Bý til mína eigin dansa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2017 11:15 Elnu Mattínu finnst fallegast á Íslandi við Skógafoss og veit af gullkistu á bak við hann. Vísir/Eyþór Árnason Elna Mattína Matthíasdóttir er átta ára nemandi í Hólabrekkuskóla. Henni finnst langskemmtilegast að læra stærðfræði. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að dansa ballett og hipphopp, spila á fiðluna mína, gera hárgreiðslur og teikna og ég er mjög mikill dýravinur. Mig langar mest af öllu í hvolp. Áttu þér uppáhaldslag? Uppáhaldslögin mín eru Áhrifin með Áttunni, B.O.B.A. með JóaPé og Króla, og Ég vil það með JóaPé og Chase. En uppáhaldssöngvara eða -söngkonu? Ég held mest upp á Sonju Rut Valdin í Áttunni. Er langt síðan þú byrjaðir í ballett? Ég byrjaði í Klassíska listdansskólanum þegar ég var að verða fjögurra ára. Æfir þú þig stundum að dansa heima? Já, ég bý til mína eigin dansa sem ég sýni fjölskyldunni við klassíska balletttónlist. Einu sinni fór mamma að gráta af því henni fannst dansinn svo fallegur. Hvað er það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig? Það skrítnasta var fyrir jólin 2015 þegar ég vaknaði um nótt og sá jólasvein teygja sig inn um gluggann minn til að setja mandarínu í skóinn. Ég þóttist vera sofandi og þorði ekki að segja neitt, því þá hefði honum getað brugðið og dottið niður úr stiganum sínum. Hvað gerðir þú skemmtilegast í sumar? Mér fannst skemmtilegast að fara á reiðnámskeið og í sumarbústað í Fnjóskadal. Þar er húsdýragarður sem heitir Dalalíf og þar mátti halda á kanínum. Hvar finnst þér fallegast á Íslandi? Hjá Skógafossi. Mér finnst fossinn svo fallegur og það er oft regnbogi í honum. Það leynist líka gullkista á bak við Skógafoss. Ef ég næði henni, sem ég get alveg, mundi ég gefa öllum fátækum gullið. Krakkar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Elna Mattína Matthíasdóttir er átta ára nemandi í Hólabrekkuskóla. Henni finnst langskemmtilegast að læra stærðfræði. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að dansa ballett og hipphopp, spila á fiðluna mína, gera hárgreiðslur og teikna og ég er mjög mikill dýravinur. Mig langar mest af öllu í hvolp. Áttu þér uppáhaldslag? Uppáhaldslögin mín eru Áhrifin með Áttunni, B.O.B.A. með JóaPé og Króla, og Ég vil það með JóaPé og Chase. En uppáhaldssöngvara eða -söngkonu? Ég held mest upp á Sonju Rut Valdin í Áttunni. Er langt síðan þú byrjaðir í ballett? Ég byrjaði í Klassíska listdansskólanum þegar ég var að verða fjögurra ára. Æfir þú þig stundum að dansa heima? Já, ég bý til mína eigin dansa sem ég sýni fjölskyldunni við klassíska balletttónlist. Einu sinni fór mamma að gráta af því henni fannst dansinn svo fallegur. Hvað er það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig? Það skrítnasta var fyrir jólin 2015 þegar ég vaknaði um nótt og sá jólasvein teygja sig inn um gluggann minn til að setja mandarínu í skóinn. Ég þóttist vera sofandi og þorði ekki að segja neitt, því þá hefði honum getað brugðið og dottið niður úr stiganum sínum. Hvað gerðir þú skemmtilegast í sumar? Mér fannst skemmtilegast að fara á reiðnámskeið og í sumarbústað í Fnjóskadal. Þar er húsdýragarður sem heitir Dalalíf og þar mátti halda á kanínum. Hvar finnst þér fallegast á Íslandi? Hjá Skógafossi. Mér finnst fossinn svo fallegur og það er oft regnbogi í honum. Það leynist líka gullkista á bak við Skógafoss. Ef ég næði henni, sem ég get alveg, mundi ég gefa öllum fátækum gullið.
Krakkar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira