Tími tveggja flokka stjórna liðinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. september 2017 06:00 Ef niðurstöður komandi kosninga verða í takti við þá niðurstöðu sem skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sýnir verður Sjálfstæðisflokkurinn í svipaðri stöðu og hann var eftir kosningarnar 2009, rétt eftir bankahrunið. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis fengi Sjálfstæðisflokkurinn 23 prósenta fylgi og 15 þingmenn kjörna. Hann var með 23,7 prósenta fylgi í kosningunum 2009 og fékk 16 þingmenn kjörna. Það var minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í kosningum. Vinstri græn eru með 22,8 prósenta fylgi í könnuninni og fengju 15 þingmenn kjörna. Það er einnig áþekkt niðurstöðum kosninganna 2009 þegar VG fékk 21,7 prósent greiddra atkvæða upp úr kjörkössunum og 14 þingmenn kjörna. Samkvæmt könnuninni eru Píratar þriðji stærsti flokkurinn með tæp 14 prósent, Flokkur fólksins er með tæp 11 prósent og Framsóknarflokkurinn rúm 10 prósent. Björt framtíð er með rúm 7 prósent og Samfylkingin og Viðreisn eru með rúm 5 prósent hvor. Samkvæmt þessum niðurstöðum fengju átta flokkar kjörna fulltrúa á Alþingi. Það yrði einstök staða í íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að sér hugnist ekki samstarf margra flokka. „Ég vil sjá að nýju stjórnarsamstarf sem byggir á tveimur sterkum flokkum. Ég held að það kosti minnstar málamiðlanir milli flokka og ef slík stjórn verður í boði eftir kosningar þá verði það langsterkasti kosturinn, fyrsti kosturinn í mínum huga er að mynda tveggja flokka stjórn. Ég held hins vegar að margt segi manni að, eins og sakir standa, sé það ólíklegt,“ sagði hann í samtali við fjölmiðla eftir að hann skilaði Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, þingrofsbeiðni á mánudag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þá daga liðna að Íslendingar geti fengið tveggja flokka stjórnir. „Þessi könnun kemur auðvitað í kjölfar mikilla atburða, þegar ríkisstjórn hrynur, en ef við tökum niðurstöðuna eins og hún liggur fyrir þá sjáum við að flokkakerfið hefur riðlast,“ segir hann. Þessi breyting útiloki að hægt sé að búast við tveggja flokka stjórn. Eiríkur Bergmann segir að með svo marga flokka séum við komin miklu nær hinu skandinavíska flokkakerfi. Danska og norska módelið sé í kringum átta flokka. „Ég held líka að pólitískt séum við komin á þann stað að minnihlutastjórnir geta verið eina leiðin til að fá festu í stjórnarfarið. Það er bara einhver pólitískur veruleiki sem við verðum að venja okkur við,“ segir Eiríkur. Stjórnskipan í ríkjum í kringum okkur byggi mikið á minnihlutastjórnum og það sé ekkert náttúrulögmál að Íslendingar séu með meirihlutastjórnir. „En þetta er allt óljóst núna og botnbaráttan er rosaleg í þessari könnun. Þú ert með þrjá flokka sem allir geta dottið út af þingi. Það breytir öllu hver þróunin á því fylgi verður,“ segir hann.64 prósent telja að Björt framtíð hafi haft gilda ástæðu Tæplega tveir af hverjum þremur, eða 64,3% þeirra sem afstöðu, taka telja að meintur trúnaðarbrestur vegna málsmeðferðar á málum barnaníðinga hafi verið gild ástæða til stjórnarslita. Hins vegar telja 35,7 prósent að það hafi ekki verið gild ástæða til stjórnarslita. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Eins og fram hefur komið ákvað stjórn Bjartrar framtíðar að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn eftir að upplýst hafði verið að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafði skrifað undir umsögn fyrir dæmdan barnaníðing vegna umsóknar um uppreist æru. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra upplýsti svo um það opinberlega að hún hefði sagt forsætisráðherra frá tengslunum. Forystumönnum annarra stjórnarflokka var ekki sagt frá því. Spurt var: Var meintur trúnaðarbrestur vegna málsmeðferðar á málum barnaníðinganna gild ástæða til stjórnarslita. Alls tóku 79 prósent afstöðu til spurningarinnar, 16 prósent sögðust óákveðnir í afstöðu sinni en 5 prósent svöruðu ekki. