarsson). Hann var Íslandsmeistari í fyrra og þú tekur hann ekkert út og setur sjálfan þig inná,“ sagði Dagur. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við mína stöðu þegar ég var há Bregenz. Ég skil vel að hann vilji gefa þeim sanngjarnan séns og koma sér betur inn í liðið. Ég held að hann sjái það mjög fljótlega að það þarf að koma meiri hraði inn í sóknarleikinn og meira tempó. Þetta þarf að vera miklu meira beint á markið,“ sagði Dagur. Í spilaranum fyrir ofan má sjá þegar Seinni bylgjan fór yfir sóknarleik Valsmanna í síðasta leik. Jóhann Gunnar Einarsson talaði um að nokkrir leikmenn Íslandsmeistaranna væru bara týndir og Dagur Sigurðsson benti á það hvað boltinn gangi hægt hjá Valsliðinu. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira