Báðir hafa þeir leikið allan sinn feril með Stjörnunni, ef undanskildir eru nokkrir mánuðir Jóhanns hjá norska liðinu Ull/Kisa árið 2014.
Jóhann hefur spilað 20 leiki í Pepsi deildinni fyrir Stjörnuna í sumar og skorað úr þeim tvö mörk, en Daníel 17 leiki og ekki enn skorað mark.
Daníel er leikjahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild. Hann hefur skorað 13 mörk í 276 leikjum fyrir félagið.
Jóhann hefur skorað 14 mörk í 196 leikjum í deild og bikar.
Líklega að eilífu en að minnsta kosti út 2020!
Bræðurnir hafa framlengt við Stjörnuna enda líklega okkar traustustu menn.#fotboltinetpic.twitter.com/QSgiVTFP8m
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) September 25, 2017