Gekk berserksgang á Dominos Anton Egilsson skrifar 20. september 2017 18:13 Lögregla hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum á undanförnum mánuðum. Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hælisleitandi frá Marókkó skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 2. október næstkomandi. Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum undanfarna mánuði, síðast þann 2. september en þá gekk maðurinn berserksgang á sölustað Dominos í Skeifunni. Ýmis mál er varða manninn eru til meðferðar og rannsóknar hjá lögreglu en lögregla hefur þurft að hafa afskipti af honum meðal annars vegna hótana, ógnandi og annarlegrar hegðunar hans, ofbeldis og fíkniefnalagabrota. Þann 6. ágúst síðastliðinn barst lögreglu tilkynning um manninn þar sem hann hafi verið nakinn og blóðugur og látið illum látum. Maðurinn hafi meðal annars. brotið topplúgu á bifreið og tekið um andlit manns, rifið af honum gleraugun og klínt blóði í fötin hans. Þá barst lögreglu tilkynning er varðaði manninn þann 6. ágúst síðastliðinn en þá hafði hann verið með óspektir í íbúð fyrir hælisleitendur. Hafi hann neytt mikils magns af áfengi og maríjúana.Spurði lögreglumenn hvort þeir gætu skotið hannÞað var svo þann 2. september síðastliðinn sem tilkynnt var um manninn á sölustað Dominos í Skeifunni. Hafði hann beðið um að fá að fara á salerni en ekki fengið. Varð hann þá ósáttur og heimtaði að fá gaffal. Var honum einnig neitað um það og hótaði hann þá að eyðileggja posa á staðnum ef hann fengi ekki gaffal. Þegar honum var aftur neitað, reif hann í snúrur sem voru í posum í afgreiðslunni og eyðilagði tvo posa. Þá fór hann út og reif rúðuþurrku af bifreið sem stóð fyrir utan staðinn. Er lögregla kom á vetttvang var maðurinn farinn á brott, en lögreglumenn fundu hann í Hagkaup í Skeifunni. Sáu þeir hann ganga rakleiðis framhjá afgreiðslukössum verslunarinnar. Handtóku þeir hann, en við handtökuna datt svitalyktareyðir undan úlpu hans og vildi maðurinn meina að lögreglumenn hefðu komið þessu fyrir á honum. Við handtökuna spurði maðurinn lögreglumenn hvort þeir væru ekki vopnaðir byssum og hvort þeir gætu ekki skotið hann.Skrifaði Ísland undir mynd tengda Ríki íslamsÍ greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn hafi sótt um hæli á Íslandi í september 2015 og hafi meðal annars komið fram í viðtali hans að hann hafi setið í fangelsi í heimalandi sínu Marokkó í fimm mánuði vegna þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfingu. Eins og áður segir hefur lögregla ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum. Í kjölfar þess hafi farið fram ógnarmat á manninum hjá embætti Ríkislögreglustjóra þar sem meðal annars hafi verið óskað eftir upplýsingum um hann frá erlendum löggæslustofnunum. Við gerð matsins hafi komi í ljós að maðurinn hafi birt mynd á Facebook síðu sinni þann 1. ágúst síðastliðinn tengda hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og ritað Ísland undir myndina. Búið er að taka ákvörðun um að hælisumsókn mannsins og hefur honum verið synjað um vernd, síðast með ákvörðun kærunefndar útlendingamála þann 26. janúar síðastliðinn. Unnið er að því vísa manninum frá landi og í því skyni er embætti Ríkislögreglustjóra í samskiptum við yfirvöld í móttökulandinu.Dóm Hæstaréttar Íslands má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hælisleitandi frá Marókkó skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 2. október næstkomandi. Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum undanfarna mánuði, síðast þann 2. september en þá gekk maðurinn berserksgang á sölustað Dominos í Skeifunni. Ýmis mál er varða manninn eru til meðferðar og rannsóknar hjá lögreglu en lögregla hefur þurft að hafa afskipti af honum meðal annars vegna hótana, ógnandi og annarlegrar hegðunar hans, ofbeldis og fíkniefnalagabrota. Þann 6. ágúst síðastliðinn barst lögreglu tilkynning um manninn þar sem hann hafi verið nakinn og blóðugur og látið illum látum. Maðurinn hafi meðal annars. brotið topplúgu á bifreið og tekið um andlit manns, rifið af honum gleraugun og klínt blóði í fötin hans. Þá barst lögreglu tilkynning er varðaði manninn þann 6. ágúst síðastliðinn en þá hafði hann verið með óspektir í íbúð fyrir hælisleitendur. Hafi hann neytt mikils magns af áfengi og maríjúana.Spurði lögreglumenn hvort þeir gætu skotið hannÞað var svo þann 2. september síðastliðinn sem tilkynnt var um manninn á sölustað Dominos í Skeifunni. Hafði hann beðið um að fá að fara á salerni en ekki fengið. Varð hann þá ósáttur og heimtaði að fá gaffal. Var honum einnig neitað um það og hótaði hann þá að eyðileggja posa á staðnum ef hann fengi ekki gaffal. Þegar honum var aftur neitað, reif hann í snúrur sem voru í posum í afgreiðslunni og eyðilagði tvo posa. Þá fór hann út og reif rúðuþurrku af bifreið sem stóð fyrir utan staðinn. Er lögregla kom á vetttvang var maðurinn farinn á brott, en lögreglumenn fundu hann í Hagkaup í Skeifunni. Sáu þeir hann ganga rakleiðis framhjá afgreiðslukössum verslunarinnar. Handtóku þeir hann, en við handtökuna datt svitalyktareyðir undan úlpu hans og vildi maðurinn meina að lögreglumenn hefðu komið þessu fyrir á honum. Við handtökuna spurði maðurinn lögreglumenn hvort þeir væru ekki vopnaðir byssum og hvort þeir gætu ekki skotið hann.Skrifaði Ísland undir mynd tengda Ríki íslamsÍ greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn hafi sótt um hæli á Íslandi í september 2015 og hafi meðal annars komið fram í viðtali hans að hann hafi setið í fangelsi í heimalandi sínu Marokkó í fimm mánuði vegna þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfingu. Eins og áður segir hefur lögregla ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum. Í kjölfar þess hafi farið fram ógnarmat á manninum hjá embætti Ríkislögreglustjóra þar sem meðal annars hafi verið óskað eftir upplýsingum um hann frá erlendum löggæslustofnunum. Við gerð matsins hafi komi í ljós að maðurinn hafi birt mynd á Facebook síðu sinni þann 1. ágúst síðastliðinn tengda hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og ritað Ísland undir myndina. Búið er að taka ákvörðun um að hælisumsókn mannsins og hefur honum verið synjað um vernd, síðast með ákvörðun kærunefndar útlendingamála þann 26. janúar síðastliðinn. Unnið er að því vísa manninum frá landi og í því skyni er embætti Ríkislögreglustjóra í samskiptum við yfirvöld í móttökulandinu.Dóm Hæstaréttar Íslands má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira