Formaður framsóknarkvenna hættir í flokknum: Segir hannaða atburðarás hafa markað djúp spor Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2017 13:51 Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landsambands framsóknarkvenna. Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, hefur sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að sú hannaða atburðarás sem opinberaðist á flokksþingi framsóknarmanna í október í fyrra hafi markað djúp spor þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi sitjandi formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í formannskjöri. „Sú atburðarás var aðeins forsmekkurinn af þeim vinnubrögðum sem svo endurspeglaðist í dæmalausri ákvörðun landsstjórnar flokksins á fundi 19. september sl. Boðun þess fundar og ákvarðanir sem á honum voru teknar samrýmast á engan hátt umgjörð þeirra stoða sem Framsóknarflokkurinn stendur á. Nú er endanlega komið í ljós að lög og reglur flokksins eru að engu hafðar, regluverk sem á að koma í veg fyrir þær aðstæður sem ákveðinn hópur manna sköpuðu,“ skrifar Anna. Hún segir mikla umbótarvinnu hafa átt sér stað innan flokksins frá árinu 2009 sem er nú að engu höfð. Tekur hún fram að í hátíðarútgáfu Tímans, sem gefin var út í tilefni 100 ára afmælis flokksins, hafi varla verið minnst einu orði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann flokksins. „Eins og ætlunin hafi verið að reyna að gleyma öllu því góða sem hann hefur unnið fyrir flokkinn og fólkið í landinu. Að við ættum bara að gleyma manninum Sigmundi Davíð. Nú hefur hann stigið skrefið til fulls og yfirgefið flokkinn, tekið skrefið sem ákveðnir aðilar innan flokksins hömuðust við að fá hann til að taka, ryðja honum úr vegi.“ Hún segist ávallt hafa talið sig til grasrótar Framsóknarflokksins en segist ekki hafa orðið vör við sáttaumleitanir Sigurðar Inga eftir atburði undangenginna mánuði. „Gleymdist kannski að tala við grasrótina – þannig týndist tíminn.“ Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, hefur sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að sú hannaða atburðarás sem opinberaðist á flokksþingi framsóknarmanna í október í fyrra hafi markað djúp spor þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi sitjandi formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í formannskjöri. „Sú atburðarás var aðeins forsmekkurinn af þeim vinnubrögðum sem svo endurspeglaðist í dæmalausri ákvörðun landsstjórnar flokksins á fundi 19. september sl. Boðun þess fundar og ákvarðanir sem á honum voru teknar samrýmast á engan hátt umgjörð þeirra stoða sem Framsóknarflokkurinn stendur á. Nú er endanlega komið í ljós að lög og reglur flokksins eru að engu hafðar, regluverk sem á að koma í veg fyrir þær aðstæður sem ákveðinn hópur manna sköpuðu,“ skrifar Anna. Hún segir mikla umbótarvinnu hafa átt sér stað innan flokksins frá árinu 2009 sem er nú að engu höfð. Tekur hún fram að í hátíðarútgáfu Tímans, sem gefin var út í tilefni 100 ára afmælis flokksins, hafi varla verið minnst einu orði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann flokksins. „Eins og ætlunin hafi verið að reyna að gleyma öllu því góða sem hann hefur unnið fyrir flokkinn og fólkið í landinu. Að við ættum bara að gleyma manninum Sigmundi Davíð. Nú hefur hann stigið skrefið til fulls og yfirgefið flokkinn, tekið skrefið sem ákveðnir aðilar innan flokksins hömuðust við að fá hann til að taka, ryðja honum úr vegi.“ Hún segist ávallt hafa talið sig til grasrótar Framsóknarflokksins en segist ekki hafa orðið vör við sáttaumleitanir Sigurðar Inga eftir atburði undangenginna mánuði. „Gleymdist kannski að tala við grasrótina – þannig týndist tíminn.“
Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51
Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00