Hin látna og hinn grunaði áttu í "stuttu persónulegu sambandi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. september 2017 19:02 Maðurinn huldi ekki andlit sitt fyrir myndavélum fjölmiðla þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag. vísir/anton Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. „Þau höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi eftir því sem næst verður komist,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu eða ekki. „Ég hef ekkert farið út í það sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Þar með talið það.“Frá vettvangi í gærkvöldi. Lögregla mætti á svæðið rétt fyrir klukkan tíu en tæknideild var að störfum í íbúðinni í alla nótt.VísirEkkert vitað um ástæður árásarinnar Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í nótt og var þeim framhaldið í dag og að málið hafi skýrst töluvert við það. „Við teljum okkur með nokkuð góða mynd af því hvað þarna gerðist.“Er eitthvað vitað um ástæður að baki árásarinnar? „Það er auðvitað hluti af því sem varð til rannsóknar, hverjar eru ástæður svona verknaðar og auðvitað er maðurinn réttilega með réttarstöðu grunaðs manns, hann hefur ekki verið dæmdur. Það er hluti af rannsókninni að afla þeirra upplýsinga um hvað viðkomandi hafi gengið til, gangist hann yfirleitt við þessum verknaði.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið. Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu. Manndráp á Hagamel Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. „Þau höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi eftir því sem næst verður komist,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu eða ekki. „Ég hef ekkert farið út í það sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Þar með talið það.“Frá vettvangi í gærkvöldi. Lögregla mætti á svæðið rétt fyrir klukkan tíu en tæknideild var að störfum í íbúðinni í alla nótt.VísirEkkert vitað um ástæður árásarinnar Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í nótt og var þeim framhaldið í dag og að málið hafi skýrst töluvert við það. „Við teljum okkur með nokkuð góða mynd af því hvað þarna gerðist.“Er eitthvað vitað um ástæður að baki árásarinnar? „Það er auðvitað hluti af því sem varð til rannsóknar, hverjar eru ástæður svona verknaðar og auðvitað er maðurinn réttilega með réttarstöðu grunaðs manns, hann hefur ekki verið dæmdur. Það er hluti af rannsókninni að afla þeirra upplýsinga um hvað viðkomandi hafi gengið til, gangist hann yfirleitt við þessum verknaði.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið. Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu.
Manndráp á Hagamel Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira