Innlent

Fjórðungur kosið í próf­kjöri Við­reisnar

Agnar Már Másson skrifar
Róbert, Aðalsteinn, Signý og Björg sækjast eftir oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík.
Róbert, Aðalsteinn, Signý og Björg sækjast eftir oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík. Kári Einars

Fjórðungur Viðreisnarmanna á kjörskrá hefur þegar greitt atkvæði í prófkjöri flokksins í Reykjavík í dag, að sögn formanns kjörstjórnar. Fjórir sækjast eftir því að vera borgarstjóraefni Viðreisnar.

Prófkjör Viðreisnar í Reykjavík hófst á miðnætti og stendur til klukkan 18 í dag.  Prófkjörið er rafrænt á vidreisn.is og kosningarétt hafa þeir sem voru skráðir eru í Viðreisn fyrir fimmtudag, eru 16 ára eða eldri og hafa lögheimili í Reykjavík.

Klukkan 10.30 í dag höfðu um 750 manns þegar greitt atkvæði, að sögn Sverris Páls Einarssonar, formanns kjörstjórnar.

Fjórir bjóða sig fram til að leiða lista Viðreisnar í höfuðborginni; Aðalsteinn Leifsson, Björg Magnúsdóttir, Róbert Ragnarsson og Signý Sigurðardóttir.

Félögum í Viðreisn fjölgaði um helming frá því fyrir prófkjör og þar til skráningu lauk á fimmtudag fyrir prófkjör flokksins. Alls eru félagar núna um þrjú þúsund en voru um 1.900 áður en prófkjörsbaráttan hófst.

Vísir verður í beinni útsendingu frá kosningavöku flokksins sem haldin er á Petersen í kvöld þar sem reiknað er með að úrslit verði kynnt í kringum kl. 19.10. Frambjóðendur tókust á í Pallborði Vísis á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×