Icelandair dæmt til að greiða dánarbúi 70 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2017 17:29 Icelandair bar því við að flugstjóranum hefði verið sagt upp vegna kynferðislegrar áreitni gagnvart yfirflugfreyju flugsins. VÍSIR/VILHELM Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Icelandair þurfi að greiða dánarbúi flugstjóra tæplega sjötíu milljónir króna í skaðabætur. Skaðabæturnar stöfuðu af ólögmætri uppsögn frá árinu 2010.Dómur héraðsdóms féll í júní síðastliðnum en skaðabótaskylda Icelandair vegna uppsagnarinnar var viðurkennd með dómi Hæstaréttar árið 2013. Flugmanninum var sagt upp eftir að hafa verið á heimleið, sem almennur farþegi, eftir að hann hafði lokið verkefni á vegum félagsins. Þar hafði honum verið gert að sök að hafa verið ölvaður, með ógnandi hegðun og endurtekna kynferðislega áreitni gagnvart flugfreyjum á heimleið frá Kastrup. Var honum gert að fara inn á Vog til að kanna hvort hann væri með áfengissýki. Þar kom í ljós að svo var ekki en að hann væri með efnaskiptasjúkdóm og sykursýki sem gætu valdið því að hann finndi fyrir meiri ölvunaráhrifum. Sannað þótti að hann hefði neytt tveggja bjóra fyrir flug og rauðvínsflösku auk nokkurra líkjöra á meðan flugi stóð. Ekki þótti hann því hafa neytt áfengis í óhófi. Icelandair bar því einnig að flugstjóranum hefði verið sagt upp vegna kynferðislegrar áreitni gagnvart yfirflugfreyju flugsins. Flugmaðurinn lést þann 7. mars síðastliðinn og tók dánarbúið við aðild að dómsmálinu. Engar áminningar voru veittar stefnda áður en honum var sagt upp og því var bótaskylda félagsins staðfest. Dánarbú flugstjórans fór fram á jafngildi fullra launa í veikindaforföllum hans og jafngildi óskertrar tryggingafjárhæðar samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna. Ekki var fallist á skýringar Icelandair og flugstjóranum því dæmd full trygging Þarf Icelandair því að greiða dánarbúinu 68,8 miljónir króna auk þess sem að félagið greiði 1,5 milljónir í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Tengdar fréttir Icelandair gert að greiða dánarbúi flugstjóra sjötíu milljónir Manninum hafði verið sagt upp á ólögmætan hátt. 20. júní 2016 13:45 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Icelandair þurfi að greiða dánarbúi flugstjóra tæplega sjötíu milljónir króna í skaðabætur. Skaðabæturnar stöfuðu af ólögmætri uppsögn frá árinu 2010.Dómur héraðsdóms féll í júní síðastliðnum en skaðabótaskylda Icelandair vegna uppsagnarinnar var viðurkennd með dómi Hæstaréttar árið 2013. Flugmanninum var sagt upp eftir að hafa verið á heimleið, sem almennur farþegi, eftir að hann hafði lokið verkefni á vegum félagsins. Þar hafði honum verið gert að sök að hafa verið ölvaður, með ógnandi hegðun og endurtekna kynferðislega áreitni gagnvart flugfreyjum á heimleið frá Kastrup. Var honum gert að fara inn á Vog til að kanna hvort hann væri með áfengissýki. Þar kom í ljós að svo var ekki en að hann væri með efnaskiptasjúkdóm og sykursýki sem gætu valdið því að hann finndi fyrir meiri ölvunaráhrifum. Sannað þótti að hann hefði neytt tveggja bjóra fyrir flug og rauðvínsflösku auk nokkurra líkjöra á meðan flugi stóð. Ekki þótti hann því hafa neytt áfengis í óhófi. Icelandair bar því einnig að flugstjóranum hefði verið sagt upp vegna kynferðislegrar áreitni gagnvart yfirflugfreyju flugsins. Flugmaðurinn lést þann 7. mars síðastliðinn og tók dánarbúið við aðild að dómsmálinu. Engar áminningar voru veittar stefnda áður en honum var sagt upp og því var bótaskylda félagsins staðfest. Dánarbú flugstjórans fór fram á jafngildi fullra launa í veikindaforföllum hans og jafngildi óskertrar tryggingafjárhæðar samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna. Ekki var fallist á skýringar Icelandair og flugstjóranum því dæmd full trygging Þarf Icelandair því að greiða dánarbúinu 68,8 miljónir króna auk þess sem að félagið greiði 1,5 milljónir í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar má nálgast hér.
Tengdar fréttir Icelandair gert að greiða dánarbúi flugstjóra sjötíu milljónir Manninum hafði verið sagt upp á ólögmætan hátt. 20. júní 2016 13:45 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Icelandair gert að greiða dánarbúi flugstjóra sjötíu milljónir Manninum hafði verið sagt upp á ólögmætan hátt. 20. júní 2016 13:45