Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 14:09 Frá vettvangi á Hagamel á fimmtudagskvöldið. vísir Lík konunnar sem talið er að hafi verið myrt á heimili sínu við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld var krufið í morgun. Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu því að liggja fyrir síðar í þessari viku. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins, grunaður um manndráp. Maðurinn var á föstudag úrskurðaður í vikulangt varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sætir hann einangrun á meðan. Grímur segir að maðurinn hafi ekki verið yfirheyrður um helgina þar sem ekki hafi verið þörf á því. Þá hafi lögreglan verið að vinna í öðrum þáttum rannsóknarinnar. Að sögn Gríms er nú verið að undirbúa að halda áfram yfirheyrslum vegna málsins en ekki liggur fyrir hvort hinn grunaði verði yfirheyrður í dag eða á morgun. Þá þarf jafnframt að yfirheyra nokkur vitni. Komið hefur fram að maðurinn er hælisleitandi en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann frá Jemen. Yfirheyrslur hafa farið fram á arabísku, sem er móðurmál mannsins, með aðstoð túlks. Konan, sem var frá Lettlandi, og maðurinn áttu í stuttu persónulegu sambandi. Maðurinn var gestkomandi á heimili konunnar á fimmtudagskvöldið en lögreglu barst útkall um líkamsárás á tíunda tímanum það kvöld. Konan var flutt alvarlega slösuð á Landspítalann þar sem hún var úrskurðuð látin. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 22. september 2017 16:14 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Lík konunnar sem talið er að hafi verið myrt á heimili sínu við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld var krufið í morgun. Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu því að liggja fyrir síðar í þessari viku. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Einn maður er í gæsluvarðhaldi vegna málsins, grunaður um manndráp. Maðurinn var á föstudag úrskurðaður í vikulangt varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sætir hann einangrun á meðan. Grímur segir að maðurinn hafi ekki verið yfirheyrður um helgina þar sem ekki hafi verið þörf á því. Þá hafi lögreglan verið að vinna í öðrum þáttum rannsóknarinnar. Að sögn Gríms er nú verið að undirbúa að halda áfram yfirheyrslum vegna málsins en ekki liggur fyrir hvort hinn grunaði verði yfirheyrður í dag eða á morgun. Þá þarf jafnframt að yfirheyra nokkur vitni. Komið hefur fram að maðurinn er hælisleitandi en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann frá Jemen. Yfirheyrslur hafa farið fram á arabísku, sem er móðurmál mannsins, með aðstoð túlks. Konan, sem var frá Lettlandi, og maðurinn áttu í stuttu persónulegu sambandi. Maðurinn var gestkomandi á heimili konunnar á fimmtudagskvöldið en lögreglu barst útkall um líkamsárás á tíunda tímanum það kvöld. Konan var flutt alvarlega slösuð á Landspítalann þar sem hún var úrskurðuð látin.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 22. september 2017 16:14 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00
Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana í íbúð hennar við Hagamel í gærkvöldi var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 22. september 2017 16:14