Herða eftirlit með lyfseðilsskyldum lyfjum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2017 20:00 Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. Forstjóri Lyfjastofnunar segir dauðsföllum af völdum lyfjaeitrunar hafa fjölgað undanfarin misseri og að núverandi eftirlit nægi ekki. Lyfjamisnotkun hefur aukist mjög hér á landi, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni á öðrum Norðurlöndum. Heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að grípa inn í og aukið eftirlit – meðal annars með því að setja á fót sérstakan lyfjagagnagrunn sem á að koma í veg fyrir svokallað læknaráp. Lyfjastofnun hefur nú boðað aðgerðir vegna málsins, en um er að ræða takmörkun á heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja sem á að taka gildi fyrsta nóvember næstkomandi. Almennt verður horft til þrjátíu daga magns en í þeim tilvikum þar sem skammtar lyfs eru breytilegir verður tekin ákvörðun á forsendum hvers lyfs fyrir sig. Verkefninu verður skipt upp í áfanga og nær í fyrstu til ávanabindandi lyfja á borð við concerta, fentanýl, morfín, oxýkódon og tramadol. „Það hefur verið umræða um fjölgun dauðsfalla vegna lyfjaeitrana og það eru ákveðin lyf sem eru tilgreind þar, og eru meðal annars þau lyf sem við erum að horfa til,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. „Þetta mun hafa áhrif bæði á sjúklinga og lækna. Fólk fær minna afgreitt og þarf hugsanlega að fara oftar til lækna og læknar þurfa að ávísa, en við höfum óskað eftir athugasemdum og umsögnum um þessar aðgerðir, við erum ekki að fara í þetta bara einhliða,“ segir Rúna, en umsagnarfrestur er til 30. september næstkomandi. Rúna segir að eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun sé almennt öflugt – en að það dugi þó ekki, enda sýni nýlegar tölur fram á aukningu á misnotkun lyfja hér á landi, á sama tíma og dregið hefur úr misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja í öðrum Norðurlöndum. Hún segir að þrátt fyrir að lyfjagagnagrunnurinn hafi gefið góða raun, þurfi að gera betur. „Við teljum að það dugi að einhverju leyti til, en við höfum umsjón með afgreiðslu lyfja og hvað má ávísa miklu. Þeir [landlæknisembættið] skoða ávísunarvenjur lækna og það er mjög mikilvægt að öll heilbrigðisyfirvöld sem koma að þessu taki höndum saman. Við höfum kynnt þetta fyrir landlækni, gerðum það í byrjun mánaðarins á sameiginlegum fundi. Þeir eru meðvitaðir um þessar aðgerðir og þeir eru með sínar aðgerðir og sitt eftirlit, en þetta verður allt að styðja hvert annað,“ segir hún. Rúna bendir sömuleiðis á að auka þurfi fræðslu, með lyfjanotkun og lyfjaskilum, og bendir á að hægt sé að skila gömlum lyfjum í apótek til eyðingar, líkt og sjá má á vefnum Lyfjaskil.is. Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. Forstjóri Lyfjastofnunar segir dauðsföllum af völdum lyfjaeitrunar hafa fjölgað undanfarin misseri og að núverandi eftirlit nægi ekki. Lyfjamisnotkun hefur aukist mjög hér á landi, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni á öðrum Norðurlöndum. Heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að grípa inn í og aukið eftirlit – meðal annars með því að setja á fót sérstakan lyfjagagnagrunn sem á að koma í veg fyrir svokallað læknaráp. Lyfjastofnun hefur nú boðað aðgerðir vegna málsins, en um er að ræða takmörkun á heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja sem á að taka gildi fyrsta nóvember næstkomandi. Almennt verður horft til þrjátíu daga magns en í þeim tilvikum þar sem skammtar lyfs eru breytilegir verður tekin ákvörðun á forsendum hvers lyfs fyrir sig. Verkefninu verður skipt upp í áfanga og nær í fyrstu til ávanabindandi lyfja á borð við concerta, fentanýl, morfín, oxýkódon og tramadol. „Það hefur verið umræða um fjölgun dauðsfalla vegna lyfjaeitrana og það eru ákveðin lyf sem eru tilgreind þar, og eru meðal annars þau lyf sem við erum að horfa til,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. „Þetta mun hafa áhrif bæði á sjúklinga og lækna. Fólk fær minna afgreitt og þarf hugsanlega að fara oftar til lækna og læknar þurfa að ávísa, en við höfum óskað eftir athugasemdum og umsögnum um þessar aðgerðir, við erum ekki að fara í þetta bara einhliða,“ segir Rúna, en umsagnarfrestur er til 30. september næstkomandi. Rúna segir að eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun sé almennt öflugt – en að það dugi þó ekki, enda sýni nýlegar tölur fram á aukningu á misnotkun lyfja hér á landi, á sama tíma og dregið hefur úr misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja í öðrum Norðurlöndum. Hún segir að þrátt fyrir að lyfjagagnagrunnurinn hafi gefið góða raun, þurfi að gera betur. „Við teljum að það dugi að einhverju leyti til, en við höfum umsjón með afgreiðslu lyfja og hvað má ávísa miklu. Þeir [landlæknisembættið] skoða ávísunarvenjur lækna og það er mjög mikilvægt að öll heilbrigðisyfirvöld sem koma að þessu taki höndum saman. Við höfum kynnt þetta fyrir landlækni, gerðum það í byrjun mánaðarins á sameiginlegum fundi. Þeir eru meðvitaðir um þessar aðgerðir og þeir eru með sínar aðgerðir og sitt eftirlit, en þetta verður allt að styðja hvert annað,“ segir hún. Rúna bendir sömuleiðis á að auka þurfi fræðslu, með lyfjanotkun og lyfjaskilum, og bendir á að hægt sé að skila gömlum lyfjum í apótek til eyðingar, líkt og sjá má á vefnum Lyfjaskil.is.
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent