Björn Ingi stofnar Samvinnuflokkinn en segist ekki á leið í framboð Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. september 2017 14:18 Björn Ingi Hrafnsson. Vísir/Ernir Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi nýs léns, samvinnuflokkurinn.is, en ganga má úr skugga um eignarhald síðunnar í lénaskrá ISNIC. Björn Ingi þvertekur fyrir að vera á leið í framboð.Hann hefur áður verið orðaður við framboð í borginni, en síðan hefur ríkisstjórnarsamstarfinu vitaskuld verið slitið og boðað hefur verið til alþingiskosninga eftir einungis nokkrar vikur. Hann segist ekki á leið í kosningabaráttu. „Ég er ekki sjálfur á leið í framboð. Ég vildi bara taka þátt í að búa til nýtt borgaralegt afl þar sem jöfnuður, réttlæti og framfarir leika lykilhlutverk. Ég er viss um að á næstunni muni öflugir aðilar ganga til liðs við okkur og stofna þennan flokk með formlegum hætti og veita honum forystu. Ég sé fyrir mér að þeir komi úr ýmsum áttum, líka fólk sem hefur hingað til ekki látið að sér kveða á hinu pólitíska sviði,“ útskýrir Björn Ingi, sem hefur staðið nokkur styr um undanfarið.Vill sjá stjórnmálin þroskastÍ byrjun mánaðar greindi Fréttablaðið frá því að hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefði keypt allar eignir fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf, að undanskildum héraðsfréttablöðum sem félagið hefur gefið út - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins. Þetta eru fjölmiðlar á borð við DV, dv.is, ÍNN, Eyjuna og fleiri miðlar. Í kjölfar kaupanna tilkynnti Björn Ingi að hann væri hættur störfum á miðlunum. En Björn Ingi er að hugsa um annað en fjölmiðla núna - hann vill sjá stjórnmálin þroskast. „Við þurfum á því að halda Íslendingar að vinna meira saman og ná samkomulagi um helstu mál, en standa ekki í eilífum ágreiningi um stórt og smátt og útiloka allskonar samstarfsfleti fyrirfram. Sú aðferðafræði hefur skilað íslenskum stjórnmálum upp á sker og vonandi ber okkur gæfa til þess að losna þaðan sem allra fyrst,“ segir Björn Ingi og bætir við að Samvinnuflokkurinn sé á frumstigi. Nafnið sé komið og lénið – svo ráðist framhaldið á næstu dögum. Stj.mál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi nýs léns, samvinnuflokkurinn.is, en ganga má úr skugga um eignarhald síðunnar í lénaskrá ISNIC. Björn Ingi þvertekur fyrir að vera á leið í framboð.Hann hefur áður verið orðaður við framboð í borginni, en síðan hefur ríkisstjórnarsamstarfinu vitaskuld verið slitið og boðað hefur verið til alþingiskosninga eftir einungis nokkrar vikur. Hann segist ekki á leið í kosningabaráttu. „Ég er ekki sjálfur á leið í framboð. Ég vildi bara taka þátt í að búa til nýtt borgaralegt afl þar sem jöfnuður, réttlæti og framfarir leika lykilhlutverk. Ég er viss um að á næstunni muni öflugir aðilar ganga til liðs við okkur og stofna þennan flokk með formlegum hætti og veita honum forystu. Ég sé fyrir mér að þeir komi úr ýmsum áttum, líka fólk sem hefur hingað til ekki látið að sér kveða á hinu pólitíska sviði,“ útskýrir Björn Ingi, sem hefur staðið nokkur styr um undanfarið.Vill sjá stjórnmálin þroskastÍ byrjun mánaðar greindi Fréttablaðið frá því að hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefði keypt allar eignir fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf, að undanskildum héraðsfréttablöðum sem félagið hefur gefið út - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins. Þetta eru fjölmiðlar á borð við DV, dv.is, ÍNN, Eyjuna og fleiri miðlar. Í kjölfar kaupanna tilkynnti Björn Ingi að hann væri hættur störfum á miðlunum. En Björn Ingi er að hugsa um annað en fjölmiðla núna - hann vill sjá stjórnmálin þroskast. „Við þurfum á því að halda Íslendingar að vinna meira saman og ná samkomulagi um helstu mál, en standa ekki í eilífum ágreiningi um stórt og smátt og útiloka allskonar samstarfsfleti fyrirfram. Sú aðferðafræði hefur skilað íslenskum stjórnmálum upp á sker og vonandi ber okkur gæfa til þess að losna þaðan sem allra fyrst,“ segir Björn Ingi og bætir við að Samvinnuflokkurinn sé á frumstigi. Nafnið sé komið og lénið – svo ráðist framhaldið á næstu dögum.
Stj.mál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira