Sjáðu fyrsta brotið úr Leitinni að upprunanum: Endurskipuleggur þættina vegna nýrra upplýsinga Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. október 2017 10:30 Leitin að upprunanum verður frumsýnd á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir taldi sig vera að ljúka vinnu við nýja syrpu Leitarinnar að upprunanum sem verður tekin til sýninga næstkomandi sunnudagskvöld. Nýjar upplýsingar settu hins vegar allt á hliðina og Sigrún Ósk þurfti snarlega að endurskipuleggja vinnu fyrir þættina aðeins viku fyrir frumsýningu. „Eftir síðustu þáttaröð vorum við mjög meðvituð um að það getur allt gerst og við völdum ekki beint einföldustu málin,“ segir Sigrún Ósk sem segir vinnu við þættina geta verið mikla keyrslu. Sérstaklega á lokametrunum. „Enda getur rannsóknarvinnan tekið mjög langan tíma. Þegar henni lýkur tekur svo við að skipuleggja flókin ferðalög, tökur og svo þarf að klippa allt saman,“ segir Sigrún Ósk í spjalli við blaðamann. Það kemur svo í ljós í einum þáttanna hvers vegna það var sem hún þurfti að dvelja lengur erlendis en áætlað var. „Það sem maður kemur sér í. Ég fæ kannski að nýta tækifærið og þakka Icelandair sérstaklega fyrir einstakt langlundargeð. Það hefur þurft að gera ýmislegt með skömmum fyrirvara og þeir hafa aðstoðað okkur af fremsta megni við að láta allt ganga upp.“ Sigrún Ósk segir að í þáttaröðinni sé fjallað um svipuð mál og áður þó að hver saga sé auðvitað einstök. „Núna erum við reyndar líka með sögu af ungri konu sem er búin að leita að breskum föður sínum í 10 ár. Það eru sem sagt ekki allir ættleiddir til Íslands eins og var síðast. Saga hennar er lyginni líkust og er einmitt í fyrsta þætti,“ segir Sigrún Ósk og vísar í sögu Lindu Rutar Sigríðardóttur. „Talandi um það þá hugsa ég stundum í þessari þáttagerð að ég þurfi að fara að draga úr svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga! Sumt af því sem kemur upp á er hreinlega þannig að maður hefur varla hugmyndaflug í að skálda það.“ En ertu ekki andlega búin á því eftir svona þáttagerð? „Stutta svarið er: Jú!“ Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum. Leitin að upprunanum Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir taldi sig vera að ljúka vinnu við nýja syrpu Leitarinnar að upprunanum sem verður tekin til sýninga næstkomandi sunnudagskvöld. Nýjar upplýsingar settu hins vegar allt á hliðina og Sigrún Ósk þurfti snarlega að endurskipuleggja vinnu fyrir þættina aðeins viku fyrir frumsýningu. „Eftir síðustu þáttaröð vorum við mjög meðvituð um að það getur allt gerst og við völdum ekki beint einföldustu málin,“ segir Sigrún Ósk sem segir vinnu við þættina geta verið mikla keyrslu. Sérstaklega á lokametrunum. „Enda getur rannsóknarvinnan tekið mjög langan tíma. Þegar henni lýkur tekur svo við að skipuleggja flókin ferðalög, tökur og svo þarf að klippa allt saman,“ segir Sigrún Ósk í spjalli við blaðamann. Það kemur svo í ljós í einum þáttanna hvers vegna það var sem hún þurfti að dvelja lengur erlendis en áætlað var. „Það sem maður kemur sér í. Ég fæ kannski að nýta tækifærið og þakka Icelandair sérstaklega fyrir einstakt langlundargeð. Það hefur þurft að gera ýmislegt með skömmum fyrirvara og þeir hafa aðstoðað okkur af fremsta megni við að láta allt ganga upp.“ Sigrún Ósk segir að í þáttaröðinni sé fjallað um svipuð mál og áður þó að hver saga sé auðvitað einstök. „Núna erum við reyndar líka með sögu af ungri konu sem er búin að leita að breskum föður sínum í 10 ár. Það eru sem sagt ekki allir ættleiddir til Íslands eins og var síðast. Saga hennar er lyginni líkust og er einmitt í fyrsta þætti,“ segir Sigrún Ósk og vísar í sögu Lindu Rutar Sigríðardóttur. „Talandi um það þá hugsa ég stundum í þessari þáttagerð að ég þurfi að fara að draga úr svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga! Sumt af því sem kemur upp á er hreinlega þannig að maður hefur varla hugmyndaflug í að skálda það.“ En ertu ekki andlega búin á því eftir svona þáttagerð? „Stutta svarið er: Jú!“ Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum.
Leitin að upprunanum Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira