Sjáðu fyrsta brotið úr Leitinni að upprunanum: Endurskipuleggur þættina vegna nýrra upplýsinga Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. október 2017 10:30 Leitin að upprunanum verður frumsýnd á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir taldi sig vera að ljúka vinnu við nýja syrpu Leitarinnar að upprunanum sem verður tekin til sýninga næstkomandi sunnudagskvöld. Nýjar upplýsingar settu hins vegar allt á hliðina og Sigrún Ósk þurfti snarlega að endurskipuleggja vinnu fyrir þættina aðeins viku fyrir frumsýningu. „Eftir síðustu þáttaröð vorum við mjög meðvituð um að það getur allt gerst og við völdum ekki beint einföldustu málin,“ segir Sigrún Ósk sem segir vinnu við þættina geta verið mikla keyrslu. Sérstaklega á lokametrunum. „Enda getur rannsóknarvinnan tekið mjög langan tíma. Þegar henni lýkur tekur svo við að skipuleggja flókin ferðalög, tökur og svo þarf að klippa allt saman,“ segir Sigrún Ósk í spjalli við blaðamann. Það kemur svo í ljós í einum þáttanna hvers vegna það var sem hún þurfti að dvelja lengur erlendis en áætlað var. „Það sem maður kemur sér í. Ég fæ kannski að nýta tækifærið og þakka Icelandair sérstaklega fyrir einstakt langlundargeð. Það hefur þurft að gera ýmislegt með skömmum fyrirvara og þeir hafa aðstoðað okkur af fremsta megni við að láta allt ganga upp.“ Sigrún Ósk segir að í þáttaröðinni sé fjallað um svipuð mál og áður þó að hver saga sé auðvitað einstök. „Núna erum við reyndar líka með sögu af ungri konu sem er búin að leita að breskum föður sínum í 10 ár. Það eru sem sagt ekki allir ættleiddir til Íslands eins og var síðast. Saga hennar er lyginni líkust og er einmitt í fyrsta þætti,“ segir Sigrún Ósk og vísar í sögu Lindu Rutar Sigríðardóttur. „Talandi um það þá hugsa ég stundum í þessari þáttagerð að ég þurfi að fara að draga úr svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga! Sumt af því sem kemur upp á er hreinlega þannig að maður hefur varla hugmyndaflug í að skálda það.“ En ertu ekki andlega búin á því eftir svona þáttagerð? „Stutta svarið er: Jú!“ Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum. Leitin að upprunanum Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir taldi sig vera að ljúka vinnu við nýja syrpu Leitarinnar að upprunanum sem verður tekin til sýninga næstkomandi sunnudagskvöld. Nýjar upplýsingar settu hins vegar allt á hliðina og Sigrún Ósk þurfti snarlega að endurskipuleggja vinnu fyrir þættina aðeins viku fyrir frumsýningu. „Eftir síðustu þáttaröð vorum við mjög meðvituð um að það getur allt gerst og við völdum ekki beint einföldustu málin,“ segir Sigrún Ósk sem segir vinnu við þættina geta verið mikla keyrslu. Sérstaklega á lokametrunum. „Enda getur rannsóknarvinnan tekið mjög langan tíma. Þegar henni lýkur tekur svo við að skipuleggja flókin ferðalög, tökur og svo þarf að klippa allt saman,“ segir Sigrún Ósk í spjalli við blaðamann. Það kemur svo í ljós í einum þáttanna hvers vegna það var sem hún þurfti að dvelja lengur erlendis en áætlað var. „Það sem maður kemur sér í. Ég fæ kannski að nýta tækifærið og þakka Icelandair sérstaklega fyrir einstakt langlundargeð. Það hefur þurft að gera ýmislegt með skömmum fyrirvara og þeir hafa aðstoðað okkur af fremsta megni við að láta allt ganga upp.“ Sigrún Ósk segir að í þáttaröðinni sé fjallað um svipuð mál og áður þó að hver saga sé auðvitað einstök. „Núna erum við reyndar líka með sögu af ungri konu sem er búin að leita að breskum föður sínum í 10 ár. Það eru sem sagt ekki allir ættleiddir til Íslands eins og var síðast. Saga hennar er lyginni líkust og er einmitt í fyrsta þætti,“ segir Sigrún Ósk og vísar í sögu Lindu Rutar Sigríðardóttur. „Talandi um það þá hugsa ég stundum í þessari þáttagerð að ég þurfi að fara að draga úr svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga! Sumt af því sem kemur upp á er hreinlega þannig að maður hefur varla hugmyndaflug í að skálda það.“ En ertu ekki andlega búin á því eftir svona þáttagerð? „Stutta svarið er: Jú!“ Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum.
Leitin að upprunanum Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira