Rokkari og keppnismaður sem þolir ekki að sjá rauðar tölur 9. október 2017 12:30 Ófeigur Friðriksson, sölu- og þjónustustjóri hjá Avis sem býður upp á deilibílaþjónustu Zipcar. Vísir/Anton Ófeigur Friðriksson er sölu- og þjónustustjóri hjá bílaleigunni Avis en í síðasta mánuði hóf fyrirtækið að bjóða upp á deilibílaþjónustu innan höfuðborgarsvæðisins undir merkjum Zipcar á Íslandi. Er Reykjavík fyrsta borgin á Norðurlöndunum þar sem boðið er upp á deilibílaþjónustu Zipcar. Ófeigur, sem hlustar aðallega á rokk þegar hann er í ræktinni, situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það er tvennt sem hefur komið mér skemmtilega á óvart. Annars vegar voru það alþjóðleg verðlaun sem við hjá AVIS á Íslandi fengum á ráðstefnu hjá AVIS Budget Group í síðustu viku í Aþenu. Þá vorum við valin Licensee of the year 2017 sem er auðvitað gríðarlegur heiður fyrir allt starfsfólk fyrirtækisins. Sérstaklega í ljósi þess að það er auðvitað búin að vera gífurleg aukning hjá okkur og höfum við þurft mikil klókindi til þess að halda utan um hana, það hefur tekist og því fengum við þessi verðlaun. Einnig hefur verið frábært að sjá viðbrögð fyrirtækja og almennings við Zipcar, sem er deilibílaþjónusta sem við opnuðum í síðasta mánuði. Það er gífurleg spenna fyrir þessu verkefni á markaðnum og við hlökkum mikið til að keyra þessa þjónustu áfram sem er auðvitað nýjung á Íslandi.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Spotify mikið, sérstaklega þegar ég er að hreyfa mig. Stórkostlegt app sem hefur eiginlega gert það að verkum að ég er virkilega farinn að hlusta á tónlist aftur af einhverju viti. Mér finnst frábært að nota það til þess að svala forvitni um ýmsar tónlistarstefnur. Svo nota ég auðvitað fleiri öpp eins og Facebook, Zipcar appið, Workplace og Kelduna svo dæmi séu tekin. Mér finnst öpp svo frábær að stundum er hreinlega þægilegra að vinna á þau heldur en að vinna í tölvunni. Framtíðin er svolítið í appinu.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Langbest finnst mér að vera í faðmi fjölskyldunnar. Það er gæðastund þegar öll fjölskyldan er saman, hvort sem er við matarborðið, á skíðum, að fylgjast með íþróttamótum hjá börnunum, ferðast eða fleira í þeim dúr. Það gefur mest. Þó ég sé ofboðslega ungur, að minnsta kosti í anda, þá held ég að því eldri sem maður er, því betur kunni maður að meta slíkar stundir þar sem öll fjölskyldan er saman komin. Svo eru gæðastundir með betri helmingnum auðvitað frábærar. Okkur finnst gaman að fara saman á tónleika, út að borða, saman á skíði eða jafnvel stelast til útlanda saman.Hvernig heldur þú þér í formi? Þetta er allt hætt að gerast að sjálfu sér, þannig að ég fer á hverjum degi eftir vinnu annaðhvort í Reebok Fitness eða að hjóla. Svo fer ég líka stundum um helgar. Í mínum huga er líkamsræktin ekki bara fyrir líkamann, þetta er líklega besti sálfræðingur sem til er.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er voðalegur rokkari, því þyngra því betra. Sem mikill Mike Patton aðdáandi þá er ég að hlusta svolítið á Dead Cross þessa dagana, en það geri ég aðallega í ræktinni því ég er oftast úthrópaður sem smekkleysingi þegar ég botna mína tónlist heima! Annars á ég það líka til að hlusta á léttara rokk og jafnvel létta lounge tónlist og fönk.Ertu í þínu draumastarfi? Já, algjörlega. Er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem er gífurlega framsækið, með frábæru samstarfsfólki og í hröðu og lifandi starfsumhverfi. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sölu og þjónustu og ég þrífst á því að vinna í miklum hraða. Ég er með hrikalega mikinn metnað til þess að ná árangri, gera betur en áður. Það sem er svo skemmtilegt við sölu og þjónustu er að það er hægt að mæla árangurinn. Ég er mikill keppnismaður og þoli ekki að sjá rauðar tölur, ég vil hafa þær allar grænar. Það er að takast nokkuð vel þessi misserin, þökk sé frábærum og metnaðarfullum samstarfsfélögum. Er hægt að biðja um mikið meira en það?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Ófeigur Friðriksson er sölu- og þjónustustjóri hjá bílaleigunni Avis en í síðasta mánuði hóf fyrirtækið að bjóða upp á deilibílaþjónustu innan höfuðborgarsvæðisins undir merkjum Zipcar á Íslandi. Er Reykjavík fyrsta borgin á Norðurlöndunum þar sem boðið er upp á deilibílaþjónustu Zipcar. Ófeigur, sem hlustar aðallega á rokk þegar hann er í ræktinni, situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það er tvennt sem hefur komið mér skemmtilega á óvart. Annars vegar voru það alþjóðleg verðlaun sem við hjá AVIS á Íslandi fengum á ráðstefnu hjá AVIS Budget Group í síðustu viku í Aþenu. Þá vorum við valin Licensee of the year 2017 sem er auðvitað gríðarlegur heiður fyrir allt starfsfólk fyrirtækisins. Sérstaklega í ljósi þess að það er auðvitað búin að vera gífurleg aukning hjá okkur og höfum við þurft mikil klókindi til þess að halda utan um hana, það hefur tekist og því fengum við þessi verðlaun. Einnig hefur verið frábært að sjá viðbrögð fyrirtækja og almennings við Zipcar, sem er deilibílaþjónusta sem við opnuðum í síðasta mánuði. Það er gífurleg spenna fyrir þessu verkefni á markaðnum og við hlökkum mikið til að keyra þessa þjónustu áfram sem er auðvitað nýjung á Íslandi.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Spotify mikið, sérstaklega þegar ég er að hreyfa mig. Stórkostlegt app sem hefur eiginlega gert það að verkum að ég er virkilega farinn að hlusta á tónlist aftur af einhverju viti. Mér finnst frábært að nota það til þess að svala forvitni um ýmsar tónlistarstefnur. Svo nota ég auðvitað fleiri öpp eins og Facebook, Zipcar appið, Workplace og Kelduna svo dæmi séu tekin. Mér finnst öpp svo frábær að stundum er hreinlega þægilegra að vinna á þau heldur en að vinna í tölvunni. Framtíðin er svolítið í appinu.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Langbest finnst mér að vera í faðmi fjölskyldunnar. Það er gæðastund þegar öll fjölskyldan er saman, hvort sem er við matarborðið, á skíðum, að fylgjast með íþróttamótum hjá börnunum, ferðast eða fleira í þeim dúr. Það gefur mest. Þó ég sé ofboðslega ungur, að minnsta kosti í anda, þá held ég að því eldri sem maður er, því betur kunni maður að meta slíkar stundir þar sem öll fjölskyldan er saman komin. Svo eru gæðastundir með betri helmingnum auðvitað frábærar. Okkur finnst gaman að fara saman á tónleika, út að borða, saman á skíði eða jafnvel stelast til útlanda saman.Hvernig heldur þú þér í formi? Þetta er allt hætt að gerast að sjálfu sér, þannig að ég fer á hverjum degi eftir vinnu annaðhvort í Reebok Fitness eða að hjóla. Svo fer ég líka stundum um helgar. Í mínum huga er líkamsræktin ekki bara fyrir líkamann, þetta er líklega besti sálfræðingur sem til er.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er voðalegur rokkari, því þyngra því betra. Sem mikill Mike Patton aðdáandi þá er ég að hlusta svolítið á Dead Cross þessa dagana, en það geri ég aðallega í ræktinni því ég er oftast úthrópaður sem smekkleysingi þegar ég botna mína tónlist heima! Annars á ég það líka til að hlusta á léttara rokk og jafnvel létta lounge tónlist og fönk.Ertu í þínu draumastarfi? Já, algjörlega. Er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem er gífurlega framsækið, með frábæru samstarfsfólki og í hröðu og lifandi starfsumhverfi. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sölu og þjónustu og ég þrífst á því að vinna í miklum hraða. Ég er með hrikalega mikinn metnað til þess að ná árangri, gera betur en áður. Það sem er svo skemmtilegt við sölu og þjónustu er að það er hægt að mæla árangurinn. Ég er mikill keppnismaður og þoli ekki að sjá rauðar tölur, ég vil hafa þær allar grænar. Það er að takast nokkuð vel þessi misserin, þökk sé frábærum og metnaðarfullum samstarfsfélögum. Er hægt að biðja um mikið meira en það?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira