Laxeldi í Ísafjarðardjúpi hefði jákvæð áhrif á íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. september 2017 16:34 Gunnar Tryggvason kynnti skýrsluna á fjölmennum borgarafundi á Ísafirði í dag. Vísir/Skjáskot Í nýrri skýrslu ráðgjafarsviðs KPMG um laxeldi í Ísafjarðardjúpi sem unnin var fyrir fjórðungssamband Vestfjarða kemur fram að laxeldi geti haft mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Í Ísafjarðardjúpi hefur enn ekki verið veitt leyfi til laxeldis, en Hafrannsóknarstofnun hefur metið burðarþol þess. Telur stofnunin að hægt sé að leyfa allt að þrjátíu þúsund tonna lífmassa í laxeldi í Ísafjarðardjúpi á hverjum tíma en á grundvelli áhættumats á erfðablöndun á eldislaxi við náttúrulega stofna í laxgengum ám í nágrenninu leggst stofnunin gegn eldi í Ísafjarðardjúpi. Sveitarfélögin í Ísafjarðardjúpi hafa öll barist við erfiðleika í atvinnulífi og fólksfækkun á liðnum áratugum. Undir lok síðasta árs bjuggu 6.870 manns á Vestfjörðum en þróunin hefur verið stöðug niður á við. Hagvöxtur á Vestfjörðum segir sömu sögu en heildartekjur landshlutans drógust saman um 6% á síðastliðnum sjö árum. Þá segir enn fremur í skýrslu Byggðastofnunar að laun séu undir meðaltali landsins alls og fasteignaverð sé hvergi lægra.Stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingu samfélaga í byggðarlögum við ÍsafjarðardjúpÍ skýrslu KPMG er farið yfir líkleg áhrif á efnahag og íbúaþróun við 25 þúsund tonna laxeldis við Ísafjarðardjúp. Fjöldi beinna nýrra starfa er áætlaður um 260 og myndi ná hámarki um 11 árum eftir að ákvörðun um að leyfa eldi yrði tekin. Fjöldi afleiddra starfa sem verða til á svæðinu verði um 150 á sama tíma. Hvað varðar íbúaþróun er talið að íbúaþróunin myndi snúast við og að áætluð fjölgun verði um 900 manns í sveitarfélögum við Djúp á sama tíma og bein störf nái hámarki. Talið er að greiðslur á ári til ríkissjóðs myndu nema um 670 milljónum króna og um 590 milljón króna til sveitarfélaga þegar framleiðsla væri í hámarki og flest bein störf yrðu til. Heildarumfang 25 þús. tonna fiskeldis og óbeinna áhrifa er talið verða um 23 milljarða króna á ári við hámarksframleiðslu og heildarumfang stangveiði á svæðinu og óbeinna áhrifa er metinn um 220 milljónir króna á ári.Þá segir í skýrslunni að ólíklegt sé að ný atvinnustarfsemi hafi mikil ruðningsáhrif þar sem slaki er í efnahagslífi. Aftur á móti, ef uppbyggingin er hlutfallslega mikil þarf að taka tillit til þess að slíkra áhrifa gætir að lokum. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Í nýrri skýrslu ráðgjafarsviðs KPMG um laxeldi í Ísafjarðardjúpi sem unnin var fyrir fjórðungssamband Vestfjarða kemur fram að laxeldi geti haft mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Í Ísafjarðardjúpi hefur enn ekki verið veitt leyfi til laxeldis, en Hafrannsóknarstofnun hefur metið burðarþol þess. Telur stofnunin að hægt sé að leyfa allt að þrjátíu þúsund tonna lífmassa í laxeldi í Ísafjarðardjúpi á hverjum tíma en á grundvelli áhættumats á erfðablöndun á eldislaxi við náttúrulega stofna í laxgengum ám í nágrenninu leggst stofnunin gegn eldi í Ísafjarðardjúpi. Sveitarfélögin í Ísafjarðardjúpi hafa öll barist við erfiðleika í atvinnulífi og fólksfækkun á liðnum áratugum. Undir lok síðasta árs bjuggu 6.870 manns á Vestfjörðum en þróunin hefur verið stöðug niður á við. Hagvöxtur á Vestfjörðum segir sömu sögu en heildartekjur landshlutans drógust saman um 6% á síðastliðnum sjö árum. Þá segir enn fremur í skýrslu Byggðastofnunar að laun séu undir meðaltali landsins alls og fasteignaverð sé hvergi lægra.Stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingu samfélaga í byggðarlögum við ÍsafjarðardjúpÍ skýrslu KPMG er farið yfir líkleg áhrif á efnahag og íbúaþróun við 25 þúsund tonna laxeldis við Ísafjarðardjúp. Fjöldi beinna nýrra starfa er áætlaður um 260 og myndi ná hámarki um 11 árum eftir að ákvörðun um að leyfa eldi yrði tekin. Fjöldi afleiddra starfa sem verða til á svæðinu verði um 150 á sama tíma. Hvað varðar íbúaþróun er talið að íbúaþróunin myndi snúast við og að áætluð fjölgun verði um 900 manns í sveitarfélögum við Djúp á sama tíma og bein störf nái hámarki. Talið er að greiðslur á ári til ríkissjóðs myndu nema um 670 milljónum króna og um 590 milljón króna til sveitarfélaga þegar framleiðsla væri í hámarki og flest bein störf yrðu til. Heildarumfang 25 þús. tonna fiskeldis og óbeinna áhrifa er talið verða um 23 milljarða króna á ári við hámarksframleiðslu og heildarumfang stangveiði á svæðinu og óbeinna áhrifa er metinn um 220 milljónir króna á ári.Þá segir í skýrslunni að ólíklegt sé að ný atvinnustarfsemi hafi mikil ruðningsáhrif þar sem slaki er í efnahagslífi. Aftur á móti, ef uppbyggingin er hlutfallslega mikil þarf að taka tillit til þess að slíkra áhrifa gætir að lokum.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira