Fjögur ákærð fyrir stórfellt peningaþvætti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. september 2017 21:10 Fjórmenningarnir eru ákærð fyrir að flytja eða gera tilraunir til að flytja um fimmtíu milljónir úr landi. Vísir/Valli Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra einstaklinga, þrjá karla og eina konu, fyrir stórfellt peningaþvætti sem framið var árið 2015 og 2016. Eru þau ákærð fyrir að flytja eða gera tilraunir til að flytja um fimmtíu milljónir úr landi. Einn þeirra ákærðu er nígerískur og var framseldur til Íslands frá Ítalíu í ágúst og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Sá sem talinn er vera höfuðpaurinn í málinu er einnig nígerískur en hefur ekki fundist en rannsókn lögreglu á málinu hófst þann 25. febrúar í fyrra. Á höfuðpaurinn að hafa komist í tölvupóstsamskipti íslensks útgerðarfyrirtækis og suðurkóresks fyrirtækis. Þannig hafi hann gabbað Suðurkóreska félagið til að leggja alls 50 milljónir inn á íslenskan bankareikning sem íslensk kona útvegaði honum.Kynntust á einkamálasíðu Konan sem ákærð er í málinu segist hafa kynnst höfuðpaurnum sem aldrei hefur fundist á einkamálasíðu árið 2006. Síðan hafi þau nokkrum sinnum hist á Ítalíu og einu sinni annars staðar í Evrópu. Síðla árs 2015 hafði maðurinn samband við hana og bað hana um að útvega sér íslenskan bankareikning svo hann gæti millifært fjármuni á hann. Fékk konan aðstoð frá öðrum íslenskum manni og voru fjármunirnir millifærðir inn á reikning fyrirtækis í hans eigu. Nígeríumaðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi kom til landsins 2. febrúar 2016 gagngert til að taka við peningunum og senda þá með símgreiðslu til félags í Hong Kong. Hafði hann meðferðis nauðsynleg skjöl sem hafi verið tilhæfulausir reikningar um viðskipti sem hafi ekki átt við rök að styðjast. Hin þrjú sem ákærð eru í málinu hafi síðan farið í Arion banka með skjöl sem Nígeríumaðurinn hafði útbúið og millifært í tvennu lagi um 21,7 milljónir króna til félagsins í Hong kong. Svo virðist sem að maðurinn hafi útbúið nauðsynleg skjöl svo hægt væri að koma hluta fjármunanna úr landi auk þess sem hann hafi móttekið reiðufé. Maðurinn fór svo úr landi þann 10. febrúar 2016 og gaf Héraðsdómur Reykjavíkur út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum þann 30. mars 2016. Þann 4. apríl sama ár óskaði skrifstofa almannaöryggis innanríkisráðuneytisins eftir því að hann yrði eftirlýstur og handtekinn hvar sem til hans mundi nást og síðan framseldur íslenskum yfirvöldum.Kannaðist ekki við gögn Maðurinn var handtekinn á flugvellinum í Bologna á Ítalíu þann 14. febrúar síðastliðinn og var farið fram á að hann yrði framseldur. Féllust ítölsk yfirvöld á framsalið þann 10. júlí og var hann fluttur til Íslands þann 17. ágúst og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hæstiréttur staðfesti í dag að maðurinn skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 19. október næstkomandi. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn kannast við að hafa komið til Íslands í byrjun síðasta árs að beiðni hins ófundna höfuðpaurs. Hann hefði aldrei komið til Íslands, verið forvitinn um landið og féllst á ferðina þar sem hann fengi frítt flugfar og uppihald auk þess að honum hafði verið lofað 500 evrum að launum þegar hann kæmi aftur til Ítalíu. Tilgangur ferðarinnar hafi verið að eiga samskipti við íslensku konuna vegna millifærslu á fjármunum sem maðurinn hafi sagt að væru vegna viðskipta, en honum hafi ekki verið gert ljóst hver þau væru. Hann hafði kannast við að hafa hitt hina sakborningana þrjá, farið með þeim út að borða og skemmt sér. Hann kannaðist þó ekki við að hafa komið með þau gögn sem aðrir sakborningar í málinu segja að hann hafi framvísað eða útbúið þá reikninga sem bornir voru undir hann við yfirheyrslur. Hann hafi einungis séð tvær millifærslukvittanir sem hann hafi tekið mynd af á síma og sent hinum ófundna nígeríska höfuðpaur.Óttast að maðurinn færi úr landiVið brottförina frá Íslandi hafi konan síðan afhent honum íslenska fjármuni sem hún hafi sagt honum að skipta í evrur á flugvellinum og afhenda höfuðpaurnum. Muni þetta hafa verið um 2700 evrur en hluti af því hafi verið afgangur af framfærslupeningum sem hann hafi fengið við komuna til Íslands. Ákæra í málinu var gefin út þann 20. september en hefur ekki verið birt öllum sakborningum í málinu. Héraðssaksóknari fór fram á það í síðustu viku að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna gruns um stórfellt peningaþvætti. Þá telur saksóknari nauðsynlegt að hann sé í varðhaldi vegna þess að veruleg hætta sé á að hann reyni að koma sér úr landi. Hann eigi fjölskyldu og hafi auk þess engin tengsl við Ísland. Dómsmál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra einstaklinga, þrjá karla og eina konu, fyrir stórfellt peningaþvætti sem framið var árið 2015 og 2016. Eru þau ákærð fyrir að flytja eða gera tilraunir til að flytja um fimmtíu milljónir úr landi. Einn þeirra ákærðu er nígerískur og var framseldur til Íslands frá Ítalíu í ágúst og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Sá sem talinn er vera höfuðpaurinn í málinu er einnig nígerískur en hefur ekki fundist en rannsókn lögreglu á málinu hófst þann 25. febrúar í fyrra. Á höfuðpaurinn að hafa komist í tölvupóstsamskipti íslensks útgerðarfyrirtækis og suðurkóresks fyrirtækis. Þannig hafi hann gabbað Suðurkóreska félagið til að leggja alls 50 milljónir inn á íslenskan bankareikning sem íslensk kona útvegaði honum.Kynntust á einkamálasíðu Konan sem ákærð er í málinu segist hafa kynnst höfuðpaurnum sem aldrei hefur fundist á einkamálasíðu árið 2006. Síðan hafi þau nokkrum sinnum hist á Ítalíu og einu sinni annars staðar í Evrópu. Síðla árs 2015 hafði maðurinn samband við hana og bað hana um að útvega sér íslenskan bankareikning svo hann gæti millifært fjármuni á hann. Fékk konan aðstoð frá öðrum íslenskum manni og voru fjármunirnir millifærðir inn á reikning fyrirtækis í hans eigu. Nígeríumaðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi kom til landsins 2. febrúar 2016 gagngert til að taka við peningunum og senda þá með símgreiðslu til félags í Hong Kong. Hafði hann meðferðis nauðsynleg skjöl sem hafi verið tilhæfulausir reikningar um viðskipti sem hafi ekki átt við rök að styðjast. Hin þrjú sem ákærð eru í málinu hafi síðan farið í Arion banka með skjöl sem Nígeríumaðurinn hafði útbúið og millifært í tvennu lagi um 21,7 milljónir króna til félagsins í Hong kong. Svo virðist sem að maðurinn hafi útbúið nauðsynleg skjöl svo hægt væri að koma hluta fjármunanna úr landi auk þess sem hann hafi móttekið reiðufé. Maðurinn fór svo úr landi þann 10. febrúar 2016 og gaf Héraðsdómur Reykjavíkur út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum þann 30. mars 2016. Þann 4. apríl sama ár óskaði skrifstofa almannaöryggis innanríkisráðuneytisins eftir því að hann yrði eftirlýstur og handtekinn hvar sem til hans mundi nást og síðan framseldur íslenskum yfirvöldum.Kannaðist ekki við gögn Maðurinn var handtekinn á flugvellinum í Bologna á Ítalíu þann 14. febrúar síðastliðinn og var farið fram á að hann yrði framseldur. Féllust ítölsk yfirvöld á framsalið þann 10. júlí og var hann fluttur til Íslands þann 17. ágúst og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hæstiréttur staðfesti í dag að maðurinn skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 19. október næstkomandi. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn kannast við að hafa komið til Íslands í byrjun síðasta árs að beiðni hins ófundna höfuðpaurs. Hann hefði aldrei komið til Íslands, verið forvitinn um landið og féllst á ferðina þar sem hann fengi frítt flugfar og uppihald auk þess að honum hafði verið lofað 500 evrum að launum þegar hann kæmi aftur til Ítalíu. Tilgangur ferðarinnar hafi verið að eiga samskipti við íslensku konuna vegna millifærslu á fjármunum sem maðurinn hafi sagt að væru vegna viðskipta, en honum hafi ekki verið gert ljóst hver þau væru. Hann hafði kannast við að hafa hitt hina sakborningana þrjá, farið með þeim út að borða og skemmt sér. Hann kannaðist þó ekki við að hafa komið með þau gögn sem aðrir sakborningar í málinu segja að hann hafi framvísað eða útbúið þá reikninga sem bornir voru undir hann við yfirheyrslur. Hann hafi einungis séð tvær millifærslukvittanir sem hann hafi tekið mynd af á síma og sent hinum ófundna nígeríska höfuðpaur.Óttast að maðurinn færi úr landiVið brottförina frá Íslandi hafi konan síðan afhent honum íslenska fjármuni sem hún hafi sagt honum að skipta í evrur á flugvellinum og afhenda höfuðpaurnum. Muni þetta hafa verið um 2700 evrur en hluti af því hafi verið afgangur af framfærslupeningum sem hann hafi fengið við komuna til Íslands. Ákæra í málinu var gefin út þann 20. september en hefur ekki verið birt öllum sakborningum í málinu. Héraðssaksóknari fór fram á það í síðustu viku að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna gruns um stórfellt peningaþvætti. Þá telur saksóknari nauðsynlegt að hann sé í varðhaldi vegna þess að veruleg hætta sé á að hann reyni að koma sér úr landi. Hann eigi fjölskyldu og hafi auk þess engin tengsl við Ísland.
Dómsmál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira