Skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti bílastæðagjald Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2017 21:55 Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. Stofnunin ætlar að krefjast lögbanns á gjaldtökunni og dagsekta, en umráðamenn svæðisins ætla hins vegar að halda gjaldtökunni til streitu. Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem leigja land í hluta landsins Hraunás gengt Hraunfossum hófu gjaldtöku á bílastæði við fossana á föstudag. Gjaldið sem er innheimt er á bilinu 1500-6000 krónur allt eftir stærð þeirra bíla sem þar leggja. Ákvörðunin er tekin í andstöðu nágranna og yfirvalda og kallaði Umhverfisstofnun til lögreglu og Vegagerðina á föstudag og í gær til þess að koma í fyrir gjaldtökuna. „Umhverfisstofnun telur þetta vera ólöglegt, ganga í berhögg við lög um náttúruvernd,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Fyrr í sumar ætluðu forsvarsmenn H-fossa að hefja gjaldtöku en frestuðu henni þar sem Umhverfisstofnun hugðist leggja fimmhundruð þúsund króna dagsektir á gjaldtökuna. Í dag telja þeir hins vegar Umhverfisstofnun ekki hafa lögsögu yfir þessu svæði því er stofnunin ósammála. Lögreglan hefur hefur enn ekki hlutaðist ekki til um þá gjaldtökuna. „Stofnunin getur farið í þvingunaraðgerðir gagnvart landeigendum þrátt fyrir að lögreglan aðhafist ekki neitt og hún verður bara að svara sjálf fyrir það af hverju hún kýs svo að aðhafast ekki. En við teljum að þarna sé um skýrt brot á lögum um náttúruvernd að ræða,“ segir Ólafur.Íhuga að fara fram á lögbann Talskona H-fossa sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að umráðamenn landsins hygðist nýta þá fjármuni sem koma af gjaldtökunni til þess að byggja upp svæðið og vernda náttúruna, „Landeigendur hafa ekki verið að sinna þessu svæði. Þeir eru bara að hefja þarna aðgerðir við að rukka, þeir eru ekki farnir að sinna þessu svæði með neinum hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að á bilinu 5-600 þúsund manns komi á svæðið á hverju ári og því geti gjaldtaka skapa töluverðar tekjur.Ætlið þið að fara fram á lögbann? „Við erum bara að skoða þau verkfæri sem við höfum í kassanum og til hvaða aðgerða er best að grípa og í hvaða röð þannig það mun allt saman koma í ljós væntanlega í byrjun vikunnar.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. Stofnunin ætlar að krefjast lögbanns á gjaldtökunni og dagsekta, en umráðamenn svæðisins ætla hins vegar að halda gjaldtökunni til streitu. Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem leigja land í hluta landsins Hraunás gengt Hraunfossum hófu gjaldtöku á bílastæði við fossana á föstudag. Gjaldið sem er innheimt er á bilinu 1500-6000 krónur allt eftir stærð þeirra bíla sem þar leggja. Ákvörðunin er tekin í andstöðu nágranna og yfirvalda og kallaði Umhverfisstofnun til lögreglu og Vegagerðina á föstudag og í gær til þess að koma í fyrir gjaldtökuna. „Umhverfisstofnun telur þetta vera ólöglegt, ganga í berhögg við lög um náttúruvernd,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Fyrr í sumar ætluðu forsvarsmenn H-fossa að hefja gjaldtöku en frestuðu henni þar sem Umhverfisstofnun hugðist leggja fimmhundruð þúsund króna dagsektir á gjaldtökuna. Í dag telja þeir hins vegar Umhverfisstofnun ekki hafa lögsögu yfir þessu svæði því er stofnunin ósammála. Lögreglan hefur hefur enn ekki hlutaðist ekki til um þá gjaldtökuna. „Stofnunin getur farið í þvingunaraðgerðir gagnvart landeigendum þrátt fyrir að lögreglan aðhafist ekki neitt og hún verður bara að svara sjálf fyrir það af hverju hún kýs svo að aðhafast ekki. En við teljum að þarna sé um skýrt brot á lögum um náttúruvernd að ræða,“ segir Ólafur.Íhuga að fara fram á lögbann Talskona H-fossa sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að umráðamenn landsins hygðist nýta þá fjármuni sem koma af gjaldtökunni til þess að byggja upp svæðið og vernda náttúruna, „Landeigendur hafa ekki verið að sinna þessu svæði. Þeir eru bara að hefja þarna aðgerðir við að rukka, þeir eru ekki farnir að sinna þessu svæði með neinum hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að á bilinu 5-600 þúsund manns komi á svæðið á hverju ári og því geti gjaldtaka skapa töluverðar tekjur.Ætlið þið að fara fram á lögbann? „Við erum bara að skoða þau verkfæri sem við höfum í kassanum og til hvaða aðgerða er best að grípa og í hvaða röð þannig það mun allt saman koma í ljós væntanlega í byrjun vikunnar.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20
Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06