Manntjón og eyðilegging í Mexíkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. september 2017 06:00 Björgunarfólk kallar eftir þögn með því að lyfta höndum. Það eykur líkurnar á að heyra í þeim gröfnu. vísir/afp Að minnsta kosti þrjátíu börn fórust og þrjátíu til viðbótar var saknað eftir að skóli þeirra hrundi í jarðskjálftanum sem skók Mexíkó á þriðjudag. Frá þessu greindi Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, í gær. Skjálftinn, sem mældist 7,1 stig, olli gífurlegu tjóni í Mexíkóborg og nærliggjandi ríkjum og er talið að alls hafi að minnsta kosti 216 farist í hamförunum. Upptök skjálftans voru nærri Atencingo í Puebla-ríki, nærri 120 kílómetra frá Mexíkóborg. Flestir létust hins vegar í Mexíkóborg, 86 talsins. Þá fórst 71 í Morelos-ríki og 43 í Puebla-ríki. Alfredo del Mazo Maza, ríkisstjóri Mexíkó, lokaði öllum skólum Mexíkó-ríkis í dag og ákvað sömuleiðis að allar almenningssamgöngur yrðu ókeypis. Menntamálaráðuneyti Mexíkó greindi frá því í gær að 209 skólabyggingar hefðu skemmst vegna skjálftans, þar af 15 illa. Björgunarfólk hefur nýtt hverja stund til þess að leita að fólki sem festist undir braki úr byggingum en fjölmörg hús hrundu í skjálftanum, þar af 39 í Mexíkóborg. Hefur björgunarfólkið notið aðstoðar hermanna, lögreglu, slökkviliðs og sjálfboðaliða. Í samtali við Televisa sagði Miguel Angel Mancera borgarstjóri í gær að á meðal bygginganna væru sex hæða íbúðablokk, matvöruverslun og verksmiðja. Þá greindi sjónvarpsstöðin jafnframt frá því að 26 hefði verið bjargað úr rústum byggingar sem áður stóð við Álvaro Obregón-stræti en þrettán væru enn fastir í rústunum. Innviðir Mexíkóborgar eru afar laskaðir eftir hamfarirnar og greindi BBC frá því í gær að um tvær milljónir væru án rafmagns og símasambands. Borgarbúar voru jafnframt varaðir við því að reykja úti á götu þar sem gasleiðslur gætu hafa skemmst. Stutt er síðan 8,2 stiga skjálfti reið yfir Mexíkó en að sögn jarðfræðings hjá BBC virðast skjálftarnir ótengdir. Um 650 kílómetrar eru á milli upptaka skjálftanna en venjulega eru eftirskjálftar með upptök innan við 100 kílómetra frá upptökum upprunalega skjálftans. Þá voru á þriðjudag 32 ár liðin frá því að stór skjálfti reið yfir Mexíkóborg og varð um tíu þúsund manns að bana. 400 byggingar hrundu í þeim skjálfta. Skjálfti þriðjudagsins reið yfir þegar jarðskjálftaæfing var haldin í tilefni af afmæli gamla skjálftans og samkvæmt mexíkóskum fjölmiðlum mistúlkuðu allnokkrir skjálftaviðvaranir sem hluta æfingarinnar. Nítján jarðskjálftar, sterkari en 6,5 stig, hafa riðið yfir svæðið í 250 kílómetra radíus frá upptökum skjálfta þriðjudagsins undanfarna öld. Er það vegna þess að í Mexíkó er einna mest skjálftavirkni í heiminum enda er ríkið á flekaskilum þriggja af stærstu jarðskorpuflekum plánetunnar, Norður-Ameríkuflekans, Kókosflekans og Kyrrahafsflekans. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Að minnsta kosti þrjátíu börn fórust og þrjátíu til viðbótar var saknað eftir að skóli þeirra hrundi í jarðskjálftanum sem skók Mexíkó á þriðjudag. Frá þessu greindi Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, í gær. Skjálftinn, sem mældist 7,1 stig, olli gífurlegu tjóni í Mexíkóborg og nærliggjandi ríkjum og er talið að alls hafi að minnsta kosti 216 farist í hamförunum. Upptök skjálftans voru nærri Atencingo í Puebla-ríki, nærri 120 kílómetra frá Mexíkóborg. Flestir létust hins vegar í Mexíkóborg, 86 talsins. Þá fórst 71 í Morelos-ríki og 43 í Puebla-ríki. Alfredo del Mazo Maza, ríkisstjóri Mexíkó, lokaði öllum skólum Mexíkó-ríkis í dag og ákvað sömuleiðis að allar almenningssamgöngur yrðu ókeypis. Menntamálaráðuneyti Mexíkó greindi frá því í gær að 209 skólabyggingar hefðu skemmst vegna skjálftans, þar af 15 illa. Björgunarfólk hefur nýtt hverja stund til þess að leita að fólki sem festist undir braki úr byggingum en fjölmörg hús hrundu í skjálftanum, þar af 39 í Mexíkóborg. Hefur björgunarfólkið notið aðstoðar hermanna, lögreglu, slökkviliðs og sjálfboðaliða. Í samtali við Televisa sagði Miguel Angel Mancera borgarstjóri í gær að á meðal bygginganna væru sex hæða íbúðablokk, matvöruverslun og verksmiðja. Þá greindi sjónvarpsstöðin jafnframt frá því að 26 hefði verið bjargað úr rústum byggingar sem áður stóð við Álvaro Obregón-stræti en þrettán væru enn fastir í rústunum. Innviðir Mexíkóborgar eru afar laskaðir eftir hamfarirnar og greindi BBC frá því í gær að um tvær milljónir væru án rafmagns og símasambands. Borgarbúar voru jafnframt varaðir við því að reykja úti á götu þar sem gasleiðslur gætu hafa skemmst. Stutt er síðan 8,2 stiga skjálfti reið yfir Mexíkó en að sögn jarðfræðings hjá BBC virðast skjálftarnir ótengdir. Um 650 kílómetrar eru á milli upptaka skjálftanna en venjulega eru eftirskjálftar með upptök innan við 100 kílómetra frá upptökum upprunalega skjálftans. Þá voru á þriðjudag 32 ár liðin frá því að stór skjálfti reið yfir Mexíkóborg og varð um tíu þúsund manns að bana. 400 byggingar hrundu í þeim skjálfta. Skjálfti þriðjudagsins reið yfir þegar jarðskjálftaæfing var haldin í tilefni af afmæli gamla skjálftans og samkvæmt mexíkóskum fjölmiðlum mistúlkuðu allnokkrir skjálftaviðvaranir sem hluta æfingarinnar. Nítján jarðskjálftar, sterkari en 6,5 stig, hafa riðið yfir svæðið í 250 kílómetra radíus frá upptökum skjálfta þriðjudagsins undanfarna öld. Er það vegna þess að í Mexíkó er einna mest skjálftavirkni í heiminum enda er ríkið á flekaskilum þriggja af stærstu jarðskorpuflekum plánetunnar, Norður-Ameríkuflekans, Kókosflekans og Kyrrahafsflekans.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30
Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28