Hin látna og hinn grunaði áttu í "stuttu persónulegu sambandi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. september 2017 19:02 Maðurinn huldi ekki andlit sitt fyrir myndavélum fjölmiðla þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag. vísir/anton Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. „Þau höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi eftir því sem næst verður komist,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu eða ekki. „Ég hef ekkert farið út í það sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Þar með talið það.“Frá vettvangi í gærkvöldi. Lögregla mætti á svæðið rétt fyrir klukkan tíu en tæknideild var að störfum í íbúðinni í alla nótt.VísirEkkert vitað um ástæður árásarinnar Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í nótt og var þeim framhaldið í dag og að málið hafi skýrst töluvert við það. „Við teljum okkur með nokkuð góða mynd af því hvað þarna gerðist.“Er eitthvað vitað um ástæður að baki árásarinnar? „Það er auðvitað hluti af því sem varð til rannsóknar, hverjar eru ástæður svona verknaðar og auðvitað er maðurinn réttilega með réttarstöðu grunaðs manns, hann hefur ekki verið dæmdur. Það er hluti af rannsókninni að afla þeirra upplýsinga um hvað viðkomandi hafi gengið til, gangist hann yfirleitt við þessum verknaði.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið. Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu. Manndráp á Hagamel Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. „Þau höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi eftir því sem næst verður komist,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu eða ekki. „Ég hef ekkert farið út í það sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Þar með talið það.“Frá vettvangi í gærkvöldi. Lögregla mætti á svæðið rétt fyrir klukkan tíu en tæknideild var að störfum í íbúðinni í alla nótt.VísirEkkert vitað um ástæður árásarinnar Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í nótt og var þeim framhaldið í dag og að málið hafi skýrst töluvert við það. „Við teljum okkur með nokkuð góða mynd af því hvað þarna gerðist.“Er eitthvað vitað um ástæður að baki árásarinnar? „Það er auðvitað hluti af því sem varð til rannsóknar, hverjar eru ástæður svona verknaðar og auðvitað er maðurinn réttilega með réttarstöðu grunaðs manns, hann hefur ekki verið dæmdur. Það er hluti af rannsókninni að afla þeirra upplýsinga um hvað viðkomandi hafi gengið til, gangist hann yfirleitt við þessum verknaði.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið. Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu.
Manndráp á Hagamel Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent