Stór hluti telur stöðu Bjarna hafa versnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2017 06:00 Þrír af hverjum fjórum telja að staða Bjarna Benediktssonar hafi versnað á síðustu dögum. visir/anton brink Um 75 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að pólitísk staða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé veikari eftir atburði síðustu daga. Tæp 11 prósent telja að staða hans sé sterkari en rúm 14 prósent telja að staðan sé óbreytt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar slitnaði á fimmtudagskvöld eftir að upplýst var að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði veitt dæmdum barnaníðingi umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta samstarfinu á forsendum trúnaðarbrest sem hafi komið upp með því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafði veitt Bjarna upplýsingar um umsögnina, án þess að forystumenn hinna stjórnarflokkanna fengju sömu upplýsingar. Í könnuninni voru svarendur líka spurðir að því hverjum stjórnarflokkanna þeim þætti standa verst eftir atburði síðustu daga. Niðurstaðan var sú að 68,4 prósent sögðu Sjálfstæðisflokkinn standa verst eftir atburði síðustu daga, 25,9 prósent sögðu Bjarta framtíð standa verst, en 3,4 prósent nefndu Viðreisn. Þá sögðu 2,3 prósent að staða flokkanna væri óbreytt. Hringt var í 1.311 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 18. september. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var annars vegar: Er pólitísk staða Bjarna Benediktssonar sterkari eða veikari eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 84,5 þeirra sem svöruðu afstöðu til þeirrar spurningar, 11 prósent voru óákveðnir en 4 prósent svöruðu ekki spurningunni. Hins vegar var spurt: Hver stjórnarflokkanna finnst þér standa verst eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 71,4 prósent afstöðu til þeirrar spurningar, 21 prósent voru óákveðnir en 7 prósent svöruðu ekki spurningunni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Um 75 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að pólitísk staða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé veikari eftir atburði síðustu daga. Tæp 11 prósent telja að staða hans sé sterkari en rúm 14 prósent telja að staðan sé óbreytt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar slitnaði á fimmtudagskvöld eftir að upplýst var að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði veitt dæmdum barnaníðingi umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta samstarfinu á forsendum trúnaðarbrest sem hafi komið upp með því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafði veitt Bjarna upplýsingar um umsögnina, án þess að forystumenn hinna stjórnarflokkanna fengju sömu upplýsingar. Í könnuninni voru svarendur líka spurðir að því hverjum stjórnarflokkanna þeim þætti standa verst eftir atburði síðustu daga. Niðurstaðan var sú að 68,4 prósent sögðu Sjálfstæðisflokkinn standa verst eftir atburði síðustu daga, 25,9 prósent sögðu Bjarta framtíð standa verst, en 3,4 prósent nefndu Viðreisn. Þá sögðu 2,3 prósent að staða flokkanna væri óbreytt. Hringt var í 1.311 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 18. september. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var annars vegar: Er pólitísk staða Bjarna Benediktssonar sterkari eða veikari eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 84,5 þeirra sem svöruðu afstöðu til þeirrar spurningar, 11 prósent voru óákveðnir en 4 prósent svöruðu ekki spurningunni. Hins vegar var spurt: Hver stjórnarflokkanna finnst þér standa verst eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 71,4 prósent afstöðu til þeirrar spurningar, 21 prósent voru óákveðnir en 7 prósent svöruðu ekki spurningunni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00