„Það er mikill áhugi á eigninni og ég fæ tvær til þrjár fyrirspurnir á dag,“ segir Brynjólfur.
Eignin er timburhús á steyptum grunni og skiptist í 451,8 fm aðalbyggingu sem er með aukaíbúð í kjallara, 105,8 fm bílskúr sem er með með aukaíbúð á rishæð, 40 fm gróðurhús og 94,1 fm hesthús.
Hesthúsið er fyrir sex til átta hesta. Þar er flísalagt anddyri, eldhús með hita í gólfi, góðum borðkrók og útsýni yfir Elliðavatnið og baðherbergi með flísum á gólfi, opnanlegu fagi og upphengdu klósetti.
Hesthúsið sjálft er með nýlegt afgirt gerði og í næsta nágrenni eru fallegar reiðleiðir, m.a. um Vatnsenda og Elliðavatn.
Það er því vel hægt að kalla þetta búgarð en þeir eru sjaldséðir á höfuðborgarsvæðinu þótt megi finna þá nokkra í Kópavogi. Enginn af þeim er þó til sölu.
„Þó það gerist ekki endilega strax þá mun þessi eign fara. Hún er það einstök,“ segir Brynjólfur.




