Móðir lagði banka sem lánaði syninum milljónir fyrir Audi árið 2007 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 11:45 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Norðurlandi eystra að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar. Hafði kona, búsett á Akureyri, ábyrgst lán sonar síns sem hann tók til að kaupa Audi-bifreið, að eigin sögn til að „búa til smá pening“. Rekja má málið aftur til ársins 2007 þegar sonur konunnar tók 3,5 milljóna lán hjá Sparisjóði Reykjavíkur til þess að kaupa Audi-bifreið að verðmæti 7,2 milljóna króna. Móðir hans ábyrgðist lánið og var fasteign hennar á Akureyri sett að veði til tryggingar skuldinni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sonur konunnar hafi greitt af láninu allt þangað til í ársbyrjun 2010. Fyrir dómi sagði sonurinn að ástæðan fyrir því að hann hætti að greiða af láninu hafi verið sú að hann hafi sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara, sem hafi bannað honum að borga af láninu. Fyrir dómi kom jafnframt að hugmyndin með bílakaupunum hafi verið að reyna að hagnast á þeim. Ætlaði hann að selja bifreiðin aftur með hagnaði. Þetta hafii hins vegar farið „eins illa og hægt var“ en „það einfaldlega hrundi markaðurinn í bílasölu og það seldist ekki neitt og ég sat uppi með þennan bíl,“ líkt og kom fram hjá syninum fyrir dómi.Konan býr á Akureyri.Vísir/PjeturTaldi að bankinn hefði átt að vita að sonurinn gæti ekki staðið undir afborgunum Þegar uppi var staðið var skuldin komin í 8,9 milljónir króna og var móðir mannsins í ábyrgð fyrir þeim. Árið 2015 fór Arion banki, sem hafði fengið skuldina framselda frá Dróma hf., fram á það að fasteign konunnar yrði seld nauðungarsölu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi varð við beiðni Arion banka. Konan tók hins vegar til varna og vildi fá ákvörðun sýslumanns hnekkt. Byggði hún mál sitt meðal annars á því að Sparisjóður Reykjavíkur, upphaflegi lánveitandinn, hefði ekki staðið rétt að gerð greiðslumats þegar sonur hennar sótti um bílalánið. Framvísaði hún gögnum sem sýndu fram á það að mánaðarlegar tekjur sonar hennar og sambýliskonu þegar lánið var tekið árið 2007 hefðu ekki dugað fyrir mánaðarlegum útgjöldum. Voru mánaðarleg útgjöld þeirra alls 52.445 krónum hærri fjárhæð en mánaðarlegar ráðstöfunartekjur. Taldi hún að niðurstaða greiðslumats, sem benti til þess að sonur hennar gæti staðið við skuldbindingar sínar miðað við fjárhagsstöðu, væri röng. Taldi hún að ef réttilega hefði verið staðið að gerð greiðslumatsins hefði sonur hennar aldrei staðist greiðslumatið og því ekki fengið lánið. Miðað við fjármálasögu sonar hennar og sambýliskonu hefði bankanum mátt vera ljóst að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Við þær aðstæður hafi það verið ósanngjarnt að bankinn gæti velt áhættunni af lánveitingunni yfir á sig, að mati konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi leitt sterkar líkur að því að niðurstaða greiðslumatsins um að sonur hennar ætti að geta staðið við bílalánið væri röng. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að konan hafi sýnt af sér „talsvert fyrirhyggjuleysi“ með því að gangast í ábyrgð fyrir lánið hafi ekki verið sýnt fram á að hún hefði gert það, ef niðurstaða greiðslumatsins hefði verið á þá leið að sonur hennar gæti ekki staðið við lánaskuldbingar sínar. Var ákvörðun sýslumanns um að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar felld úr gildi. Þá þarf Arion banki jafnframt að greiða 1,7 milljón í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Norðurlandi eystra að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar. Hafði kona, búsett á Akureyri, ábyrgst lán sonar síns sem hann tók til að kaupa Audi-bifreið, að eigin sögn til að „búa til smá pening“. Rekja má málið aftur til ársins 2007 þegar sonur konunnar tók 3,5 milljóna lán hjá Sparisjóði Reykjavíkur til þess að kaupa Audi-bifreið að verðmæti 7,2 milljóna króna. Móðir hans ábyrgðist lánið og var fasteign hennar á Akureyri sett að veði til tryggingar skuldinni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sonur konunnar hafi greitt af láninu allt þangað til í ársbyrjun 2010. Fyrir dómi sagði sonurinn að ástæðan fyrir því að hann hætti að greiða af láninu hafi verið sú að hann hafi sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara, sem hafi bannað honum að borga af láninu. Fyrir dómi kom jafnframt að hugmyndin með bílakaupunum hafi verið að reyna að hagnast á þeim. Ætlaði hann að selja bifreiðin aftur með hagnaði. Þetta hafii hins vegar farið „eins illa og hægt var“ en „það einfaldlega hrundi markaðurinn í bílasölu og það seldist ekki neitt og ég sat uppi með þennan bíl,“ líkt og kom fram hjá syninum fyrir dómi.Konan býr á Akureyri.Vísir/PjeturTaldi að bankinn hefði átt að vita að sonurinn gæti ekki staðið undir afborgunum Þegar uppi var staðið var skuldin komin í 8,9 milljónir króna og var móðir mannsins í ábyrgð fyrir þeim. Árið 2015 fór Arion banki, sem hafði fengið skuldina framselda frá Dróma hf., fram á það að fasteign konunnar yrði seld nauðungarsölu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi varð við beiðni Arion banka. Konan tók hins vegar til varna og vildi fá ákvörðun sýslumanns hnekkt. Byggði hún mál sitt meðal annars á því að Sparisjóður Reykjavíkur, upphaflegi lánveitandinn, hefði ekki staðið rétt að gerð greiðslumats þegar sonur hennar sótti um bílalánið. Framvísaði hún gögnum sem sýndu fram á það að mánaðarlegar tekjur sonar hennar og sambýliskonu þegar lánið var tekið árið 2007 hefðu ekki dugað fyrir mánaðarlegum útgjöldum. Voru mánaðarleg útgjöld þeirra alls 52.445 krónum hærri fjárhæð en mánaðarlegar ráðstöfunartekjur. Taldi hún að niðurstaða greiðslumats, sem benti til þess að sonur hennar gæti staðið við skuldbindingar sínar miðað við fjárhagsstöðu, væri röng. Taldi hún að ef réttilega hefði verið staðið að gerð greiðslumatsins hefði sonur hennar aldrei staðist greiðslumatið og því ekki fengið lánið. Miðað við fjármálasögu sonar hennar og sambýliskonu hefði bankanum mátt vera ljóst að þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Við þær aðstæður hafi það verið ósanngjarnt að bankinn gæti velt áhættunni af lánveitingunni yfir á sig, að mati konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi leitt sterkar líkur að því að niðurstaða greiðslumatsins um að sonur hennar ætti að geta staðið við bílalánið væri röng. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að konan hafi sýnt af sér „talsvert fyrirhyggjuleysi“ með því að gangast í ábyrgð fyrir lánið hafi ekki verið sýnt fram á að hún hefði gert það, ef niðurstaða greiðslumatsins hefði verið á þá leið að sonur hennar gæti ekki staðið við lánaskuldbingar sínar. Var ákvörðun sýslumanns um að nauðungarsala fari fram á fasteign konunnar felld úr gildi. Þá þarf Arion banki jafnframt að greiða 1,7 milljón í málskostnað.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira