Guðni bað fólk um að hafa varann á Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2017 12:43 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í pontu í Háskólabíói í dag. Youtube Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti aldarafmæli Viðskiptaráðs Íslands í Háskólabíói rétt í þessu. Áður en hann setti viðburðinn lagði hann fram óskaráð sitt þess efnis að viðskiptalífið myndi afla með réttu, gæta með visku og veita með mildi. Í ávarpi sínu minntist Guðni á að fyrir áratug virtist ósköp bjart yfir íslensku viðskiptalífi. En dramb væri falli næst, því ári síðar skall á með bankahruni og varð árið 2007 að táknmynd sinnuleysis og gorgeirs. Guðni sagði íslenskt viðskiptalíf eiga að draga lærdóm af þessari reynslu og að stefna ætti saman að enn betra samfélagi þar sem hlúð er að þeim sem eiga á brattan að sækja, samfélagi þar sem menntun, heilbrigði, jafnræði sé að leiðarljósi sem og friður, réttlæti og fegurð. Guðni minntist rithöfundarins Sigurðar Pálssonar og las upp ljóð úr bókinni Ljóð muna rödd: Hvað sem hver segir byggir friður á réttlæti Hvað sem hver segir er fegurðin ekki skraut heldur kjarni lífsins Já gefðu mér rödd gefðu mér spámannsrödd til að bera fegurðinni vitni Gefðu mér rödd til að bera réttlætinu vitni Guðni sagði þetta ljóð vera boðskap um fagra framtíð, hin raunverulegu gildi lífsins. „Megi fagrar framtíðar vonir rætast,“ sagði Guðni en hann rifjaði einnig upp nýlega ræðu Sigurðar sem sagði aðgang að fortíðinni eiga að vera stökkpall inn í framtíðina. Sá sem hefur lifandi aðgang að fortíðinni sé betur til þess fallinn að ráða við framtíðina. „Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta djúp sannindi,“ sagði sagnfræðingurinn Guðni.Að neðan má sjá upptöku frá fundinum sem var í beinni útsendingu á Vísi. Tengdar fréttir Bein útsending: Forysta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar Dominic Barton, forstjóri McKinsey & Co, heldur fyrirlestur í Háskólabíó. Forseti Íslands heldur sömuleiðis ávarp. 21. september 2017 11:45 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti aldarafmæli Viðskiptaráðs Íslands í Háskólabíói rétt í þessu. Áður en hann setti viðburðinn lagði hann fram óskaráð sitt þess efnis að viðskiptalífið myndi afla með réttu, gæta með visku og veita með mildi. Í ávarpi sínu minntist Guðni á að fyrir áratug virtist ósköp bjart yfir íslensku viðskiptalífi. En dramb væri falli næst, því ári síðar skall á með bankahruni og varð árið 2007 að táknmynd sinnuleysis og gorgeirs. Guðni sagði íslenskt viðskiptalíf eiga að draga lærdóm af þessari reynslu og að stefna ætti saman að enn betra samfélagi þar sem hlúð er að þeim sem eiga á brattan að sækja, samfélagi þar sem menntun, heilbrigði, jafnræði sé að leiðarljósi sem og friður, réttlæti og fegurð. Guðni minntist rithöfundarins Sigurðar Pálssonar og las upp ljóð úr bókinni Ljóð muna rödd: Hvað sem hver segir byggir friður á réttlæti Hvað sem hver segir er fegurðin ekki skraut heldur kjarni lífsins Já gefðu mér rödd gefðu mér spámannsrödd til að bera fegurðinni vitni Gefðu mér rödd til að bera réttlætinu vitni Guðni sagði þetta ljóð vera boðskap um fagra framtíð, hin raunverulegu gildi lífsins. „Megi fagrar framtíðar vonir rætast,“ sagði Guðni en hann rifjaði einnig upp nýlega ræðu Sigurðar sem sagði aðgang að fortíðinni eiga að vera stökkpall inn í framtíðina. Sá sem hefur lifandi aðgang að fortíðinni sé betur til þess fallinn að ráða við framtíðina. „Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta djúp sannindi,“ sagði sagnfræðingurinn Guðni.Að neðan má sjá upptöku frá fundinum sem var í beinni útsendingu á Vísi.
Tengdar fréttir Bein útsending: Forysta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar Dominic Barton, forstjóri McKinsey & Co, heldur fyrirlestur í Háskólabíó. Forseti Íslands heldur sömuleiðis ávarp. 21. september 2017 11:45 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Bein útsending: Forysta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar Dominic Barton, forstjóri McKinsey & Co, heldur fyrirlestur í Háskólabíó. Forseti Íslands heldur sömuleiðis ávarp. 21. september 2017 11:45