Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. september 2017 19:00 Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. Líkt og fram hefur komið var konu á fimmtugsaldri ráðinn bani að heimili sínu að Hagamel á fimmtudagskvöld. Konan var frá Lettlandi en hafði búið hér á landi í nokkur ár og starfaði á gistiheimili. Maður sem hafði átt í stuttu persónulegu sambandi við konuna var handtekinn á staðnum og var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn hælisleitandi hér á landi. Þetta er þriðja manndrápsmálið sem kemur upp á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani í byrjun janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í Mosfellsdal í júní. Að sögn afbrotafræðings hafa að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum og fram til 2017 erum við með tvö manndráp að jafnaði. Það eru alltaf einhverjar sveiflur þar sem þetta eru tiltölulega fá mál á hverju ári," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Þrátt fyrir að árið sé ekki liðið teljast málin því óvenju mörg í ár. „Ef við tökum árið 2017, og það er ekki einu sinni liðið, að þá erum við með þrjú manndráp. Það má því segja að við séum á þessu ári séum við með heldur fleiri manndráp en við höfum haft að jafnaði á síðustu árum og árið er ekki liðið," segir Helgi. Hann telur þó ekki unnt draga of víðtækar ályktanir af auknum málafjölda. „Við eigum ekki að draga of víðtækar ályktanir af þessum málum. En hvert manndráp slær mann auðvitað illa í þessu samfélagi sem við búum í; svona fámennu samfélagi og þetta heggur alltaf nærri okkur," segir Helgi.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á Hagamel Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. Líkt og fram hefur komið var konu á fimmtugsaldri ráðinn bani að heimili sínu að Hagamel á fimmtudagskvöld. Konan var frá Lettlandi en hafði búið hér á landi í nokkur ár og starfaði á gistiheimili. Maður sem hafði átt í stuttu persónulegu sambandi við konuna var handtekinn á staðnum og var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn hælisleitandi hér á landi. Þetta er þriðja manndrápsmálið sem kemur upp á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani í byrjun janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í Mosfellsdal í júní. Að sögn afbrotafræðings hafa að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum og fram til 2017 erum við með tvö manndráp að jafnaði. Það eru alltaf einhverjar sveiflur þar sem þetta eru tiltölulega fá mál á hverju ári," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Þrátt fyrir að árið sé ekki liðið teljast málin því óvenju mörg í ár. „Ef við tökum árið 2017, og það er ekki einu sinni liðið, að þá erum við með þrjú manndráp. Það má því segja að við séum á þessu ári séum við með heldur fleiri manndráp en við höfum haft að jafnaði á síðustu árum og árið er ekki liðið," segir Helgi. Hann telur þó ekki unnt draga of víðtækar ályktanir af auknum málafjölda. „Við eigum ekki að draga of víðtækar ályktanir af þessum málum. En hvert manndráp slær mann auðvitað illa í þessu samfélagi sem við búum í; svona fámennu samfélagi og þetta heggur alltaf nærri okkur," segir Helgi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á Hagamel Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira