Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á tilteknum eignum og rekstri 365 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2017 15:59 Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, við undirritun kaupsamnings í mars. Samkeppniseftirlitið hefur nú samþykkt kaupin. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). Eignirnar sem um ræðir eru allar eignir og rekstur 365 að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Inni í kaupunum eru því sjónvarpsstöðvar 365, til dæmis Stöð 2 og Stöð 2 Sport, vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðvar 365, þar með taldar Bylgjan, FM957 og X-ið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þannig hafi samrunaaðilar skuldbundið sig til þess að ráðast í aðgerðir til þess að tryggja samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Jafnframt sé aðgerðunum ætlað að stuðla að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. „Með samrunanum hverfur 365 af fjarskiptamarkaði sem sjálfstæður keppinautur, en verðstefna fyrirtækisins hefur skapað talsverða samkeppni á því sviði. Þá felur samruninn að óbreyttu í sér að keppinautum sem geta boðið „pakka“ fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu fækkar úr þremur í tvo. Sömuleiðis færist á eina hendi sterk staða 365 á sjónvarps- og útvarpsmarkaði og sterk staða Vodafone í dreifikerfum sjónvarps og útvarps. Meðal annars vegna þessa taldi Samkeppniseftirlitið nauðsynlegt að grípa til íhlutunar vegna samrunans,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Vodafone segir að aðilar muni nú nýta næstu vikur til að leggja lokahönd á viðskiptin með það að markmiði að allir fyrirvarar verði uppfylltir og afhending get farið fram þann 1. desember 2017. „Fjarskipti hafa lýst því yfir við Samkeppniseftirlitið að rekstur þess á starfandi fjölmiðlum, þ.á.m. fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sé fyrirtækinu mikilvægur fyrir framtíðar starfsemi félagsins. Þannig verði einnig stuðlað að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði,“ segir í tilkynningu Vodafone.Vísir.is er í eigu 365 miðla ehf. og er hluti af kaupum Vodafone. Tengdar fréttir Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi. 14. mars 2017 11:01 Væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. 5. júlí 2017 09:00 Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). Eignirnar sem um ræðir eru allar eignir og rekstur 365 að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Inni í kaupunum eru því sjónvarpsstöðvar 365, til dæmis Stöð 2 og Stöð 2 Sport, vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðvar 365, þar með taldar Bylgjan, FM957 og X-ið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þannig hafi samrunaaðilar skuldbundið sig til þess að ráðast í aðgerðir til þess að tryggja samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Jafnframt sé aðgerðunum ætlað að stuðla að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. „Með samrunanum hverfur 365 af fjarskiptamarkaði sem sjálfstæður keppinautur, en verðstefna fyrirtækisins hefur skapað talsverða samkeppni á því sviði. Þá felur samruninn að óbreyttu í sér að keppinautum sem geta boðið „pakka“ fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu fækkar úr þremur í tvo. Sömuleiðis færist á eina hendi sterk staða 365 á sjónvarps- og útvarpsmarkaði og sterk staða Vodafone í dreifikerfum sjónvarps og útvarps. Meðal annars vegna þessa taldi Samkeppniseftirlitið nauðsynlegt að grípa til íhlutunar vegna samrunans,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Vodafone segir að aðilar muni nú nýta næstu vikur til að leggja lokahönd á viðskiptin með það að markmiði að allir fyrirvarar verði uppfylltir og afhending get farið fram þann 1. desember 2017. „Fjarskipti hafa lýst því yfir við Samkeppniseftirlitið að rekstur þess á starfandi fjölmiðlum, þ.á.m. fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sé fyrirtækinu mikilvægur fyrir framtíðar starfsemi félagsins. Þannig verði einnig stuðlað að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði,“ segir í tilkynningu Vodafone.Vísir.is er í eigu 365 miðla ehf. og er hluti af kaupum Vodafone.
Tengdar fréttir Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi. 14. mars 2017 11:01 Væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. 5. júlí 2017 09:00 Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi. 14. mars 2017 11:01
Væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. 5. júlí 2017 09:00
Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56