Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2017 13:15 Frá vettvangi í gærkvöldi. Lögregla mætti á svæðið rétt fyrir klukkan tíu en tæknideild var að störfum í íbúðinni í alla nótt. Vísir Erlendur karlmaður á fertugsaldri lét öllum illum látum þegar hann var leiddur úr íbúðinni á Hagamel í gær þar sem konu á fimmtugsaldri var ráðinn bani. Þurfti lögregla að beita piparúða á manninn sem var á nærfötunum einum þegar hann var fluttur af vettvangi. Í framhaldinu var Íslendingur, sem bjó í íbúðinni ásamt konunni, leiddur út. Þetta hefur Vísir eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir á Hagamel í gærkvöldi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Anton Brink Fara fram á gæsluvarðhald Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sem stýrir rannsókninni, hefur sagt í samtali við Vísi að aðild mannanna að dauða konunnar sé talinn mismikill. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir erlenda manninum í dag. Þeim íslenska verður sleppt innan þeirra 24 klukkustunda sem lögregla má hafa fólk í haldi án varðhaldsúrskurðar.„Við höfum verið að yfirheyra í nótt og í morgun. Erum að reyna að greina aðild að málinu sem virðist vera misjöfn,“ segir Grímur í samtali við fréttastofu. „Við vitum nokkuð um það hver aðild þeirra er. Við erum að vinna áfram í því að skýra það.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirHeyrðu læti sem bentu til líkamsárásarLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið.Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. Mennirnir tveir voru handteknir. Annars vegar Íslendingur sem býr í íbúðinni ásamt konunni og hins vegar erlendur karlmaður á fertugsaldri.Lögreglubílar við húsið á Hagamel en konan og Íslendingurinn bjuggu í lítilli risíbúð ásamt þriðju konu.vísir/kolbeinn tumiBjuggu þrjú í íbúðinniFjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var Íslendingurinn leiddur af vettvangi.Samkvæmt heimildum Vísis bjuggu þrír í íbúðinni á Hagamel sem er lítil risíbúð, um þrjátíu fermetrar. Íbúðinni er skipt niður í minni einingar sem hver fyrir sig er leigð út. Konan, maðurinn og þriðja kona sem er erlendur námsmaður, búsett á Íslandi, deila íbúðinni. Konan mun ekkert tengjast málinu. Þeir sem til konunnar þekktu og Vísir hefur rætt við bera henni vel söguna. Hún hafi búið á Íslandi undanfarin ár og meðal annars starfað við ræstingar á hótelum víða um land. Þá hafa nágrannar ekki orðið varir við neina óreglu í íbúðinni, læti eða neitt í þeim dúrnum. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Erlendur karlmaður á fertugsaldri lét öllum illum látum þegar hann var leiddur úr íbúðinni á Hagamel í gær þar sem konu á fimmtugsaldri var ráðinn bani. Þurfti lögregla að beita piparúða á manninn sem var á nærfötunum einum þegar hann var fluttur af vettvangi. Í framhaldinu var Íslendingur, sem bjó í íbúðinni ásamt konunni, leiddur út. Þetta hefur Vísir eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir á Hagamel í gærkvöldi. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Anton Brink Fara fram á gæsluvarðhald Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sem stýrir rannsókninni, hefur sagt í samtali við Vísi að aðild mannanna að dauða konunnar sé talinn mismikill. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir erlenda manninum í dag. Þeim íslenska verður sleppt innan þeirra 24 klukkustunda sem lögregla má hafa fólk í haldi án varðhaldsúrskurðar.„Við höfum verið að yfirheyra í nótt og í morgun. Erum að reyna að greina aðild að málinu sem virðist vera misjöfn,“ segir Grímur í samtali við fréttastofu. „Við vitum nokkuð um það hver aðild þeirra er. Við erum að vinna áfram í því að skýra það.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirHeyrðu læti sem bentu til líkamsárásarLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið.Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. Mennirnir tveir voru handteknir. Annars vegar Íslendingur sem býr í íbúðinni ásamt konunni og hins vegar erlendur karlmaður á fertugsaldri.Lögreglubílar við húsið á Hagamel en konan og Íslendingurinn bjuggu í lítilli risíbúð ásamt þriðju konu.vísir/kolbeinn tumiBjuggu þrjú í íbúðinniFjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var Íslendingurinn leiddur af vettvangi.Samkvæmt heimildum Vísis bjuggu þrír í íbúðinni á Hagamel sem er lítil risíbúð, um þrjátíu fermetrar. Íbúðinni er skipt niður í minni einingar sem hver fyrir sig er leigð út. Konan, maðurinn og þriðja kona sem er erlendur námsmaður, búsett á Íslandi, deila íbúðinni. Konan mun ekkert tengjast málinu. Þeir sem til konunnar þekktu og Vísir hefur rætt við bera henni vel söguna. Hún hafi búið á Íslandi undanfarin ár og meðal annars starfað við ræstingar á hótelum víða um land. Þá hafa nágrannar ekki orðið varir við neina óreglu í íbúðinni, læti eða neitt í þeim dúrnum.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23
Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00
Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56