Mayweather hefur nú lagt hanskana á hilluna en í nýja húsinu hans má finna sex svefnherbergi, tíu baðherbergi, einkabíó, vínkjallara og margt margt fleira. Þar er einnig risastór nammibar.
Mayweather vann fimmtíu bardaga á sínum ferli og tapaði aldrei. Kappinn halaði inn 250 milljónir punda eftir síðasta bardaga gegn Conor McGregor á dögunum sem hann vann.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.