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Ef niðurstöður komandi kosninga verða í takti við þá niðurstöðu sem skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sýnir verður Sjálfstæðisflokkurinn í svipaðri stöðu og hann var eftir kosningarnar 2009, rétt eftir bankahrunið. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis fengi Sjálfstæðisflokkurinn 23 prósenta fylgi og 15 þingmenn kjörna. Hann var með 23,7 prósenta fylgi í kosningunum 2009 og fékk 16 þingmenn kjörna. Það var minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í kosningum. Vinstri græn eru með 22,8 prósenta fylgi í könnuninni og fengju 15 þingmenn kjörna. Það er einnig áþekkt niðurstöðum kosninganna 2009 þegar VG fékk 21,7 prósent greiddra atkvæða upp úr kjörkössunum og 14 þingmenn kjörna. Samkvæmt könnuninni eru Píratar þriðji stærsti flokkurinn með tæp 14 prósent, Flokkur fólksins er með tæp 11 prósent og Framsóknarflokkurinn rúm 10 prósent. Björt framtíð er með rúm 7 prósent og Samfylkingin og Viðreisn eru með rúm 5 prósent hvor. Samkvæmt þessum niðurstöðum fengju átta flokkar kjörna fulltrúa á Alþingi. Það yrði einstök staða í íslenskum stjórnmálum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að sér hugnist ekki samstarf margra flokka. „Ég vil sjá að nýju stjórnarsamstarf sem byggir á tveimur sterkum flokkum. Ég held að það kosti minnstar málamiðlanir milli flokka og ef slík stjórn verður í boði eftir kosningar þá verði það langsterkasti kosturinn, fyrsti kosturinn í mínum huga er að mynda tveggja flokka stjórn. Ég held hins vegar að margt segi manni að, eins og sakir standa, sé það ólíklegt,“ sagði hann í samtali við fjölmiðla eftir að hann skilaði Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, þingrofsbeiðni á mánudag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þá daga liðna að Íslendingar geti fengið tveggja flokka stjórnir. „Þessi könnun kemur auðvitað í kjölfar mikilla atburða, þegar ríkisstjórn hrynur, en ef við tökum niðurstöðuna eins og hún liggur fyrir þá sjáum við að flokkakerfið hefur riðlast,“ segir hann. Þessi breyting útiloki að hægt sé að búast við tveggja flokka stjórn. Eiríkur Bergmann segir að með svo marga flokka séum við komin miklu nær hinu skandinavíska flokkakerfi. Danska og norska módelið sé í kringum átta flokka. „Ég held líka að pólitískt séum við komin á þann stað að minnihlutastjórnir geta verið eina leiðin til að fá festu í stjórnarfarið. Það er bara einhver pólitískur veruleiki sem við verðum að venja okkur við,“ segir Eiríkur. Stjórnskipan í ríkjum í kringum okkur byggi mikið á minnihlutastjórnum og það sé ekkert náttúrulögmál að Íslendingar séu með meirihlutastjórnir. „En þetta er allt óljóst núna og botnbaráttan er rosaleg í þessari könnun. Þú ert með þrjá flokka sem allir geta dottið út af þingi. Það breytir öllu hver þróunin á því fylgi verður,“ segir hann.64 prósent telja að Björt framtíð hafi haft gilda ástæðu Tæplega tveir af hverjum þremur, eða 64,3% þeirra sem afstöðu, taka telja að meintur trúnaðarbrestur vegna málsmeðferðar á málum barnaníðinga hafi verið gild ástæða til stjórnarslita. Hins vegar telja 35,7 prósent að það hafi ekki verið gild ástæða til stjórnarslita. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Eins og fram hefur komið ákvað stjórn Bjartrar framtíðar að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn eftir að upplýst hafði verið að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafði skrifað undir umsögn fyrir dæmdan barnaníðing vegna umsóknar um uppreist æru. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra upplýsti svo um það opinberlega að hún hefði sagt forsætisráðherra frá tengslunum. Forystumönnum annarra stjórnarflokka var ekki sagt frá því. Spurt var: Var meintur trúnaðarbrestur vegna málsmeðferðar á málum barnaníðinganna gild ástæða til stjórnarslita. Alls tóku 79 prósent afstöðu til spurningarinnar, 16 prósent sögðust óákveðnir í afstöðu sinni en 5 prósent svöruðu ekki.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00