Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2017 21:31 Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá Þeistareykjum og rætt við Val Knútsson, yfirverkefnisstjóra Þeistareykjaverkefnis hjá Landsvirkjun. Þeistareykir eru jarðhitasvæði inni á fjalllendinu um 30 kílómetra suðaustur af Húsavík og liggja í um 350 metra hæð yfir sjávarmáli. Boranir eftir jarðhita hófust þar fyrir fimmtán árum. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunar hófust árið 2014 en fóru svo á fullt árið eftir og nú er virkjunin að verða tilbúin.Átta borholur á Þeistareykjum skila nú 110 megavatta orku.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Frá borholum er búið að leggja samtals sex kílómetra af pípum að stöðvarhúsinu og í síðustu viku var lokið við að tengja saman Kröflu og Þeistareyki með háspennulínu. Í stöðvarhúsinu er verið að ljúka við að setja upp fyrri aflvélina af tveimur en þær koma frá Fuji í Japan. Á fimmtudag, 28. september, á svo að gangsetja í fyrsta sinn til að sjá hvort allt virkar, að sögn Vals. Gert sé ráð fyrir að prófanir standi fram til 1. desember þegar vélin verði formlega afhent til rekstrar. Mesta óvissan í jarðvarmavirkjun er orkuöflun en Jarðboranir hafa annast boranir á svæðinu fyrir Landsvirkjun. Borun áttundu holunnar lauk í síðasta mánuði. „Mælingar benda til þess að við höfum gufu sem svarar til 110 megavöttum,” segir Valur. Það sé heldur meiri orka en menn bjuggust við og dugi vel fyrir báðar aflvélarnar. „Vélarnar eru tvær, samtals 90 megavött, þannig að við eigum svona smáforða upp á að hlaupa,” segir hann.Úr stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar. Prófanir á fyrri aflvélinni hefjast á fimmtudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og þessi rúmlega þrjátíu milljarða króna framkvæmd verður bæði innan tíma- og kostnaðaramma, að sögn Vals. „Í heildina erum við bara að standa okkar plikt, - bæði varðandi kostnaðinn og tímann." Eftir tvo mánuði fær svo einhver formlega að ýta á takkann en stefnt er að formlegri gangsetningu við hátíðlega athöfn í anda Landsvirkjunar í síðari hluta nóvembermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum: Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá Þeistareykjum og rætt við Val Knútsson, yfirverkefnisstjóra Þeistareykjaverkefnis hjá Landsvirkjun. Þeistareykir eru jarðhitasvæði inni á fjalllendinu um 30 kílómetra suðaustur af Húsavík og liggja í um 350 metra hæð yfir sjávarmáli. Boranir eftir jarðhita hófust þar fyrir fimmtán árum. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunar hófust árið 2014 en fóru svo á fullt árið eftir og nú er virkjunin að verða tilbúin.Átta borholur á Þeistareykjum skila nú 110 megavatta orku.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Frá borholum er búið að leggja samtals sex kílómetra af pípum að stöðvarhúsinu og í síðustu viku var lokið við að tengja saman Kröflu og Þeistareyki með háspennulínu. Í stöðvarhúsinu er verið að ljúka við að setja upp fyrri aflvélina af tveimur en þær koma frá Fuji í Japan. Á fimmtudag, 28. september, á svo að gangsetja í fyrsta sinn til að sjá hvort allt virkar, að sögn Vals. Gert sé ráð fyrir að prófanir standi fram til 1. desember þegar vélin verði formlega afhent til rekstrar. Mesta óvissan í jarðvarmavirkjun er orkuöflun en Jarðboranir hafa annast boranir á svæðinu fyrir Landsvirkjun. Borun áttundu holunnar lauk í síðasta mánuði. „Mælingar benda til þess að við höfum gufu sem svarar til 110 megavöttum,” segir Valur. Það sé heldur meiri orka en menn bjuggust við og dugi vel fyrir báðar aflvélarnar. „Vélarnar eru tvær, samtals 90 megavött, þannig að við eigum svona smáforða upp á að hlaupa,” segir hann.Úr stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar. Prófanir á fyrri aflvélinni hefjast á fimmtudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og þessi rúmlega þrjátíu milljarða króna framkvæmd verður bæði innan tíma- og kostnaðaramma, að sögn Vals. „Í heildina erum við bara að standa okkar plikt, - bæði varðandi kostnaðinn og tímann." Eftir tvo mánuði fær svo einhver formlega að ýta á takkann en stefnt er að formlegri gangsetningu við hátíðlega athöfn í anda Landsvirkjunar í síðari hluta nóvembermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum:
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20